Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 31
31ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Grind vík ing ur inn Alma Rut Garð ars dótt ir er fjöl- hæf ur íþrótta mað ur en hún leik ur knatt spyrnu með GRV og körfuknatt leik með Grinda- vík. GRV leik ur í 1. deild kvenna en Grinda vík ur kon ur leika í úr vals deild inni í körfu- bolt an um. Alma æfir með báð um meist ara flokk un um í fót bolta og körfu bolta og yngri flokk um en ásamt öll um æf ing- un um og keppn un um stund ar hún nám við Fjöl brauta skóla Suð ur nesja. Dag skrá in er því þétt hjá þess ari öfl ugu íþrótta- konu sem einnig æfir með yngri lands lið um Ís lands í báð um íþrótt un um. Þó Alma segji að fót bolt inn hafi ávallt haft for gang þá hef ur henni enn ekki tek ist að gera upp hug sinn um hvora íþrótt ina hún muni velja. „Ég gat ekk ert æft fót bolta af viti fyr ir ára mót en er núna að skoða hvern ig þetta verð ur hjá mér á nýja ár inu því ég þarf jú að mæta á æf ing ar í fót bolta með GRV til að kom ast á lands- liðsæf ing ar,“ sagði Alma sem um síð ustu helgi fór á U 19 ára æf ingu með lands lið inu í fót bolta og mætti svo gal vösk beint í bik ar leik Grinda vík ur og KR í körfu bolt an um. „Það fer að koma tími til að velja á milli íþrótt anna en það er bara svo erfitt. Ég er sjálf far in að setja smá pressu á mig um að velja á milli en flest heill ar mig í báð um íþrótt um,“ sagði Alma sem er varn ar mað ur í fót bolt- an um en skot bak vörð ur í körfu- bolt an um. Á þar síð ustu leik tíð steig Alma sín fyrstu skref í körf- unni með meist ara flokki og átti þá ljóm andi gott tíma bil með Grinda vík, komst í bik ar úr slit þar sem lið ið mátti sætta sig við ósig ur gegn ÍS. Hef ur hún eitt- hvað velt því fyr ir sér að leika í úr vals deild í fót bolt an um? „Ég tek næsta sum ar í 1. deild með GRV og við ætl um okk ur að kom ast upp í Lands banka- deild ina á næstu leik tíð. Ef það tekst ekki verð ur spenn andi að at huga hvort mað ur kom ist að í Lands banka deild inni. Það er mik ill hug ur í starf inu hjá GRV um þess ar mund ir,“ sagði Alma en flest ir leik menn GRV á síð- ustu leik tíð voru í 2. flokki og léku líka með meist ara flokki svo álag ið var tölu vert. Alma sagði við Vík ur frétt ir að hún myndi bráð lega velja aðra hvora íþrótt ina og ein beita sér al far ið að henni. Hvor íþrótt in það verð ur mun koma í ljós á næst unni en það verð ur sjón ar- svipt ir af henni sama hvort hún velji fót bolt ann eða körfu bolt- ann enda öfl ug ur íþrótta mað ur hér á ferð. SPORTSPJALL Alma Rut Garðarsdóttir Andlegi hlutinn þarf að smella saman Krist jana fjórða í kjöri á íþrótta manni IFBB Kefl vík ing ur inn Krist jana Hild ur Gunn ars dótt ir hafn aði í fjórða sæti í kjöri á íþrótta manni árs ins hjá Al- þjóða sam bandi lík ams rækt- ar manna sem fram fór fyr ir skemmstu. Krist jana keppti með góð um ár angri í Þrek- meist ar an um og hlaut hún 39 stig í kjör inu. IFBB vel ur íþrótta fólk úr fit ness, vaxt ar rækt, mód elfit ness og Þrek meist ar an um í kjöri sínu á íþrótta manni árs ins og í dag eru 177 lönd að il ar að Al þjóða sam- band inu. Krist ín H. Krist jáns- dótt ir fit ness kona var út nefnd íþrótta mað ur árs ins hjá IFBB. Kristjana fer jafnan hamförum í Þrekmeistaranum ár hvert. Alma Rut ásamt vinkonu sinni Elínborgu Ingvarsdóttur með U 19 ára landsliðinu síðasta sumar. Alma í leik með Grindavík gegn Fjölni í Grafarvogi á dögunum. Suðurnesjaslagur í kvennaboltanum Sa n n k a l l a ð u r S u ð u r n e s j a s l a g u r verður í kvennaboltanum í Lýsingarbikarkeppninni í körfuknattleik. Dregið var í undanúrslit í gær og þá drógust toppliðin Keflavík og Grindavík saman en það voru Grindavíkurkonur sem hrepptu heimavöllinn. Bikarmeistarar Haukakvenna m æ t a F j ö l n i í h i n u m u n d a n ú r s l i t a l e i k n u m í kvennaf lokki en Haukar og Keflavík eru einu liðin í kvennaflokki sem áður hafa orðið bikarmeistarar. Í karlaflokki er aðeins eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum en það eru Njarðvíkingar sem drógust á móti Snæfell en Njarðvíkingar fá heimaleik. Þá mætast Skal lagr ímur og Fjölnir í Borgarnesi. Undanúrslitaleikirnir fara fram dagana 2.-3. febrúar næstkomandi. Njarðvíkingar eru eina liðið í karlaflokki sem áður hefur orðið bikarmeistari. Það er því öruggt að Suðurnesjalið í kvennaflokki mun leika til bikarúrslita í Laugardalshöll, sigurvegarinn úr viðureign Grindavíkur og Keflavíkur en Njarðvíkingar þurfa að leggja Snæfell í Ljónagryfjunni ætli þeir sér í Höllina. Síðast þegar liðin mættust hafði Snæfell betur í Stykkishólmi. Sterkur heimavöllur! Það er ekki hlaupið að því þessa dagana að næla sér í sigur í Röstinni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.