Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 27
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 14. FEBRÚAR 2008 27STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali - Hafnargata 27 - 230 Keflavík s: 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393 - Netfang: asberg@asberg.is Baugholt 19, Keflavík Rúmgott og vel staðsett 138m2 einbýli með 46m2 bílskúr. Húsið er með 4 svefnherbergum. Sólpallur vel afgirtur. Stutt í alla þjónustu skóla, verzlun og íþróttamiðstöðvar. 34.800.000 Baugholt 29, Keflavík Mjög gott 199 m2 einbýlishús í rólegu og grónu hverfi, 4 svefnherb, parket, flísar og marmari á gólfum. Nýlegt þak, forhitari á miðstöðvarkerfi. Glæsilegur garður og vel við haldinn. Fallegt hús á góðum stað. 39.000.000 Langholt 16, Keflavík Mjög vel staðsett og gott 151m2 einbýli með 4 svefnherbergjum ásamt 44m2 bílskúrs. Parket og flísar á gólfum. Mikið búið að endurnýja þ.á.m. skolp, neyslu- vatnsl. miðstöðvarl. og þak ásamt fleiru. 39.000.000 Heiðarbraut 19, Keflavík Stórt og gott 188m2 einbýli ásamt bílskúr. Í húsinu eru 4 svefnherbergi, nýjar eikar innihurðir og eikar parket. Steypt bílaplan með bomanik. Stutt í skóla og alla þjónustu. 37.000.000 Hringbraut 91, Keflavík Stór og góð 4ra herbergja 92m2 n.h. með sérinngangi. Húsið klætt að utan með Steni klæðningu. Búið að endunýja mikið að innan, þ.e.a.s. nýjar innréttingar, lagnir, hurðar og gólfefni. Miðstöðvarlögn úr eir. 13.200.000. Suðurgata 36, Sandgerði Falleg 4ra herb.íbúð á efri hæð í fjórbýli. Parket og fataskápar í öllum herb., flísar á eldhúsi og baðherbergi, fallegar innréttin- gar. Gott lán með 4,15% vöxtum fylgir. 18.100.000 asberg.is Langholt 21, Keflavík Gott 168m2 einbýli ásamt bílskúr, nýlegur sólpallur með heitum potti. Húsið er vel staðsett, stutt í alla þjónustu. Hús sem er vel viðhaldið, nýleg eldhúsinnrétting. Uppl. á skrifst. Faxabraut 59, Keflavík Gott 179m2 einbýli á tveimur hæðum með 38m2 bílskúr. Það eru 5 svefnherbergi í húsinu, húsið er á pöllum, búið að endurnýja skolplögn. Stutt í alla þjónustu. 39.000.000 LÓÐ Á FLUGÞJÓNUSTUSVÆÐI Flugmálastjórnin Keflavíkurflugvelli auglýsir lausa til umsóknar lóðina Blikavöllur 1. Lóðin er á svonefndu skipulagssvæði A á flugþjónustusvæðinu á Keflavíkurflugvelli, vestan Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er merkt D3 á skipulagsuppdrætti. Lóðin er ætluð til byggingar þjónustuhúss fyrir snyrtilega starfsemi sem tengist flugsækinni starfsemi samkvæmt skipulagsskilmálum svæðisins. Skipulagsuppdrátt og skipulagsskilmála má nálgast á vef Flugmálastjórnarin- nar Keflavíkurflugvelli, www. kefairport.is, svo og umsóknareyðublöð. Umsóknum skal skila til skrifstofu Flugmálastjórnarinnar Keflavíkurflugvelli, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli fyrir 22. febrúar n.k. Keflavíkurflugvelli, 7. febrúar 2008 Flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli. Börnin okkar alast upp í miklu tæknivæddari heimi en við sjálf gerðum. Tilkoma hinna nýju miðla, Internets og GSM, hefur b æ t t n ý r r i vídd við veru- l e i k a b a r n a okkar. Sýndar- veruleikinn er því stór hluti þ e s s h e i m s sem börn okkar alast upp í, allt frá fyrstu bekkjum grunn- skóla. Þessi nýju miðlar hafa sínar góðu og slæmu hliðar og nauðsynlegt er að kenna börnum að fóta sig á Netinu. Margir foreldrar finna samt til vanmáttar gagnvart allri þeirri nýju tækni, sem börnin virðast yfirleitt hafa betri tök á en fullorðna fólkið. En við getum ekki skorast undan ábyrgð. Börn þurfa leiðsögn, einkum er varðar góða um- gengni, samskiptareglur og að forðast hættur sem leyn- ast víða á Netinu. Foreldrar geta lært betur á tæknina og þannig notið betur með börnum sínum þess skemmti- lega og góða sem Netheimar bjóða upp á. Á næstunni, eða frá og með 20. febrúar nk. verður börnum í 4. og 6. bekk og foreldrum þeirra í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar, boðið á morg- unfundi í sínum skóla. Þar verður farið yfir ýmsa þætti öruggrar netnotkunar. Munu Hafþór Birgisson, forstöðu- maður Fjörheima og 88-Húss- ins, og Kristján Freyr Geirsson lögreglumaður, stjórna þeim fundum. Í framhaldinu verður boðað til kvöldfundar þar sem áhugasömum foreldrum er boðið upp á frekari stuðning og kennslu í að halda utan um tölvunotkun barna sinna. Skv. eig in reynslu og fjöl- mörgum samtölum við for- eldra, þá eru langflestir for- eldrar að kljást við ýmis mál sem tengjast tölvunotkun á sínum heimili. Allt of oft eru dæmi um vanmátt, togstreitu og jafnvel átök milli foreldra og barna vegna þessa. Leið- sögn okkar til barnanna er nauðsynlegur hluti af uppeld- inu. Því hvet ég alla foreldra til að grípa þetta tækifæri til fræðslu og stuðnings, og taka þátt þegar þeim berst boð á slíkan fund. Með kærri kveðju, f.h. FFGÍR-Foreldrafélög og foreldraráð grunnskól- anna í Reykjanesbæ Ingibjörg Ólafsdóttir Örugg netnotkun barna - fræðsla fyrir foreldra - Ingibjörg Ólafsdóttir skrifar: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar: Dagana 18. til 22. febrúar verður haldin hin árlega Þemavika Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Yfirskrift Þemavikunnar að þessu sinni er „Spilað út í bæ“. ÞEMAVIKA Eins og yfirskriftin gefur til kynna, þá munu nemendur og kennarar skólans verða á faraldsfæti um bæinn og halda stutta tónleika í fyrirtækjum og stofnunum í Reykjanesbæ. Þeir nemendur skólans sem verða á ferðinni með hljóðfæri sín, eru nemendur á grunnskólaaldri.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.