Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 06.03.2008, Blaðsíða 31
31ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR 1 Liverpool-Newcastle 1X 1X2 2 Blackburn-Fulham 1 1 3 Reading-Man.City 2 X2 4 Blackpool-Southampton 12 1 5 Coventry-Norwich 1X2 1 6 Leicester-Bristol City 2 1 7 Sheff.Wed.-Q.P.R. X2 1X 8 Stoke-Burnley 1X 1X 9 Sunderland-Everton 2 2 10 Tottenham-West Ham 1 1 11 Wigan-Arsenal 2 2 12 Barnsley-Chelsea 2 2 13 Bristol Rovers-W.B.A. 2 X2 Fyrirtækjaleikur barna- og unglingaráðs Keflavíkur SpKef Myllubakkaskóli Hjalti Guðmundsson ehf tók forystu í tippleiknum í síðustu viku og er fyrirtækið komið með 9 stig en Hjalti Guðmundsson hafði 6 rétta í síðustu viku gegn 5 réttum frá Brunavörnum Suðurnejsa. Í þessari viku eigast við Sparisjóðurinn í Keflavík og Myllubakkaskóli. Stuðlaberg og Hitaveita Suðurnesja verma annað sætið í leiknum bæði með 7 stig en fróðlegt verður að sjá hvernig getspökum mun ganga um helgina. Brosin koma á færiböndum í Samkaupsmótinu enda mikið um að vera og leikgleðin í fyrirrúmi. Samkaupsmótið um helgina Hið árlega Samkaupsmót í körfuknattleik fer fram í Reykjanesbæ um helgina og að vanda verður mikið um að vera. Tæplega 900 körfuboltakrakkar eru skráðir til leiks sem leika munu um 300 leiki í öllum íþróttahúsum Reykjanesbæjar. Þetta er í átjánda sinn sem mótið fer fram og umfang þess er gríðarlegt. Falur Harðarson er mótsstjóri og hefur staðið í ströngu að undanförnu við skipulagningu í sam- vinnu við unglingaráð körfuknattleiksdeilda UMFN og Keflavíkur. „Þetta er langstærsta körfuboltamótið sem haldið er á Íslandi ár hvert og eitt af stærri íþróttamótum landsins. Um helgina verður keppt á 13 völlum þar sem Akurskóli bætist inn með einn völl,“ sagði Falur í samtali við Víkurfréttir en á mótinu verður keppt í Toyotahöllinni við Sunnubraut, Ljónagryfjunni í Njarðvík, Heiðarskóla og Íþrótta- akademíunni. „Það er nýung hjá okkur í ár að vera með einn völl fyrir elsta aldurshópinn eða 11 ára krakkana en það verður völlurinn í Akurskóla þar sem leikið verður á stórum velli,“ sagði Falur en flestir iðkendur mótsins eru fæddir á árunum 1996-2001. „Mótið hefur stækkað gríðarlega síðustu ár en fyrst þegar við vorum að kynna mótið komu upp- lýsingarnar í einblöðungi en núna erum við búin að gefa út yfirgripsmikinn bækling um mótið. Það verða bíósýningar, kvöldvaka, flatbökuveisla og góður körfubolti um helgina,“ sagði Falur en mótið er það stórt að umfangi að meðan á því stendur verður starfrækt sérstak mini-strætókerfi fyrir iðkendur. „Þetta er gríðarleg skipulagning sem liggur að baki svona móti en dreifiritið um mótið má t.d. finna í Samkaupum og öðrum fjöl- förnum stöðum í Reykjanesbæ og þá er einnig upplýsingar að hafa um mótið á heimasíðum Njarðvíkur og Keflavíkur.“ Þá verður einnig að finna afþreyingamiðstöð í íþróttahúsinu uppi á gamla varnarsvæðinu þar sem verða hoppukastalar ásamt annarri almennri afþreyingu fyrir krakkana sem og fullorðna. Það verður því mikið um að vera í Reykjanesbæ um helgina sem ætti að gleðja augað og því um að gera að líta við í íþróttahúsunum í bænum og sjá hvað körfuboltaæska landsins hefur upp á að bjóða. Þórólfur hlaut starfsbikarinn Aðalstjórn og formaður Keflavíkur voru endur- kjörin á aðalfundi félagsins sem fór fram í síðustu viku. Á fundinum voru veittar fjöl- margar viðurkenningar. Helga G. Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, sæmdi þau Níels Hermannsson úr sunddeild og Dagbjörtu Ýr Gylfadóttur starfs- merki UMFÍ. Sigríður Jónsdóttir formaður fræðslusviðs ÍSÍ afhenti bad- minton-, fimleika-, sund-, knatt- spyrnu- og körfuknattleiksdeild félagsins viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndardeildir til næstu fjög- urra ára. Þetta eru fyrstu deildir innan ÍSÍ sem hafa endurnýjað og uppfært handbókina um fyr- irmyndarfélag/deild ÍSÍ. Starfsbikar félagsins var veittur Þórólfi Þorsteinssyni. Veitt voru starfsmerki fjögur bronsmerki fyrir fimm ára stjórnarsetu þeim Jóni S. Ólafs- syni, Særúnu Guðjónsdóttur, Jónínu S. Helgadóttur og Ásgeiri Svan. Tvö silfurmerki fyrir tíu ára stjórnarsetu þeim Birgir Má Bragasyni og Bjarney S. Snæv- arsdóttir. Heiðursmerki félagsins voru veitt. Gullmerki fékk Hafsteinn Guðmundsson og silfurmerki þeir Ástráður Gunnarsson, Rúnar Arnarsson, Gísli Hlynur Jóhannsson, Hafsteinn Ingibergs- son og Ragnar Örn Pétursson. Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ átti afmæli þennan dag og í tilefni þess færði Einar Haraldsson Helgu blómvönd frá félaginu og við- staddir sungu afmælissönginn. Mynd/keflavik.is - Þórólfur Þor- steinsson, handhafi starfsbikars- ins, ásamt Einari Haraldssyni, formanni Kef lavíkur. Fleiri myndir í ljósmyndasafni VF.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.