Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 30
30 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 11. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Gyða Arnmundsdóttir, sérkennslufulltrúi Reykjanesbæjar, og Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkennari Holtaskóla, héldu fyrir skemmstu fyrsta námskeið fyrir sérkennara á Suður- nesjum í notkun á greiningarforritinu. LOGOS er forrit sem greinir dyslexíu og aðra lestrarörðugleika og segir í tilkynningu frá aðstandendum námskeiðisins að um sé að ræða byltingu í greiningum á lestrarerfiðleikum á Íslandi. Forritið er þýtt úr norsku og er byggt á nýjustu rannsóknum Pró- fessors Torleivs Høiens og samstarfsmanna hans. Það var staðlað og staðfært á síðastliðnum tveimur árum af þeim stöllum ásamt Guðlaugu Snorradóttur, sérkennara úr Kópavogi og Bjarnfríði Jónsdóttur, sérkennslufulltrúa Grindavíkur, og nutu þær að- stoðar frá sérkennurum víða um land. Bjarnfríður og Guðlaug héldu annað námskeið í Kópavogi á sama tíma og segja eftirspurnina mikla. „Prófið er nýlega komið út og hefur því verið mjög vel tekið og margir skólar hafa þegar fest kaup á því. Sérkennarar sýna því mikinn áhuga því auk þess að vera hagnýtt greiningartæki þá fylgja því úrræði sem hægt er að setja af stað strax þegar greiningu er lokið. Þá segja sérkenn- arar að LOGOS sé frábært tæki til að meta árangur kennslu eftir að þjálfunartímabili lýkur. Bið eftir greiningu mun því styttast og niðurstöður liggja strax fyrir þegar greiningu er lokið. Próf- inu fylgir einnig viðamikil handbók þar sem fjallað er um lestur og lestrarörðugleika.“ Gyða og Guðbjörg stóðu fyrir námskeiði í Njarðvíkurskóla. Kynntu forrit sem greinir lestrarörðugleika VF / ÞO RG IL S JÓ N SS O N ������������������������ ������������������������������ ������ ��������������������� ���������������������� ����� Ekki er á borðinu að hefja orkuvinnslu á vegum Suðurlinda ohf. en það hefur ekki verið útilokað af sveitarfélögunum sem að því standa. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar sagði í Viðskiptablaðinu, að ekki væri ætlunin með stofnun Suðurlinda ohf. að hefja orku- vinnslu í nafni félagsins. „Um það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun enda ekki stofnað til félagsins á þeim nótum,“ sagði Lúðvík. Að- spurður sagðist Lúðvík ekki geta aftekið að fé- lagið hafi eitthvað með nýtingu orkulinda að gera í framtíðinni en um það hefði ekki verið tekin nein ákvörðun á þessu stigi. Hann benti á að þegar félagið hefði verið stofnað hefði ekki verið búið að leggja fram orkulagafrum- varp iðnaðarráðherra sem er nú til afgreiðslu á Alþingi. Suðurlindir: Ekki á borðinu að hefja orkuvinnslu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.