Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Sími 892 8043 • lagseyla15@simnet.is Góð Gæði ehf. Smágröfuþjónusta • Volvo FL 610 Vörubíll • Bobcat A300 Hjólavél • Bobcat 3,7 tonn Beltagrafa Fleygur • Staurabor • Vökvaklemma • Gaffall Snjótönn • Fræsarasög • Sópur • Tiltskófla Mik il óá nægja rík ir með ástandið á Reykjanesbraut sem hefur lokast í óveðrum í vetur en það hefur skapast í kringum þær þrengingar sem eru við Voga, Grindavíkuraf- leggjara og við Innri Njarð- vík. Öryggi fólks er í hættu og Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu og Áhugahóps um örugga Reykjanesbraut segir að Vegagerðin verði að koma að málinu strax og gera ráð- stafanir, að minnsta kosti til bráðabirgða á meðan beðið er eftir útkomu úr nýju útboði. „Þetta er auðvitað skelfileg staða þegar Reykjanesbrautin er lokuð ítrekað vegna veðurs og ástæðan eingöngu tafir á framkvæmdum en viðskiln- að ur fram kvæmd ar að ila á braut inni er eina ástæða ástandsins eins verið hefur undanfarið. Ef þessi staða kallar ekki á séraðgerðir hjá Vegagerðinni þá veit ég ekki hvaða aðstæður aðrar það ættu að vera. Það er ljóst að snjó VEGAGERÐIN VERÐUR AÐ KOMA MEÐ SÉRAÐGERÐIR Stóreflis hnúfubakstarfur fannst rekinn upp í fjöru við Garðskaga fyrir helgi. Dýrið er rúmir 10 metrar á lengd hið minnsta og liggur á bakinu í fjöruborðinu. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta hafði finnandi sam- band við Hafrannsóknarstofnun Íslands sem ætlaði sér að skoða dýrið við fyrsta tækifæri. Skrokkur dýrsins er nokkuð heillegur, ekki leggur mikinn óþef af honum, og hann er víða settur hrúðurkörlum. Hnúfubakar hér við land eru jafnan um 12,5 til 13 metrar á lengd full- vaxnir, kýrnar þó nokkuð þyngri, og geta náð allt að 95 ára aldri. - sjá myndband af hvalnum á vf.is Fó taaðgerða stofan Borghildur Antonsdóttir löggiltur fótaaðgerðafræðingur Tímapantanir í síma 846 5681 Garðbraut 102 - Garði Hvalreki á Garðskaga VF-mynd: Þorgils Jónsson skefur og sest í skafla eingöngu þar sem framkvæmdir voru í gangi, þrengingar eru og skipt- ingar á milli akbrauta er um að ræða. Það er ljóst að Vega- gerðin verður að taka stöðuna út og bregðast þannig við með auka framkvæmdum svo að ástandið eins og í dag geti ekki orðið aftur. Bílar sitja fastir á þessum umræddu stöðum og stöðva aðra umferð m.a. flug- umferð þannig að allt situr fast. Auðvitað er maður svekktur yfir því að ekki skuli hafa náðst samningar við undirverktaka og lögðum við í áhugahópnum sérstaka áherslu á þessa samn- inga fyrir nokkrum vikum. En niðurstaðan úr þeim við- ræðum liggja fyrir og því er ekkert annað í stöðunni en að bregðast við og taka til hendi að forða hættum og lagfæra fram kvæmda staði þannig að eðlileg umferð geti kom- ist þar um. Ég trúi ekki öðru en fulltrúar Vegagerðarinnar komi strax með áætlun, sem þeir þá kynna opinberlega, í beinu framhaldi af viðburðum undanfarið,“ sagði Steinþór. Ástandið við þrengingar á Reykjanesbraut óásættanlegt: Umbætur við vegþrengingar á Reykjanesbraut voru í fullum gangi þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið um brautina í vikunni. Svona var umhorfs við Innri Njarðvík á laugardagskvöld. Er þetta boðlegt?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.