Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 14. FEBRÚAR 2008 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Dagur um málefni fjölskyld- unnar í Reykjanesbæ verður haldinn laugardaginn 16. febrúar 2008 í Bíósal Duus húsa kl. 11 - 13:00. Tilgangurinn er að hvetja íbúa til umræðu um málefni fjöl- skyldunnar á líðandi stundu en einnig verða veittar viður- kenningar til fyrirtækja/stofn- anna sem taka tillit til þarfa fjölskyldunnar. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Árni Sigfússon bæjarstjóri sem fjallar um fjölskylduvænt samfélag, hjónin Sigríður B. Guðjónsdóttir og Skúli S. Ólafsson fjalla um hvernig samræma má fjölskyldulíf og starfsframa, Sigurbjörg Dag- mar Hjaltadóttir ráðningar-, og starfsþróunarstjóri Intrum sem hlotið hefur viðurkenn- ingu fyrir fjölskylduvænt fyrir- tæki segir frá fjölskyldustefnu Intrum og Jónína Ágústsdóttir skólastjóri Akurskóla veltir því fyrir sér hvort viðurkenningar skipti máli. Dagskrá lýkur með viðurkenn- ingu til fjölskylduvænna fyr- irtækja og stofnana í Reykja- nesbæ 2008 en að því loknu verður boðið upp á léttar veit- ingar. Dagskráin er öllum opin og er foreldrum velkomið að taka börnin með. Reykjanesbær: Dagur um málefni fjölskyldunnar Dagana 15. til 17. febrúar nk. standa Samtök íslenskra skólalúðrasveita, SÍSL, og Tónlistarskóli Reykjanes- bæjar fyrir landsmóti skóla- lúðra sveita. Þetta mót er ætlað eldri skólalúðrasveitum og eru þátttakendur liðlega 300 talsins, flestir á aldrinum 14-20 ára og koma alls staðar að af landinu. Hópnum verður skipt upp í 3 stórar lúðrasveitir, auk þess sem slagverksnemendur æfa sérstaklega undir stjórn hins heimsfræga bandaríska slag- verksleikara Thom Hannum, en hann kem ur gagn gert hingað til lands til að kenna og æfa slagverksnemendur á landsmótinu. Thom, sem er kennari við University of Massachusetts, er m.a. þekktur fyrir aðild sína að hinni mögn- uðu sýn ingu „Blast-show“ en hann hefur sérhæft sig í þjálfun göngu-slagverks- sveita sem þjálfaðar eru sem sérstök sýningaratriði, m.a. á tónleikum og íþróttaleikjum og hefur verið fenginn til að halda námskeið víða um heim, m.a. í Kanada, Asíu og víða í Evrópu. Stjórnendur hljómsveitanna koma einnig gagn gert frá Bandaríkjunum til að æfa hljómsveitirnar og eru þeir allir þekktir lúðrasveitastjórn- endur þar í landi. Mótsgestir munu gista í Holta- Landsmót skóla- lúðrasveita skóla, en æfingar fara fram í A-sal Íþróttahússins við Sunnu- braut, í sal og íþróttasal Myllu- bakkaskóla og í sal Tónlistar- skólans við Austurgötu. Mótssetning fer fram við hátíð- lega athöfn í Íþróttahúsinu við Sunnubraut föstudagskvöldið 15. febrúar kl. 21.00. Lands- mótstónleikarnir verða svo einnig í Íþróttahúsinu, sunnu- daginn 17. febrúar kl. 12.30 en að þeim loknum fara fram mótsslit. Tónleikarnir verða einkar glæsilegir, sérstaklega í ljósi þess að um óvenju stórar og vel skipaðar lúðrasveitir er að ræða, miðað við það sem þekk- ist hérlendis. Auk þess mun sérstök slagverkshljómsveit skipuð slagverksnemendum lúðrasveitanna, koma fram undir stjórn Thom Hannum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Samgöngur á Suð- urnesjum fóru meira eða minna úr skorðum fyrir síðustu helgi vegna storms og ofankomu sem var þvílík að Suð- urnesjamenn hafa vart séð annað eins í langan tíma. Bílar sátu fastir um víðan völl og strætó hætti að ganga. Helst voru það fótgangandi veg- farendur sem komust leiðar sinnar á föstu- daginn enda voru margir tilneyddir til að fara á tveimur jafn- fljótum eftir af hafa fest farartæki sín. Ellert Grétarsson tók þessar stemmn- ingsmyndir úr kóf- inu í Reykjanesbæ á föstudaginn. Fannfergi og ófærð

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.