Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.02.2008, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 28.02.2008, Blaðsíða 18
18 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Nýtt frá Lancôme GÓUGLEÐI Í LYFJUM OG HEILSU Í KEFLAVÍK FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG Glæsilegir vorlitirnir draga fram það fegursta í hverri konu. Kristjana Rúnarsdóttir, förðunar- sérfræðingur LANCÔME, sýnir það nýjasta og heitasta í förðun frá París. Líttu við og kynntu þér förðun framtíðarinnar. Glæsilegir kaupaukar fylgja með þegar keyptar eru vörur fyrir 6.000 krónur eða meira frá Lancôme meðan á kynningu stendur.* *nokkrar gerðir í boði. Gildir á meðan birgðir endast. Keflavík ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, Nicolai Gissur Bjarnason Stekkjargötu 53 Innri Njarðvík, lést á Landspítalanum v/Hringbraut, miðvikudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 29. febrúar kl: 14:00 Svanhildur Einarsdóttir Ingvar Gissurarson Margrét Hallgrímsdóttir Anton Gylfason Ingvar Gylfason Sigríður Erna Geirmundsdóttir barnabörn Fróðlegt málþing var haldið í Reykjanesbæ á laugardag, en þetta var þriðja landshluta- þing Framtíðarlandsins, sem er félag áhugafólks um fram- tíð Íslands. Yfirskrift þingsins var Reykjanes: Suðupottur tækifæra, og vísar í þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur á svæðinu undanfarin ár. Á þinginu, sem fór fram á veit- ingastaðnum Ránni, stigu í pontu fjölmargir aðilar sem hafa látið til sín taka í menn- ingu, atvinnulífi og nýsköpun á svæðinu. Þar á meðal voru Hjálmar Árnason, forstöðumaður hjá Keili, Hallur Helgason, einn aðstandenda kvikmyndavers sem mun senn taka til starfa á Vallarheiði, og Ragnheiður Ei- ríksdóttir, tónlistarmaður og íbúi á Vallarheiði sem ræddi um menningu meðal íbúa á svæðinu. Kom fram í máli hennar að þó mikið hafi áunn- ist á skömmum tíma væri orðin þörf fyrir frekari þjón- ustu, sérstaklega þar sem fólk gæti komið saman og bundist frekari böndum. Að framsögum loknum voru pallborðsumræður þar sem valinkunnir aðilar sátu við háborð og ræddu framtíðar- horfur svæðisins og stefnu- mörkun þar um. Rauði þráðurinn á þinginu var spurningin um stóriðju á Suðurnesjum og voru þar tals- menn beggja sjónarmiða, en m.a. var rætt um það hvort væntanlegt álver samræmd- ist öðrum áætlunum fyrir svæðið. Í Vefsjónvarpi VF má nú sjá umfjöllun um þingið og við- töl við Reyni Ingibjartsson, stjórnarmann í Reykjanesfólk- vangi, Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóra Kadeco og Irmu Erlingsdóttur, formann Framtíðarlandsins. Fróðlegt málþing Framtíðar- landsins í Reykjanesbæ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.