Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 18
18 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Uppbyggingunni í kringum Keili og þekkingarmiðstöð- ina á Vallarheiði ætlar seint að linna og eru sí fellt að koma fram nýjar og ferskar hugmyndir sem verða senn að veruleika. Ein sú nýjasta varðar nám á heilbrigðissviði, eða nánar til tekið í hjúkrunarfræði og námsbrú fyrir sjúkraliða, sem Íþrótta-, heilsu- og heil- brigðisklasi Keilis vinnur nú að og er stefnt að því að hefja kennslu strax næsta haust. Námið verður væntanlega vottað af Háskóla Íslands, sem er stærsti hluthafi Keilis, en þar á milli hefur verið gott samstarf þar á milli að sögn Stefaníu Katrínu Karlsdóttur, framkvæmdastjóra íþrótta-, heilsu- og heilbrigðisklasa. Er nú verið að vinna að frekari útfærslu á skipulagi og vottun náms hjá Keili. Stefanía tók við starfi fram- kvæmdastjóra um síðustu ára- mót og segir hún í samtali við Víkurfréttir að möguleikarnir fyrir nám á heilbrigðissviðinu séu miklir hér á Suðurnesjum. „Staðan er þannig að margar kannanir sýna að það er mik- ill skortur á mannafla á þessu sviði. Það er talið að um 700 hjúkrunarfræðinga vanti hér á landi og annað eins af sjúkra- liðum þannig að við erum að tala um mikla eftirspurn sem núverandi menntakerfi annar ekki.“ Eitt lykilatriðið á bak við tæki- færin á heilbrigðissviðinu er aðstaðan til verklegrar kennslu og starfsþjálfunar á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja sem Stef- anía segir að hafi gríðarlega góða innviði til að taka á móti nemum. Hjá stjórnendum HSS hafi þau í Keili einnig mætt miklum velvilja við undirbún- inginn og augljóst sé að þar sé mikil geta og framsækni. „Þetta er allt á vinnslustigi hjá okkur eins og er en við stefnum engu að síður á að hefja kennslu nú í haust. Við erum nú að skipuleggja náms- brautirnar, bæði framhalds- skólastigið og háskólastigið, en við erum líka að skipuleggja námsbrú fyrir starfandi sjúkra- liða sem vilja halda áfram upp í háskólanám.“ Að sjálfsögðu er líka beðið eftir samþykki menntamála- ráðuneytisins, en Stefanía segir að eðlilegt sé að ríkið komi að náminu með fjárframlögum þegar horft er til atburða á Suðurnesjum síðustu miss- erin. „Hér misstu hundruð manna atvinnuna þegar her- inn fór, en síðan þá hefur ríkið tekið inn gríðarlegar fjárhæðir af svæðinu í sölu á eignum. Fyrir hlut sinn í Hitaveitu Suð- urnesja fékk ríkið á áttunda milljarð króna og enn meira fyrir eignirnar sem seldar voru á Vallarheiði þannig að okkur finnst eðlilegt að í stað- inn verði komið til móts við svæðið í þessu samfélagsmáli og við höfum fengið góð við- brögð hingað til.“ Ef allt gengur að óskum segir Stefanía að í fyrstu sé stefnt að því að bjóða upp á nám fyrir sjúkraliða til undirbúnings fyrir háskólanám og er það á framhaldsskólastigi. Einnig er markmiðið að bjóða upp á fyrstu tvö árin í hjúkrunar- fræðinámi. „Það er líka okkar hugmynd að bjóða upp á nám með öðrum áherslum en ann- arsstaðar og þá jafnvel með meiri sérhæfingu í huga.“ Stef- anía leggur einnig áherslu á að efla íþróttafræðina og segir slíkt nám eiga mikla framtíð fyrir sér hér á Suðurnesjum. Reynsla Stefaníu af starfinu hér í Reykjanesbæ hefur komið henni skemmtilega á óvart þar sem hér er gengið hratt og ör- ugglega til allra verka. Þá sé kraftur og stuðningur bæjaryf- irvalda góður og mikilvægur. Hún hefur unnið náið með Hjálmari Árnasyni og Runólfi Ágústssyni sem hafa báðir mikla reynslu af skólamálum líkt og Stefanía, sem var rektor Tækniháskóla Íslands á ár- unum 2002 til 2005. Tækifærin í menntun liggja að hennar sögn á mörgum sviðum, t.a.m. varðandi orku- fræði, frumkvöðlastarfsemi og við leikskólakennaramenntun sem er verið að þróa í sam- vinnu við Margréti Pálu hjá Hjallastefnunni, svo eitthvað sé nefnt. „Þekkingarstarfsemi er til mik- illa bóta fyrir samfélagið allt á Suðurnesjum,“ segir Stefanía að lokum. „Aukin þekking smitast út í atvinnulífið sem smitar svo enn frekar inn í samfélagið og eflir það. Hér er verið að vinna gott starf og öflugt og það má segja að það sem einkennir það er að hér eru engin vandamál. Bara verk- efni og tækifæri til framtíðar.“ ������������������������ ������������������������������ ������ ��������������������� ���������������������� ����� Keilir: Vilja bjóða upp á nám í heilbrigðis- og íþróttafræðum Bæjarráð Sandgerðisbæjar gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum á þriðjudag: „Bæjarráð Sandgerðisbæjar skorar á samgönguráðherra og Vegagerðina að grípa til taf- arlausra aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda á Reykjanes- brautinni. Það er óþolandi að þessi lífæð Suðurnesjamanna og tenging höfuðborgarsvæðis- ins sem og landsins alls við al- þjóðaflugvöll sé ítrekað lokuð vegna ófullnægjandi viðskiln- aðs verktaka. Það er ekki hægt að sætta sig við að öryggi veg- farenda um Reykjanesbraut skuli vera takmarkað. Það þarf að grípa til aðgerða strax til að bæta hér úr." Sandgerði vill tafarlausar aðgerðir á Reykjanesbraut

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.