Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.02.2008, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 21.02.2008, Blaðsíða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR www.kaffitar.is Kaffitár hefur með frumkvæði og forystu lagt sitt af mörkum til fjölbreytileikans í kaffilífi þjóðarinnar. Megin áhersla Kaffitárs er að gera vel við kaffibændur sem og viðskiptavini sína - og að gera alltaf betur. Grundvöllur þess er vitanlega ástríða okkar að finna og framleiða hið allra besta úrvalskaffi og leyfa öðrum að njóta þess. Bílstjóri: Starfssvið : Dreifing á kaffi og vörum Kaffitárs í fyrirtæki og verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Áfyllingar og framsetningar á kaffi í matvöruverslunum. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf sem býður upp á góða möguleika fyrir þann sem vill vinna í góðu teymi. Hæfniskröfur: Lipurð, þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfileikar. Skriflegum umsóknum má skila með tölvupósti á bjorn@kaffitar.is eða senda til Kaffitárs Stapabraut 7, 260 Reykjanesbæ. Frekari upplýsingar veitir Björn Kjartansson í síma 420 2712. -leggur heiminn að vörum þér LÓÐ Á FLUGÞJÓNUSTUSVÆÐI Flugmálastjórnin Keflavíkurflugvelli auglýsir lausa til umsóknar lóðina Blikavöllur 1. Lóðin er á svonefndu skipulagssvæði A á flugþjónustusvæðinu á Keflavíkurflugvelli, vestan Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er merkt D3 á skipulagsuppdrætti. Lóðin er ætluð til byggingar þjónustuhúss fyrir snyrtilega starfsemi sem tengist flugsækinni starfsemi samkvæmt skipulagsskilmálum svæðisins. Skipulagsuppdrátt og skipulagsskilmála má nálgast á vef Flugmálastjórnarin- nar Keflavíkurflugvelli, www. kefairport.is, svo og umsóknareyðublöð. Umsóknum skal skila til skrifstofu Flugmálastjórnarinnar Keflavíkurflugvelli, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli fyrir 22. febrúar n.k. Keflavíkurflugvelli, 7. febrúar 2008 Flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli. Spennandi matseðill verður í boði í Lava, veitingasal Bláa Lónsins í tilefni Food and fun hátíðarinnar. Matseðillinn sem verður í boði dagana 23. og 24. febrúar byggir m.a. ný norrænni nálgun við matargerðarlist. Sér- staða matseðilsins felst í því að hann byggir að mestu leyti á hráefni sem upprunnið er á Norðurlöndunum. Aðalsteinn Friðriksson, yfirmatreiðslumeistari Bláa Lónsins, segir matseðilinn byggja á nær- tæku hráefni og frumlegri nálgun sem skilar sér í spennandi réttum. „Ný norræn matar- gerðarlist á miklum vinsældum að fagna enda byggir hún á fersku og góðu hráefni sem er upprunið á norrænum slóðum. Við leggjum mikinn metnað í að bjóða gestum okkar allt það nýjasta í matargerðarlist og það er ánægju- legt hér á veitingstaðnum Lava að vera með skemmtilegan matseðil í tilefni Food and fun,“ segir Aðalsteinn. Norræn matargerðarlist í Lava við Bláa lónið Í tilefni Food and fun: Mikið er um að vera á veitingastaðnum Primo í Reykjanesbæ um helgina, en þar verður meist- arakokkurinn Rúnar Marvinsson gestakokkur á föstudag og laugardag. Þessi uppákoma er undir yfirskriftinni „Matur og Fjör“ og er í tengslum við Food and Fun hátíðina sem er á Höfuðborgarsvæðinu um helgina. Rúnari til aðstoðar er Bjartmar Guðmundsson og vera þeir með kræsilegan þriggja rétta mat- seðil. Hann samanstendur af koníaksbættu humarseyði, innbakaðri saltfiskmús með humarhala og loks franskri andarbringu í app- elsínusósu. Þá má ekki gleyma óvæntum eftir- rétti að hætti kokkanna. Þess má einnig geta að þeir verða líka með kjöt- veislu matseðil í boði. Á laugardagskvöld verður svo sérstakt Primo- partý í boði Viking Lite þar sem haldið verður upp á nýjan opnunartíma um helgar, en héðan í frá verður leyft að hafa opið til kl. 4.30 eins og aðrir staðir í bænum. Matur og Fjör á Primo um helgina

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.