Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.02.2008, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 28.02.2008, Blaðsíða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Fasteignasalan Stuðlaberg · Hafnargötu 29 · 2. hæð · 230 Reykjanesbæ · Sími: 420 4000 · Fax: 420 4009 · www.studlaberg.is Uppl. á skrifst. Frábært atvinnutækifæri! Um er að ræða verslunina Hljómval sem er ein rótgrónasta verslun bæjarins sem staðsett er á besta stað við Hafnargötuna í Kefl avík. Miklir möguleikar í boði fyrir drífandi og duglega aðila. Sjónvarp Víkurfrétta hefur senn útsendingar í Reykjanesbæ. Fylgist með á kapalkerfi Kapalvæðingar. Við í „Kvennasveitin Dag- björgu“ fengum konurnar í Slysavarnadeildinni Vörð- unni frá Seltjarnarnesi í heimsókn á laugardaginn 16.febrúar sl. byrjað var á því að fara í Kaffitár í kynn- ingarhring og kaffismökkun og vorum við leystar út með gjöfum þar. Síðan var farið niður í hús Bj. Suðurnes í súpu og brauð. Það komu 8 konur ásamt bílstjóra og sýndu þær okkur myndir og sögðu frá ferð þeirra til Pool á Englandi (http://www.poolelifeboat. co.uk/). En það er stærsta sjó-björgunarstöð Englands. Koma menn frá öllu landinu þangað til þjálfunar. Áhafnir á björgunarbátunum okkar hafa farið þangað til þjálfunar. Þar er hótel og allar græjur, þannig að öll fjölskyldan getur komið með. Þetta hefur verið mjög skemmtileg og fræðandi ferð hjá þeim. Þær eru næst yngsta kvennadeildin og við Slysavarnardeildin Varðan heim- sækir Kvennasveitina Dagbjörgu erum yngsta kvennadeildin, verðum 4 ára núna í apríl. Við áttum saman ofsalega góðan og skemmtilegan dag ekki síst fræðandi. Þær færðu okkur mjög góðar gjafir þ. á m. dagatal, það er eilífðardagatal sem sagt ekkert ártal, mjög sniðugt en þær gáfu öllum í sýnu bæjarfélagi svona dagatal. Það er mjög hvetjandi og gef- andi að vera í kvennasveit, og enn skemmtilegra að deila reynslu sinni með öðrum konum. Þökkum við þeim kærlega fyrir heimsóknina. Kveðja, stjórn Dagbjargar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.