Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Lokið var við að koma far- þegum og áhöfnum, alls um 450 manns, frá borði þriggja flugvéla Icelandair og inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar klukkan rúmlega 10 á föstu- dagskvöld. Aðgerðir gengu vel þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Mjög hvasst var á flugvell- inum og lemjandi rigning. Far- þegar biðu í um fimm klukku- stundir eftir því að komast frá borði en ófært var til að leggja landgöngum flugsöðvarinnar að vélunum. Flugvallarstarfsmenn, flugör- yggisverðir, slökkvilið og lög- regla mynduðu óslitna röð frá dyrum flugvélanna og aðstoð- uðu fólkið við að komast að langferðabifreiðum sem flutti það að flugstöðinni. Þá aðstoðuðu flugvallarstarfs- menn farþega úr B-737 flug- vél JetX á leið frá Salzburg fyrir Primera Air sem lagt var á stæði við Leifsstöð síðdegis sl. laugardag. Flugvélin snerist skyndilega um fjórðung úr hring í vindhviðu þegar aka átti landgöngubrú upp að henni. Óskað var eftir aðstoð þar sem afgreiðsluaðili treysti sér ekki til þess að snúa vél- inni aftur vegna vinds. Flugvallarþjónustudeild Kefla- víkurflugvallar hreinsaði snjó og bar sand á flughlaðið svo hægt væri að ná farþegum frá borði. Slökkvilið myndaði skjól með slökkvibifreiðum upp við vélina og farþegar voru leiddir inn í flugstöðina um farangursflokkunarsal á fyrstu hæð. Landgangan gekk vel og voru allir 169 far- þegarnir og 7 manna áhöfn komin frá borði um kl. 20. Miklar vindhviður voru á flug- vellinum og snerist flugvélin enn frekar skömmu eftir að farþegar fóru frá borði og vís- aði þá þvert á landganginn. Er færi gafst var flugvélinni snúið og hún flutt á hentugra stæði. Ekkert tjón virtist hafa hlotist af. Fram kom hjá farþegum og áhöfn að flugvélin hafi snúist rólega þar sem enginn af far- þegum og flugfreyjum varð var við að flugvélin snerist. 450 farþegum bjargað eftir fimm tíma á flughlaði - þota Primera Air snerist í vindhviðu Eitt mesta óveður sem gengið hefur yfir Ísland frá árinu 1991: Gríðarlegt vatnsveður og illviðri var á Keflavíkurflugvelli á föstudagskvöldið þegar þessar myndir voru teknar. Björgunaraðgerðir tókust vel. Sjá einnig myndir í vefsjónvarpi á vef Víkurfrétta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.