Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Gríðarlegt annríki var hjá Brunavörnum Suðurnesja á mánudag. Um tíma voru 14 slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenna samtímis að störfum vegna umferðar- óhappa og allir sjúkrabílar Bruna varna Suð ur nesja, auk sjúkrabíls Grindavíkur, samtímis uppteknir vegna út- kalla. Beita þurfti björgunartækjum þ. e . a . s . vök v a k l ipp u m , tjökkum og spili slökkviliðs BS til að ná fólki úr klesstum bíl sem fór út af á Reykjanes- braut við gatnamótin inn á Seylubraut í Njarðvík í Reykja- nesbæ. Hvert útkall var mjög tíma- frekt því að stæð ur voru slæmar, mikil hálka og skaf- renningur var á brautinni, sér- staklega á svæðinu þar sem vegaframkvæmdir standa yfir, en flest slysin urðu á þeim vegakafla. Erfitt var því fyrir viðbragðsaðila að komast að slysavettvangi og m.a. varð að loka Reykjanesbrautinni um tíma. Um átta leytið á mánudags- kvöld fór tilfellum að fækka, en frá há degi og fram á kvöldið voru komin samtals 16 útköll á sjúkra- og tækjabíl slökkviliðs BS, þar af voru 9 tilfelli vegna umferðaróhappa á Reykjanesbraut, alls voru 7 slasaðir og þar af voru 4 fluttir áfram til sjúkrahúsa á höfuð- borgarsvæðinu vegna alvar- leika meiðsla þeirra. Önnur útköll slökkviliðsins BS voru misalvarleg og tengdust að mestu veikindum, að því er segir í frétt á vef Brunavarna Suðurnesja. Reykjanesbraut: Sjö slasaðir eftir fjölda umferðaróhappa Frá einu slysanna á Reykjanesbraut. Þarna þurfti að beita klippum. Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir húsbrot og líkams- árás sem átti sér stað í Sand- gerði vorið 2006. Hann var sakfelldur fyrir að hafa ráð- ist á konu í heimahúsi, hent henni í gegnum hurð á bað- herbergi þannig að hún lenti utan í klósettinu og hlaut af mar. Forsaga málsins er sú, að sögn ákæranda, að maðurinn hafði hringt í hana, drukkinn, og sagst viljað eiga við hana náin kynni. Hún hafi neitað og borið því við að hún væri á heimili sínu í Reykjavík. Þekkt- ust þau lítillega fyrir, en þau eru bæði Pólverjar. Hann sætti sig greinilega ekki við þær málalyktir og fór því, ásamt félaga sínum, sem átti þá í sambandi við kæranda, að heimili bróður hennar þar sem hún var stödd og hellti sér yfir hana með skömmum og fúkyrðum. Reiddist kærandi þá og löðrungaði ákærða sem brást ókvæða við, greip í kon- una og fleygði henni í lokaða baðherbergishurð sem brotn- aði upp. Hún lenti svo með síðuna í klósettinu og segir í ákærunni að hún hafi hlotið af marbletti á handlegg og vinstra megin á baki, stífleika í mjóbaki, eymsli í vöðvum hægra megin í mjóbaki. Eftir það tókust ákærði og bróðir fórnarlambsins á en þegar árásarmaðurinn varð þess áskynja að lögreglan var á leiðinni lét hann sig hverfa ásamt félaga sínum. Við yfirheyrslur og fyrir dómi kvaðst ákærði ekki kannast við málið og hafi aldrei komið í það hús sem um er rætt. Hann hafi eflaust verið heima hjá sér það kvöld og kona hans geti vottað það. Um ástæður kærunnar veit hann ekki en getur sér þess til að kærandi sé reið út í hann, því hann hafi hafnað tilboði hennar um að sænga hjá henni og vinkonu hennar saman. Mörg vitni báru þó að um þennan mann hafi verið að ræða, m.a.s. félagi hans sem var með honum, en ákærði getur sér þess til að kærða hafi fengið þann mann til að ljúga upp á sig til að koma honum í koll. Þrátt fyrir að maðurinn hafi neitað sakargiftum taldi dóm- urinn sannað að hann hafi komið óboðinn inn á heim- ilið og veist þar að kæranda. Hann var því dæmdur, eins og áður kom fram, í 45 daga skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda að upphæð 220.116 krónur. Dómsmál: Skilorð fyrir líkamsárás

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.