Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 17. JANÚAR 2008 11STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Með fyrirhuguðum breyt- ingum á eignarhaldsfélaginu Fasteign er komið í veg fyrir að sveitarfélög geti á leigu- tímanum keypt eignir sínar til baka og ljóst að verið er að binda hendur sveitarstjórna næstu 30 árin. Þetta er mat minnihlutans í bæjarstjórn Sandgerðis en hann hefur lýst sig andvígan þessum breytingum. Minnihlutinn segir að sérstakt áhyggjuefni séu áhrif breyting- anna á kaupskyldu og 5 ára endurleiguákvæði eins og fram komi í minnisblaði sem KPMG hafi lagt fram. „Þá er hætta á því að á end- anum verði sveitarfélög skuld- bundin til að kaupa eignir sínar til baka yfir markaðsverði. Með breytingunum eru hagsmunir Eignarhaldsfélagsins Fast- eignar settir ofar hagsmunum sveitarfélaganna og íbúa þeirra. Bæjarfulltrúar S-lista og B-lista geta ekki sætt sig við þetta og áskilja sér allan rétt til aðgerða í málinu á seinni stigum,“ segir í bókun minnihlutans frá síð- asta bæjarstjórnarfundi. Segja hagsmuni Fasteignar tekna fram yfir hagsmuni sveitarfélaganna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.