Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 12
12 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR For varn ar- og með ferð- arteymi Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja er teymi sérfræðinga sem vinnur með börn og fjölskyldur þeirra frá fæðingu að 10 ára aldri. Meginmarkmið teymisins er að miða að því að koma í veg fyrir að sálfélagslegir örðug- leikar þróist hjá börnum. Teymið var sett á laggirnar af HSS fyrir rúmum tveimur árum en innan þess eru tveir sálfræðingar, Hrund Sigurð- ardóttir og Funi Sigurðarson, og félagsráðgjafinn Elsa Inga Konráðsdóttir. Nú taka öll sveitarfélögin á Suðurnesjum þátt í að reka teymið sem gerir hópnum kleift að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu. „Þegar við tölum um sálfé- lagslegan vanda eigum við við hegðunarvanda, kvíða, depurð, samskiptavanda og þess háttar,“ segir Hrund. „Við byrjum strax á meðgöngu að sinna foreldrum og leggjum aðaláherslu á aldurinn frá fæðingu til tveggja ára. Við reynum að sjá hættumerkin og einkenni depurðar eða kvíða á meðgöngu til að geta gripið inn í sem fyrst.“ Hrund segir teymið vera í samvinnu við mæðra- og ung- barnavernd HSS sem leggur spurningalista fyrir foreldra og vísar viðkomandi til teym- isins ef hættumerkja verður vart. Teymið býður upp á ein- staklingsviðtöl, fjölskylduvið- töl, ráðgjöf og námskeið. „Í raun taka allir sem koma að börnum þátt í þessu verkefni því kennarar, skólahjúkrun, fræðsluskrifstofa, leikskólar og félagsþjónusta geta vísað til okkar málum auk þess sem foreldrar leita beint til okkar í auknum mæli. Þar eru allt frá mjög vægum vandamálum upp í mjög alvarleg vanda- mál.“ Ekki er hægt að segja annað en að viðbrögðin hafi verið góð því á rúmum tveimur árum hefur teymið fengið um 330 tilvísanir og nú fá þau um 20-30 tilvísanir á mánuði. Segir Hrund að nú sé verið að vinna að því að fá iðjuþjálfa til liðs við hópinn en einn slíkur hætti störfum hjá þeim um áramót. Námskeið byggð á Hugrænni atferlismeð- ferð (HAM) For varn ar- og með ferð- arteymið stendur fyrir ýmsum námskeiðum og má þar á meðal nefna námskeið fyrir börn þar sem hugræn atferlis- meðferð er notuð til að bregð- ast við kvíðaeinkennum. Hrund segir að nú sé að fara í gang námskeið fyrir mæður sem sýna einkenni depurðar eða kvíða eftir fæðingu. „Þetta er í annað skiptið sem við erum með þetta námskeið og það reyndist mjög vel síðast. Námskeiðið byrjar þann 25. febrúar og verður í Kirkju- lundi í Reykjanesbæ. Þetta er 10 vikna námskeið þar sem við hittumst einu sinni í viku og förum í gegnum ákveðið prógram sem byggir á hug- rænni atferlismeðferð, þar förum við yfir einkenni fæð- ingarþunglyndis og hvað sé til ráða.“ Jafnan er fólki beint til teym- is ins með þeim miðl um sem hér hafa komið fram en Hrund biður þær konur sem finna fyrir einkennum fæðing- arþunglyndis og hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu að hafa samband, annað hvort í síma HSS, 422 0500, eða póst- fanginu gosa@hss.is. Mikill vöxtur í starfsemi Forvarnar- og meðferðarteymisins á HSS KYNNING Á STARFSEMI HEILBRIGÐISSTOFNUNAR SUÐURNESJA Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar afgreiddi á fundi sínum þann 4. febrúar sl. sex ný leyfi til daggæslu barna í heimahúsum og eru því 29 starfandi dagforeldrar í Reykjanesbæ í dag. Þar af eru sjö á Vallarheiði en þar er mikill fjöldi íbúa með ung börn. Alls hafa þessir 29 dag- foreldrar leyfi til daggæslu 138 barna. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi verktakar en leyfis- veitingar og eftirlit er hjá Fjöl- skyldu- og félagssviði Reykja- nesbæjar. Vegna mikilla fjölg- unar í bæjarfélaginu síðustu misseri vantar enn dagforeldra til starfa hjá Reykjanesbæ, segir á heimasíðu bæjarfélagsins. DAGFORELDRUM FJÖLGAR Reykjanesbær: Funi, Hrund og Elsa Inga mynda Forvarnar- og meðferð- arteymið. VF-mynd/Þorgils ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, Gunnar Ingi Ingimundarson, Faxabraut 31b, Keflavík, lést á Líknardeild Landsspítalans 10. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 19. febrúar kl. 14:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast Gunnars er bent á styrktarreikning í Sparisjóði KeflavÌkur 1109-05-412412, kt:030268-5129. Linda Gústafsdóttir, Sara María Gunnarsdóttir, Egill Ragnar Brynjarsson, Guðjón Ingi Gunnarsson, Unnur Ágústa Gunnarsdóttir, Sverrir Svanhólm Gunnarsson, Ragna Kristín Árnadóttir Unnur Guðjónsdóttir, Sverrir Jónsson, Gústaf Adólf Ólafsson, systkini og fjölskyldur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.