Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 16
16 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Hrafnhildur Ólafsdóttir er þjónustu- stjóri hjá Intrum ehf. og segir hún að tekið sé á samhæfingu einkalífs og vinnu í mannauðsstefnu fyrirtækisins en þar er boðið upp á vissan sveigjan- leika í starfi. Hvað er það sem gerir þitt fyrirtæki fjölskylduvænt? Það getur haft mikið að segja þó sveigj- anleikinn fari eftir eðli þess starfs sem unnið er. Einnig er ávallt ýtt undir það að makar starfsfólks taki þátt í félags- lífi starfsfólks. Þetta er það sem sett er fram í mannauðsstefnunni en mestu skiptir viljinn til að koma til móts við fólk af fremsta megni ef þess er nokkur kostur. Hver voru helstu rökin fyrir tilnefn- ingu starfsmanna hjá Intrum? Það var þessi sveigjanleiki í starfi, þátt- taka maka og barna í félagslífi, árlegur fjölskyldudagur Intrum, ríflegur stuðn- ingur fyrirtækisins við starfsmanna- félagið sem stendur fyrir ýmsum viðburðum sem m.a. fjölskyldan er velkomin á, áhersla á heilbrigði starfs- manna og ýmis námskeið sem efla fólk í persónulegri færni. En ekki síst var það viðmótið og skilningurinn sem sýndur er þegar á reynir að samhæfa einkalíf og vinnu.“ Fjöl skyldudagur inn er skemmti- legur viðburður á vegum fyrirtækis- ins en undirbúningur er í höndum mannauðssviðs. Þegar dagskrá hefur verið ákveðin er dagurinn kynntur á innra netinu en útibú fá til sín viðmið til þess að halda sína eigin fjölskyldu- daga. Undanfarin ár hefur verið farið í töfragarðinn á Stokkseyri þar sem boðið var upp á mat, aðgang að garð- inum, ratleik og gjafir fyrir börnin. Einnig hefur verið farið í dýragarðinn í Slakka, Skautahöllina og fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Hrafnhildur segir fjölskyldudaginn ávallt skemmtilegan þar sem börnin eru í forgrunni. Hvaða gildi hefur það fyrir starfs- menn að fyrirtæki hafi sett sér fjöl- skyldustefnu? Þá eru komin ákveðin viðmið sem farið er eftir og starfsmenn eru upp- lýstir um þau. Hafði viðurkenningin einhver áhrif á fjölskyldustefnuna í þínu fyrirtæki? Einna helst hvatningin til að gera enn betur á þessu ári! Vinnur þú hjá fjölskylduvænu fyrirtæki? Reykjanesbær óskar eftir tilnefningum um fjölskylduvæn fyrirtæki og stofnanir 2008 Reykjanesbær hefur veitt viðurkenningar til fyrirtækja og stofnana sem teljast fjölskylduvæn frá árinu 2003. Í upphafi voru viðurkenningarnar veittar í tengslum við Ljósanótt en nú er stefnt að árlegum degi um málefni fjölskyldunnar í febrúar og verða viðurkenningarnar veittar þá. Þann 16. febrúar verða veittar viðurkenningar fyrir fjölskylduvæn fyrirtæki og stofnanir í Reykjanesbæ en frestur til þess að skila inn tilnefningum er 31. janúar nk. Það eru starfsmenn sem tilnefna sitt fyrirtæki eða stofnun þar sem fjölskyldustefna er virk í starfseminni. Með tilnefningu þarf að fylgja fjölskyldu- stefna fyrirtækisins sem og greinargerð um hvernig henni er framfylgt. Fjölskyldu- og félagssvið hefur umsjón með verkefninu en markmið þess er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að setja sér fjölskyldustefnu. Þegar hafa 11 fyrirtæki og stofnanir hlotið viðurkenningu en á síðasta ári hlutu viðurkenninguna Intrum ehf. og SJ Innréttingar. Við tókum tali tvo starfsmenn hjá fyrirtækjunum og báðum þá að svara nokkrum spurningum um viðurkenninguna og þá fjölskyldu- stefnu sem rekin er í fyrirtækjunum. Skilningur og jákvætt viðmót þegar reynt er að samhæfa einkalíf og vinnu Hrafnhildur Ólafsdóttir hjá Intrum ehf. Starfsmenn hluti af heildinni Fanney Grétarsdóttir skrifstofustjóri hjá SJ Innréttingum Fanney Grétarsdóttir starfar hjá SJ Inn- réttingum sem hlaut viðurkenningu sem fjölskylduvænt fyrirtæki árið 2007 eins og Intrum ehf. Fanney segir eigendur fyrirtækisins ávallt sýna skiling á fjölskylduað- stæðum sem skipti miklu máli. Hvað er það sem gerir þitt fyrirtæki að fjölskylduvænu fyrirtæki? Það sem gerir SJ Innréttingar að fjöl- skylduvænu fyrirtæki er að eigendur þess sýna okkur ávallt stuðning og skilning í okkar fjölskyldumálum. Til dæmis í veikindum barna eða okkar. Ef við þurfum að skreppa frá vegna við- burða í skóla eða leikskóla er því ávallt vel tekið. Því hefur líka alltaf verið vel tekið ef við mætum með börnin með okkur í vinnuna. Ég get líka nefnt dæmi þar sem yfirmaður minn mætti á bóndadaginn með son minn í leik- skólakaffi. Vinnutíminn er fjölskyldu- vænn þar sem hér er lokað um helgar. Hver voru helstu rökin fyrir tilnefn- ingunni? Helstu rökin fyrir tilnefningunni voru þau að hjá SJ Innréttingum er okkur látið líða sem hluta af heildinni. Okkur er sýndur áhugi og stuðningur jafnt í starfi og einkamálum. Leitast er við að finna lausnir sem henta hverjum og einum og virðing borin fyrir því sem við erum að gera. Við finnum fyrir því að eigendurnir hafa áhuga á því að okkur og fjöldskyldu okkar líði vel. Hvaða gildi hefur það fyrir starfs- menn að fyrirtæki hafi sett sér fjöl- skyldustefnu? Helstu gildi þess fyrir starfsmenn að fyrirtæki hafi fjölskyldustefnu er sú vissa að þér er sýndur stuðningur og virðing hvort sem er í starfi eða utan þess. Tilfinningin fyrir því að þú skiptir máli og jafnframt fjölskylda þín og áhuga- mál eykur sjálfstraust og bætir líðan manns innan vinnustaðar og utan. Hafði viðurkenningin einhver áhrif á fjölskyldustefnuna í þínu fyrirtæki? Fyrirtækið var jafn frábært fyrir og eftir tilnefningu. Tilnefningar: Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 31. janúar 2008 til Fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, merktar FJÖLSKYLDUVÆN FYRIRTÆKI. Einnig má senda tilnefningar með netpósti á netfangið fjölskylda@reykjanesbaer.is. Sjá frekari upplýsingar á reykjanesbaer.is 2003 Íslandsbanki (Glitnir) Leikskólinn Hjallatún 2004 Sparisjóðurinn í Keflavík Bókasafn Reykjanesbæjar 2005 Leikskólinn Giml Akurskóli 2006 Íþróttamiðstöð Njarðvíkur Toyotasalurinn 2007 SJ Innréttingar ehf. Intrum á Íslandi ehf, útibúið í Reykjanesbæ Dagdvöl aldraðra Verðlaunahafar: Starfsfólk SJ-innréttinga talið frá v.: Piotr Trojanowski, Eiríkur Barkarson, Fanney Grétarsdóttir, Birgir Sigdórsson og Sigrún Ólafsdóttir. Starfsfólk Intrum í Reykjanesbæ talið frá v.: Fjóla Einarsdóttir, Ósk Olgeirs- dóttir og Hrafnhildur Ólafsdóttir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.