Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 2
2 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Gómsætar pizzur - fljótlegt og þægilegt í amstri dagsins Nýtt í Kaskó! Gómsætar pizzur - fljótleg o þægile t í amstri dagsins Nýtt í Kaskó! Gómsætar pizzur - fljótlegt og þægilegt í amstri dagsins Nýtt í Kaskó! Gómsætar pizzur - fljótleg o þægile t í amstri dagsins Nýtt í Kaskó! 279kr/stk. CHICAGO TOWN ÞUNNAR PIZZUR 30% afsláttur 35% afsláttur 479kr/kg. Verð áður 740 kr/kg KJÚKLINGUR ísfugl Hatting brauð 899kr/kg. DANSKAR KJÚKLINGABRINGUR 1.698kr/kg. KRYDDAÐUR LAMBAHRYGGUR 998kr/kg. Verð áður 1.425 kr/kg UNGNAUTAHAKK Goða 30% afsláttur -örugglega ódýrt! Spennandi helgartilboð Um br ot : A ug lýs in ga st of a Ví ku rfr ét ta Hö nn un : Kefl avík • Breiðholt • Húsavík • www.kasko.is • verð birt með fyrirvara um prentvillur • Gildir 27. mars til 30. mars eða meðan birgðir endast Getum bætt við okkur verkefnum í pípulögnum. Jón Fanndal sími 691 5698 Vart hefur far ið framhjá neinum sú mikla aukning sem hefur orðið á kærum vegna fíkniefnaaksturs, eða aksturs undir áhrifum fíkni- efna, í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er ári. Til og með 25. mars höfðu 88 slík tilvik komið til kasta lögreglunnar, þar af 39 í mars- mánuði einum. Það er gríðar- leg aukning frá fyrri tíð svo ekki sé meira sagt, en þrátt fyrir mikla umræðu virðist ekki vera að draga úr tilfellum, nema síður sé. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá lögregluemb- ættinu á Suðurnesjum, segir í viðtali við Víkurfréttir að lögregla hafi unnið markvisst að málum tengdum fíkniefna- akstri undanfarið. „Við höfum bæði lagt mikla áherslu á þessi mál og fengum líka í lok síðasta árs tæki sem gefur strax svörun um það hvort fíkniefni finnist í við- komandi og það förum við með í mál. Umferðarlögin eru skýr hvað þetta varðar.“ Skúli segir að málin séu mis- alvarleg þar sem menn eru Lögregla leitar enn manns í tengslum við hrottalega líkamsárás sem framin var í húsi í Breiðholti á skírdag. Það atvik tengist til Reykja- nesbæjar því talið er að árás- armennirnir, eða hluti þeirra að minnsta kosti, séu búsettir í Reykjanesbæ. Maðurinn sem lýst er eftir heitir Tomasz Krzysztof Jagi- ela, en þegar Víkurfréttir fóru í prentun höfðu fimm manns verið teknir höndum og sátu í gæsluvarðhaldi. Fjórir þeirra voru stöðvaðir í bíl á Reykja- nesbraut, á leið frá Reykjavík, en sá fimmti var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lög reglu í Reykja nes bæ á þriðjudagskvöld. Þar fóru lög- reglumenn á Suðurnesjum, í samvinnu við sérsveit Ríkis- lögreglustjóra og lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu, í nokkur hús í bænum, meðal annars Röstina við Hrannar- götu, þar sem fimmti maður- inn var handtekinn. Atvikið sem um ræðir var með þeim hætti að hópur manna réðist inn á heimili við Keilu- fell í Breiðholti og veittust að íbúum þar. Sjö slösuðust, þar af einn alvarlega. Hefur málið forgang hjá lögreglu og er litið afar alvarlegum augum. Er jafnvel talið að um glæpaklíku sé að ræða og séu meðlimir hennar búsett ir í Reykja- nesbæ. Rétt er að taka fram að ekki er talið að hópurinn haldi til í Röstinni. Þeim sem geta gefið upplýs- ingar um manninn sem lýst er eftir er bent á að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum. Umsvifamiklar lögreglu- aðgerðir í Reykjanesbæ - lýst eftir manni í tengslum við árás - Fíkniefnaakstur: Keyra undir áhrifum þrátt fyrir ströng viðurlög - 88 mál frá áramótum - Mynd frá lögregluaðgerðum í Reykjanesbæ á þriðjudag. VF-mynd/Þorgils allt frá því að vera greinilega undir áhrifum allt að því að vera e.t.v. þekktir af notkun fíkniefna og séu þess vegna teknir í próf sem svo gefi já- kvæða svörun. Viðurlög við fíkniefnaakstri voru þyngd verulega ekki alls fyrir löngu og liggur nú þriggja mánaða svipting ökuleyfis og 70.000 kr. fjársekt við fyrsta broti. Er þá miðað við lítið magn fíkniefna í blóði viðkom- andi, en ef mikið magn finnst getur svipting verið allt að 12 mánuðir og fjársekt allt að 140.000. Er þá, sem fyrr sagði, miðað við fyrsta brot en við ítrekunarbrot geta refsingar orðið mun þyngri. Auk þess er öllum kærðum gert að standa fyrir sínu máli fyrir dómi. Ekki er að sjá að það hafi mikil áhrif á suma því sem dæmi hefur einn og sami maðurinn verið tekinn þrisvar frá ára- mótum og kærður fyrir fíkni- efnaakstur. „Breytingin á umferðarlög- un um breytti miklu fyr ir okkur því að nú er unnið eftir „Zero Tolerance“-stefnu og þá þarf ekki lengur mat læknis á hæfni til akstur eins og áður. Það gildir að vísu enn um akstur undir áhrifum annarra lyfja,“ segir Skúli að lokum. „Vonandi nær þetta að skila sér til þessa fólks því við erum að senda út skýr skilaboð: „Ef þú ert að neyta fíkniefna áttu ekki að vera að keyra!“ Þó svo að þú eigir að sjálfsögðu ekki að neyta fíkniefna yfir höfuð.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.