Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.02.2008, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 28.02.2008, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 28. FEBRÚAR 2008 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Sóknarpresturinn séra Bára Friðriksdóttir í nýja höklinum. Nýr hökull til Kálfatjarnarkirkju Nýr hökull við Kálfatjarnar- kirkju á Vatnsleysuströnd var tekinn í notkun nú nýverið. Hökulinn hannaði Elín Stefánsdóttir veflistakona í samvinnu við sóknarnefnd með hliðsjón af Kálfatjarnar- kirkju. Hökullinn er rauður, að framan er mótífið svokall- aður trifolium kross – eða þriggja blaða kross – stíliser- aður þriggjablaða smári eins og er í kirkjunni. Á baki hans eru þrjár liljur sem taka mið af liljubekk sem skreytir kór kirkjunar og kirkjuskipið. Efnið er sérlitað silki bæði í uppistöðu og fóðri en ívafið ull en mynstrið kemur fram í silkiþráðunum gulu og einnig í innofnum gullþræði. Sérstakir gestir við messuna voru prófasthjónin sr. Gunnar Kristjánsson og frú Anna Hör- skuldsdóttir en Gunnar þjón- aði fyrir altari í athöfninni. Sóknarpresturinn sr. Bára Frið- riksdóttir predikaði og fjallað hún um forvarnir og fíkniefni. Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum að vera meðvitaðir um eigin fjármál, gera sér grein fyrir í hvað peningarnir fara og að læra að hafa skipulag á fjármálum sínum. Fjármál heimilanna Námskeið í boði Sparisjóðsins í Keflavík Sparisjóðurinn í Keflavík | Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 6600 | spkef.is Skráning fer fram hjá MSS í síma 421 7500. Aðgangur ókeypis í boði Sparisjóðsins í Keflavík og MSS. Leiðbeinandi er Baldur Guðmundsson 5. mars, kl. 20:00 - 22:00 Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, Skólavegi 1, 230 Reykjanesbæ Sjónvarp Víkurfrétta mun nást á 2000 heimilum í Reykjanesbæ. Útsendingin er í mestu mögulegu gæðum á Digital Kapalvæðingar. Fylgist með á Kapalkerfinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.