Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. JANÚAR 2008 11STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM ������������������ Dagana 28. janúar - 8. febrúar 2008 fer hin árlega krabbameinsleit fram á Suð- urnesjum. Að þessu sinni er skoðað í hinum nýju og glæsilegu húsakynnum Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja á þriðju hæð sem brátt munu hýsa nýjar skurðstofur. Svæðið er mjög rúmgott og notalegt til þessa verkefnis og sérstaklega verður gert vel við konur á meðan þær bíða. Hvers vegna legháls- og brjóstaskoðun? Krabbamein í brjóstum og leghálsi eru algeng- ustu krabbamein kvenna á aldrinum 15-44 ára. Þess vegna er skimun fyrir þessum meinsemdum mikil- væg til að forða ótímabærum dauðsföllum á besta skeiði ævinnar. Íslendingar geta hrósað sér af góðum árangri vegna vel skipulagðrar leitar- starfsemi þar sem konum, 20-69 ára, er boðið upp á skoðun með myndatöku á brjóstum og sýnatöku frá leg- hálsi. Á Íslandi er dánartíðni vegna leghálskrabbameins hvað lægst á Norðurlöndum, sem þakka má þessu starfi. Til þess að þessi góði árangur viðhaldist er hins vegar mik- ilvægt að konur sinni kalli og mæti allar sem ein. Ungar konur og frumubreytingar Krabbamein í leghálsi byrjar með því að ákveðnar tegundir af svokallaðri vörtuveiru (papill- omaveira) umbreyta eðlilegum leghálsfrumum í óeðlilegar frumur, sem sumar hverjar geta þróast yfir í leghálskrabba- mein. Þetta ferli er mislangt og með tiltölulega einföldum aðgerðum er hægt að stöðva það án þess að valda konunni viðvarandi óþægindum. Krabbameinsleit í Keflavík – segðu henni frá því Nú eru miklar umræður um bólusetningu gegn um- ræddum veirum með það fyrir augum að útrýma leg- hálskrabbameini alveg. Þau bóluefni sem á markaði eru í dag virðast ná að hindra veirusmit í um 60% tilfella ef stúlkur eru bólusettar við 12 ára aldur, þannig að enn er þörf á hefðbundinni skimun fyrir leghálskrabbameini. Vörtuveira er mjög algeng og smit um leggöng talið tengjast kynmökum. Leg- hálskrabbamein er alltaf af völdum þessarar veiru, ólíkt öðrum krabbameinum sem oft á tíðum eru ættgeng. Hver er boðskapurinn til ungra kvenna? Frjálslyndi í kynhegðun er staðreynd í vestrænu samfé- lagi. Því fylgir ákveðin áhætta, bæði vegna kynsjúkdóma og ekki síður frumubreytinga í leghálsi og möguleika á myndun leghálskrabbameins. Því er það boðskapur til ungra kvenna að taka ábyrgð á eigin líkama og fara í reglu- bundna leghálsskoðun. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fer þessi skoðun nú fram og við hvetjum því allar konur sem boðaðar hafa verið til að mæta. Minnið hvora aðra á, þið getið komið í veg fyrir illskeyttan sjúkdóm með því. -Konráð Lúðvíksson, lækningaforstjóri HSS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.