Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 17. JANÚAR 2008 23STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Gamla hlaðan Skjaldbreið, s e m r e i s t v a r u m á r i ð 1850 og stendur á hlaðinu á Kálfatjörn, varð f yrir m i k l u m s k e m m d u m í óveðri á dögunum þegar suðurveggurinn gaf sig og þakið losnaði og lyftist af veggjunum. Aðrir veggir sem allir eru hlaðnir eru uppistandandi en illa farnir. Skjaldbreið hefur umtalsvert menningarsögulegt gildi um aðstöðu og l i fnaðarhætti útvegsbænda á 19. öld auk þess að vera ómissandi hluti af umhverfinu við kirkjuna o g m i k i l v æ g u r þ át t u r í sögu staðarins. Samkvæmt aldursákvæði Þjóðminjavarðar er Skjaldbreið friðuð. Minjafélag Vatnsleysustrandar v i n n u r a ð e n d u r b ó t u m hennar í samvinnu við Húsa- friðunarnefnd ríkisins og hefur hluti hlöðunnar verið endurhlaðinn. Uppbyggingu Skjaldbreiðar v e r ð u r h a l d i ð á f r a m á komandi sumri, að því er fram kemur á vef Sveitarfélagsins Voga. Þar segir að verkinu þurfi að ljúka fyrr en áformað hafði verið og er stefnan sett á að endurhlaða veggina og loka hlöðunni á árinu. Skjaldbreið verður endurbyggð eftir veðurtjón Minjafélag Vatnsleysustrandar: Eins og sjá má er Skjaldbreið illa leikin eftir óveður en Minjafélag Vatnsleysustrandar hyggst koma henni aftur í fyrra horf. Skjaldbreið var reist um 1850 og hefur staðið af sér óveður og tímans tönn þangað til í desember. FRÉTTASÍMI VÍKURFRÉTTA SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.