Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Bæjaryfirvöld í Sandgerði vinna nú að nýju deiliskipu- lagi fyrir Rockville-svæðið þar sem fara mun sam an landnotkun iðnaðar, athafna, verslunar- og þjónustu við það að svæðið verði tekið í borgaraleg not. Um er að ræða landsvæði upp á 53 hektara. Í samræmi við óskir atvinnu- ráðs er gert ráð fyrir upp- bygg ingu hátækniþorps á Rockvillesvæðinu. Gert er ráð fyrir að atvinnustarfsemi að- lagi starfsemi sína að grænni ímynd og ítrustu mengunar- vörnum. Boðið verði upp á stórar, stakstæðar lóðir sem gera fjölbreyttum fyrirtækjum innan hátækniiðnaðar kleift að skapa sér sérstöðu hvað varðar ásýnd og umhverfi. Gert er ráð fyrir að deiliskipu- lag Rockville verði auglýst sam- hliða breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar. Málið var lagt fram til kynningar á bæj- arstjórnarfundi nú í vikunni. Unnið verður áfram að mál- inu og er að því stefnt að það komi til afgreiðslu í mars. Rockville-svæðið verði hátækniþorp Sandgerði Fiskisaga og Gallerí Kjöt opnaði á þriðjudaginn nýja verslun í verslunar- kjarnanum á Fitjum og er þetta ellefta verslun fyrirtækisins í röð sælkera- búða sem reknar eru á stór-Reykjavíkursvæðinu og á Akranesi. Fiskisaga og Gallerí Kjöt bjóða upp á mikið úrval af girnilegum og gómsætum fisk- og kjötréttum, framandi jafnt sem hefðbundnum. Einnig selja búðirnar ferskan fisk eftir vigt og hafa á boðstólum meðlætið með fiskinum. Úrvalið í kjötvörunni er einnig mikið en þar má m.a. finna villibráð og veislusteikur, gómsætt paté, grafna gæs og kryddlegið lamb, hangikjöt og himneskar nautasteikur. Í verslunum Fiskisögu og Gallerí Kjöts er rík áhersla lögð á vörugæði og ferskleika og persónulega þjónustu. Verslunin er opin frá kl. 10 – 18:30 virka daga og 11 – 17 á laugardögum. Fiskisaga og Gallerí Kjöt opna á Fitjum Sandra Gísladóttir, verslunarstjóri og Jóhann Waage, aðstoðarverslunarstjóri við glæsilegt kjöt- og fiskborð verslunarinnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.