Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Nýtt og glæsilegt björgunarskip Sigurvonar er komið til Sandgerðis. Skipið sem er að gerð- inni Arun er smíðað úr plasti og ber nafnið Hannes Þ. Hafstein. Hannes var smíðaður í Bretlandi fyrir breska björgunarbátafélagið R.N.L.I árið 1975. Þar var hann notaður sem björgunarskip þar til skipið kom til Íslands árið 1999 til Grindavíkur og þaðan til Sand- gerðis. Til gamans má geta að jómfrúarferð Hannesar var farin nú á dögunum í ágætis veðri þegar Knolli GK-3 var dreginn í land í Sandgerði, en Knolli var með veiðarfæri föst í skrúfunni um 1 sjómílu sunnan við Stafnes. Vel gekk að koma taug á milla bátanna og gekk ferðin heim vel. Björgunaraðgerðin tók um tvær og hálfa klukkustund. Nýtt björgunarskip í Sandgerði Hannes Þ. Hafstein í höfninni í Sandgerði. Ljósmynd: 245.is Bifreið var ekið útaf Reykjanesbraut, skammt frá Fitjum, um kl. 20 á sunnudagskvöld. Tveir aðilar voru í bifreiðinni og sluppu þeir án teljandi meiðsla, en bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið. Ökumaður hafði misst stjórn á bifreiðinni í hálku, en mjög hált var á götum bæjarins á þessum tíma. Óhapp við Fitjar Frá slysinu á sunnudagskvöld. Sagnakvöld verður haldið á Flösinni í kvöld, fimmtudag, kl. 20, en þessi uppákoma er hluti af hátíðardagskrá vegna 100 ára afmælis Garðs. Á þessu sagnakvöldi verður skyggnst inn í mannlífið í Garðinum en margt hefur breyst í Garði á skömmum tíma. Þeir Ásgeir Hjálmarsson frá Nýjalandi, Hörður Gíslason frá Sólbakka og Gylfi Guð- mundsson sem bjó í Gerða- skóla um tíma munu segja sögur af fólki, skemmtilegum uppákomum og lífinu í Garði. Sögumenn eiga það sameigin- legt að hafa alist upp í Garð- inum og búið hér í einhvern tíma og frásagnir þeirra end- urspegla samfélagið í Garði í gegnum tíðina. Það er því fróð- legt og skemmtilegt fyrir Garð- búa og aðra gesti á öllum aldri að heyra sögur kvöldsins. Sagnakvöldið er annar afmæl- isatburður ársins en Garð- búar geta fagnað hundrað ára afmæli bæjarins á skemmti- legum viðburðum í hverjum mánuði ársins 2008. Menning: Sagnakvöld í Flösinni

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.