Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.02.2008, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 21.02.2008, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR jbo@vf.is Íþróttapósturinn er Kristinn hættur hjá Keflavík Kristinn Guðbrandsson hefur látið af störfum sem aðstoðar- þjálfari knattspyrnuliðs Kefla- víkur. Kristinn vildi ekki tjá sig um ástæður afsagnarinnar í samtali við Víkurfréttir. Krist- inn var aðstoðarþjálfari Krist- jáns Guðmundssonar þegar Keflvíkingar urðu VISA bikar- meistarar með 2-0 sigri gegn KR árið 2006. „Það er ekki gaman að yfirgefa leikmannahópinn og þjálfara- liðið en ég hef tekið ákvörðun og stend við hana,“ sagði Krist- inn við Víkurfréttir en þegar hefur hann orðið var við áhuga annarra félaga en hann ætlar sér ekki á önnur mið strax. „Spurning um að upplifa það einu sinni á ævinni að eiga sum- arfrí,“ sagði Kristinn sem gerði garðinn frægann í varnarlínu Keflavíkur áður en hann varð hluti af þjálfarateymi liðsins. Yfirburðir ÍRB á Gullmóti KR Sundlið ÍRB sigraði á Gullmóti KR með yfirburðum um síð- ustu helgi. Lið ÍRB hlaut 1447 stig í 1. sæti en í 2. sæti hafnaði KR með með 731 stig og í 3. sæti SH með 602 stig. Lið ÍRB tók forystuna strax frá fyrstu sundum á föstudeginum og hélt henni til loka mótsins án þess að nokkuð lið gæti ógnað þeim. Sundmennirnir voru heilt í gegn að synda mjög vel og sýndu margir hverjir frábærar framfarir. Þó sérstak- lega yngri sundmennirnir sem fóru gjörsamlega á kostum í mörgum greinum. Eldri sund- mennirnrir voru líka að koma með frábær sund þrátt fyrir stífar æfingar en þeirra aðal- mót er IM 50 í apríl og miðast æfingar við að ná besta árangri þar. Tveir sundmenn náðu þó lagmörkum inn í unglinga- landslið SSÍ fyrir keppnisferð til Lúxemborgar. Það voru þau Jóna Helena Bjarnadóttir og Gunnar Örn Arnarson og bæt- ast þau nú í hópinn með Soffíu Klemenzdóttur. Fjör á Samkaupsmóti Samkaupsmót Keflavíkur í 7. flokki drengja í knattspyrnu fór fram í Reykjaneshöll um síð- ustu helgi. Fjölmörg lið sendu iðkendur til keppni og lögðu margir aðstandendur leið sína í mótið. Mótahald Keflavíkur í knattspyrnu fyrir yngri flokka hefur verið töluvert síðustu vik- urnar og er vel af þeim látið. 14 ára körfuboltadómari - Ísak Kristinsson fetar í fótspor föðurs síns Páll Axel Íþróttamaður Grindavíkur 2007 Körfuknattleiksmaðurinn Páll Axel Vilbergsson var á þriðjudag útnefndur Íþrótta- maður Grindavíkur fyrir árið 2007. Knattspyrnumaðurinn Scott Ramsay varð annar í kjör- inu og Þorleifur Ólafsson liðs- félagi Páls í Grindavíkurliðinu varð þriðji í kjörinu. Páll Axel er fyrirliði Grinda- víkur sem leikur í Iceland Ex- press deild karla og vermir um þessar mundir 2. sætið í deildar- keppni úrvalsdeildar. Páll er leið- togi á velli og hefur m.a. orðið Íslands- og bikarmeistari með Grindvíkingum og leikur stórt hlutverk hjá íslenska A-landslið- inu sem í haust vann magnaðan heimasigur með flautukörfu gegn Georgíumönnum. Páll Axel hefur leikið 18 deildarleiki með Grindavík á þessari leiktíð og gerir að jafnaði 22,1 stig að meðaltali í leik en Páll Axel er á sínu fjórtánda ári í úrvalsdeild karla og á sínu þrettánda ári með Grindavík en hann lék eina leiktíð með Skallagrím í Borg- arnesi. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og þannig er í pottinn búið hjá þeim Kristni Óskarssyni og Ísaki Kristins- syni körfuknattleiksdómurum. Feðgarnir eru körfuknatt- leiksunnendur inn að beini og um síðustu helgi voru þeir saman dómarapar í Njarðvík þegar heimamenn tóku á móti Tindastól í 1. deild kvenna. Sá leikur var fyrsti meistaraflokks- leikurinn sem Ísak dæmdi en hann er aðeins 14 ára gamall og er nemandi í 9. bekk við Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þrátt fyrir ungan aldur er Ísak enginn nýgræðingur en hann hefur dæmt 63 mótsleiki og tekur dómarastarfið alvarlega. „Ég byrjaði að suða í pabba um að fá að fara með honum á leiki þegar ég var um 8 ára. Hann vildi ekki alltaf að maður kæmi með í öll verkefnin en ég fór t.d. síðast með honum í Stykk- ishólm og fer á alla leiki með honum sem ég get og það líður vart sá dagur að við tölum ekki um dómgæslu,“ sagði Ísak en þessum unga manni er margt til lista lagt. Ísak æfir einnig körfu- bolta með Keflavík og golf hjá GS og svo lærir hann á trompet í tónlistarskólanum á veturna og vílar því ekki fyrir sér að blása hraustlega í eitt stykki dóm- araflautu. „Við fengum t.d. video af Njarð- víkurleiknum um síðustu helgi og við pabbi fórum saman í gegnum leikinn og fórum yfir hvað mátti gera betur og hvað hafi verið vel gert,“ sagði Ísak sem dæmt hefur með fleiri dómurum úr úrvalsdeildinni en Kristni föður sínum. Hann segir það vera einn af lyklunum að árangri í dómgæslustarfinu að dæma með alvöru mönnum. Metnaðurinn er til staðar og segir Ísak að stefnan sé að slá öll dómaramet föður síns og nú þegar fyrsti meistaraflokksleik- urinn er kominn verður það tím- inn sem mun leiða í ljós hvort annar fyrsta flokks körfubolta- dómari af Suðurnesjum sé í fæð- ingu. En hvað segir lærifaðirinn og pabbinn um dómarann Ísak? „Ísak er búinn að sýna dóm- gæslu mikinn áhuga núna í tvö ár og ég hef verið að streitast aðeins á móti og vildi ekki að hann færi út í þetta þegar hann byrjaði að sína þessu áhuga. Mér fannst þetta neikvæða sem fylgir starfinu eitthvað sem væri ekki fyrir börnin mín en ég skynjaði fljótt að ekki yrði aftur snúið með þetta,“ sagði Krist- inn en dómgæslan hefur veitt honum sjálfum aga og knúið hann til að vera stöðugt með sjálfan sig í þróun. „Þá hef ég fengið að ferðast sem dómari og kynnst fólki úti um alla heim sem er eitthvað sem ég vil fyrir börnin mín. Ísak mun þurfa ei- lífan saman burð við mig, pabbi hitt og pabbi þetta, en við erum frekar ólíkir. Hann er mýkri maður en ég og ekki jafn hvass og harður en hefur reyndar meiri samskiptahæfileika en ég og er duglegur að spyrja og læra,“ sagði Kristinn. „Að dæma sinn fyrsta meistara- flokksleik 14 ára er mjög ungt en ég verð að segja að hann var mun betri en ég átti von á. Hann tók enga mjög slæma ákvörðun í leiknum og dæmi ég nú oft með dómurum sem taka mjög slæmar ákvarðanir.“ Pabbinn hefur gefið syni sínum svigrúm til þess að átta sig sjálfur á dómgæslunni en Ísak er duglegur að bera sig eftir aðstoð- inni og ræðast þeir feðgar mikið við. „Leiðin til að verða góður dómari er sú að þú verður að al- ast upp í íþróttinni og þú verður að spila íþróttina í a.m.k. 6-10 ár. Hann verður að halda áfram að æfa og elska körfubolta, þetta er ekki hægt öðruvísi,“ sagði Kristinn. Sjálfur var Ísak nú lítið stressaður þegar hann dæmdi sinn fyrsta meistaraflokks um síðustu helgi. „Það kom nú reyndar smá skjálfti í mig þegar ég sá íþrótta- húsið fyrst en svo varð þetta bara eins og hver annar leikur sem maður hefur dæmt, þetta er spenna og allt það en maður verður bara að dæma þetta eins og hvern annan leik,“ sagði Ísak, einn efnilegasti körfuboltadóm- ari landsins um þessar mundir. ...hann er mýkri maður en ég og ekki jafn hvass og harður en hefur reyndar meiri sam- skiptahæfileika... Frá vinstri: Scott Ramsay, Páll Axel og Þorleifur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.