Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 11. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR K. Steinarsson – Njarðarbraut 13, 230 Reykjanesbær – 420 5000 – heklakef@heklakef.is Mitsubishi Lancer er aftur kominn á fulla ferð. Þessi funheiti fjölskyldubíll er nú sportlegri og þægilegri en nokkru sinni fyrr. Komdu á frumsýninguna og finndu neistann aftur. Komdu og sjáðu nýjan Lancer á laugardag, milli kl. 10 og 16. Frumsýnum nýjan Lancer Finndu neistann aftur Lancer kveikir í Suðurnesjamönnum um helgina Sveitarfélagið Vogar Minnihlutinn í bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga sakar meirihlutann um að ganga gegn heið urs manna sam- komulagi listanna tveggja varðandi meðferð þess fjár sem fékkst við sölu á hlut sveitarfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja. Lögfræðiálit mun hins vegar hafa kveðið á um að samkomulagið gæti stangast á við ákvæði sveitar- stjórnarlaga. Málið var til umfjöllunar á síðasta bæjarstjórnarfundi í Vogum og lagði Inga Sigrún Atladóttir fram svohljóðandi bókun fyrir hönd minnihlut- ans. „Þegar þeir flokkar sem skipa bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga ákváðu í sameiningu að selja hluta bæjarfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja var rætt um að sá sjóður, sem andvirði sölunnar myndaði, yrði til framtíðar varasjóður Sveitarfélagsins líkt og bréfin í Hitaveitunni voru áður. Þegar þessi ákvörðunin var tekin var rætt um að tryggja að höfuð- stóll sjóðsins yrði ekki skertur nema þrír fjórðu hlutar bæjar- stjórnar gæfu samþykki sitt, auk þess var rætt um að slíkt þyrfti tvær umræður í bæjar- stjórn, fyrir og eftir kosningar þannig að ráðstöfun fjársins yrði hluti af kosningaumræðu þeirra flokka sem með þessa fjármuni færu. Með þeirri samþykkt sem nú liggur fyrir gengur meirihlut- inn gegn því sem rætt var um í aðdraganda sölunnar, þannig teljum við að gengið sé gegn því sem við töldum vera heið- ursmannasamkomulag milli list anna tveggja og lít um við slíkt alvarlegum augum. Þessar athugasemdir hafa áður verið bornar undir meirihlut- ann án þess að tekið væri til- lit til þeirra og því viljum við bóka þessa afstöðu okkar við þetta tilefni.“ Róbert Ragnarsson, bæjar- stjóri, svaraði því til að við vinnslu reglna um Framfara- sjóðinn hefði verið leitað til sérfræðinga KPMG ráðgjafar, þar á meðal lögfræðings sem hefur víðtæka reynslu af sveit- arstjórnarmálum. Samkvæmt hans áliti getur samþykktin stangast á við ákvæði sveitar- stjórnarlaga um sjálfsforræði sveitarstjórnar ef ákvörðun um ráðstöfun fjármuna af höf- uðstól sjóðsins krefst aukins meirihluta og að kosningar þurfi á milli umræðna. Róbert benti á að ákvörðun um að ganga á höfuðstól sjóðs- ins krefðist tveggja umræðna í bæjarstjórn í tengslum við fjár- hagsáætlanagerð. Afla skyldi álits óháðra sérfræðinga á nauðsyn ráðstöfunarinnar til hagsbóta fyrir íbúa sveitarfé- lagsins og skyldi það álit kynnt bæjarfulltrúum áður en síðari umræða um tillöguna færi fram. Ferlið væri því mjög gagnsætt og lýðræðislegt. SEGJA HEIÐURSMANNA- SAMKOMULAG EKKI VIRT VF / EL LE RT G RÉ TA RS SO N

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.