Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Hefur þú sungið með Kvennakór Suðurnesja? Ef svo er bjóðum við þér að mæta á æfingu hjá Kvennakórnum mánudaginn 11. febrúar kl. 19:30 í safnaðarheimilinu í Innri Njarðvík. Á æfingunni mun kórinn, ásamt fyrrverandi kórkonum, æfa tvö lög sem flutt verða á 40 ára afmælistónleikum kórsins. Tónleikarnir verða haldnir í sal Íþróttaakademíunnar þann 23. febrúar og hefjast kl. 17:00. Hlökkum til að sjá þig. Kvennakór Suðurnesja – 40 ára Grindavík: Samþykktu uppsetn- ingu ratsjár á Þorbjörn Skipulags- og byggingar- nefnd Grinda vík ur sam- þykkti á fundi sín um sl. fimmtudag að heimila upp- setningu á ratsjá á Þorbirni, til vöktunar á siglingaleiðum fyrir Reykjanesið. Í beiðni frá Landhelgisgæslu og Neyðarlínunni segir að þessi nýja ratsjá sé sett upp vegna nýrra laga um siglinga- leiðir. Hún þarf að draga allt að 40 sjómílur út af landinu og er því nauðsynlegt að hún nái sem hæst upp og segir í beiðninni að Þorbjörninn sé því eini staðurinn sem upp- fyllir þessi skilyrði. Undir hann verður steyptur sökkull sem verður einn fer- metri að flatarmáli og 40 sm rör verður fest ofan á hann. Beiðnin var samþykkt með þrem ur at kvæð um meiri- hluta, einn sat hjá en Pétur Breiðfjörð, fulltrúi Framsókn- arflokks, kaus gegn uppsetn- ingunni. Hann lagði fram bókun í fram- haldinu þar sem hann sagðist ekki geta með nokkru móti samþykkt uppsetningu ratsjár- innar í umhverfi Grindavíkur þar sem ekki liggi fyrir óháð mat á áhrifum ratsjárinnar á heilsu manna. Þorbjörn með Grindavíkurbæ í forgrunni. Loftmynd/Oddgeir Karlsson Ákveðið hefur verið að breyta heimsóknartíma fæðingadeildar- innar þannig að hann hefjist kl. 14 og sé til kl. 21. Með því að hafa tímann rýmri vonumst við til að fólk virði betur hvíldar- tíma kvennanna. Við viljum einnig vekja athygli fólks á því að ekki er ráðlegt að taka börn, önnur en systkini barnsins í heim- sókn þar sem skæður RS-vírus er nú í gangi. Annars er það helst að frétta héðan af deildinni að fæðingum hefur fjölgað í takt við fólksfjölgun á svæðinu og voru þær 247 á liðnu ári sem þýðir 24% fjölgun milli ára. Að lokum viljum við hvetja fólk til að fara inn á vef HSS og senda okkur póst ef þið hafið spurningar um hvaðeina er varðar deildina. Með kveðju, Anna Rut og Guðrún yfirljósmæður. Breyttur heimsóknar- tími á fæðingadeild HSS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.