Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.02.2008, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 28.02.2008, Blaðsíða 16
16 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Höfundar eru sem fyrr segir Breiðbandssnillingarnir Ómar Ólafsson, Magnús Sigurðsson og Rúnar Hannah. Leik- stjóri er hin landsþekkta grínleikkona Helga Braga Jónasdóttir og tónlistarstjóri er Júl- íus Guðmundsson. Tekið er á mönnum og málefnum líðandi stundar í þessu verki og ættu flestir að kannast við einhverjar af þeim fjölmörgu persónum sem teknar eru fyrir. Tónlistin spilar einnig stórt hlutverk eins og venja er í uppsetningu sem þessari en leikarar telja um þrjátíu manns á ýmsum aldri. Undanfarnar vikur hafa farið fram strangar æfingar í leik, söng og dansi en danshöf- undur er Josy Zareen sem er þekktur magadansari. Að sögn aðstoðarleikstjórans Guðnýjar Kristjánsdóttur sem jafnframt fer með hlutverk þekktra per- sóna héðan úr bæjarfélaginu og öðrum landshlutum, þá er þetta ein fyndnasta revían sem sett hefur verið á svið að hennar mati. „ Það er tekið á mál- efnum dagsins í dag á skemmtilegan hátt og lögin eru frábær sem og textarnir enda ekki við öðru að búast þegar Breiðbandið á í hlut. Þá skemmir ekki að hafa leik- stjóra eins og Helgu Brögu sem er bæði frábær leikstjóri með mikla reynslu og líka svo skemmtilegur karakter, algjör perla. Æfingarnar hafa verið langar og strangar en nú líður að frumsýningu og hlökkum við til að sjá Suðurnesjamenn sem og aðra íbúa þessa lands flykkjast í Frumleikhúsið og sjá þetta meistaraverk, Bærinn breiðir úr sér“. „Mér líður mjög vel hérna, hér er gott að vera,“ svaraði myndlistarkonan Fríða Rögn- valds þegar við kíktum við á nýrri vinnustofu hennar að Hvalvík 2b, sem er langleið- ina út í Helguvík, þar sem kominn er vísir að nýju iðn- aðarhverfi. „Jú, það er alltaf nóg að gera svarar Fríða um verkefnastöðuna. Fyrir utan að klára verk sem hafa verið pöntuð undirbýr hún sýn- ingu í Salfisksetrinu í Grinda- vík í næsta mánuði. Fríða seg- ist hafa mikið dálæti á lista- salnum í Salfisksetrinu enda verður þetta þriðja einkasýn- ingin sem hún heldur þar. Fríða hefur undanfarin ár þróað eftirtektaverðan stíl þar sem hún vinnur með málningu og steypu í verkum sínum. Á vinnustofunni eru verk sem einkenna stíl hennar í bland við önnur þar sem hún bregður á leik með pensilinn og steypuna í litríkum og glað- legum myndum. Eitt verkið heitir t.d Marengs með MM, sem er eiginlega til þess fallið að kveikja löngum áhorfand- ans í sætindi. Fríðu finnst alltaf gaman að fá áhugasama gesti í heimsókn á því er engin breyting á þeirri nýju vinnustofunni. Hún er yf- irleitt alltaf við eftir hádegi og fram á kvöld. Fríða Rögnvalds kann vel við sig á nýju vinnustofunni. VF-mynd: elg. Fríða í nýrri vinnustofu Leikfélagið frum- sýnir nýtt verk eftir Breiðbandsmenn Föstudaginn 7. mars mun revían BÆRINN BREIÐIR ÚR SÉR verða frumsýnd í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.