Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 10. JANÚAR 2008 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Reykjanesbær hefur ákveðið að hætta hlutdeild bæjarins í rekstri Upplýsingamiðstöðv- arinnar í Leifsstöð. Upplýs- ingamiðstöðin hefur að hluta til verið rekin af Ferðamála- stofu en að meiri hluta af Reykjanesbæ. Helstu ástæður þess að Reykja- nesbær kýs að hætta aðkomu sinni að rekstrinum er hár rekstrarkostnaður, ófullnægj- andi aðstaða og staðsetning upplýsingamiðstöðvarinnar. Komið hefur í ljós að mikill tími starfsfólks upplýsingamið- stöðvarinnar fór í að svara fyr- irspurnum um flugstöðina. Samkvæmt mælingum voru 70-80% fyrirspurna af þeim toga. Einnig fór mikill tími í að svara fyrir einstök fyrirtæki, t.d. um samgöngur til Reykja- víkur. Upplýsingamiðstöðin í Leifsstöð er landamæraupp- lýsingamiðstöð sem þýðir að hennar hlutverk er að benda ferðamönnum á alla þjónustu um allt land, ekki eingöngu á því svæði sem hún starfar. Þessi ákvörðun hefur ekki áhrif á áframhaldandi starf- semi Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness í Kjarna. Reykjanesbær dregur sig út úr rekstrinum Upplýsingamiðstöðin í FLE:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.