Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ������������������ Alls bárust 57 umsóknir í menn ing ar styrki þá sem Menningarráð Suðurnesja auglýsti nú eftir áramótin. Alls munu 17 milljónir koma til úthlutunar en sótt var um vel á annað hundrað millj- ónir í þessum umsóknum. Garðar Ketill Vilhjálmsson, formaður nefndarinnar, segir heildarverðmæti verkefnanna á bak við umsóknirnar geta numið hátt í 700 milljónir króna. „Þarna var mikill fjöldi af áhugaverðum verkefnum þannig að reikna má með að eitthvað gott komi út úr þessu. Úthlutunin fer svo að sjálf- sögðu eftir eðli og umfangi hvers verkefnis en vinna við að vega og meta umsóknir er þegar hafin undir stjórn sér- staks verkefnastjóra sem við fengum til að meta faglega þáttinn. Við stefnum að því að úthluta þessu núna í byrjun apríl,“ sagði Garðar í samtali við VF. M e n n i n g a r - styrkirn ir sem hér um ræð ir komu til á síðasta ári þegar mennta- málaráðherra og sam göngu ráð- herra og sveitar- félögin á Suðurnesjum gerðu með sér 3ja ára samning um menningarmál á Suðurnesjum. Tilgangur samningsins er m.a. sá að efla menningarstarf á Suðurnesjum og beina stuðn- ingi ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum við slíkt starf í einn farveg. Þá er samningnum ætlað að tryggja sem best frumkvæði og áhrif sveitarfélaganna við forgangsröðun verkefna og auka samstarf þeirra við fram- kvæmd og stefnumótun menn- ingarmála í landshlutanum. Í kjölfar samningsins stofnuðu sveitarfélögin Menningarráð Suðurnesja til að halda utan um verkefnið. Mikil ásókn í menningarstyrki Um 1.170 tonn af loðnu- hrognum hafa verið fryst hjá Saltveri á þessari vertíð samanborið við 1.550 í fyrra. Vinnslu er nú að mestu lokið og loðnan lögst í hrygningu. „Útlitið var ekki gott í upphafi vertíðar þegar það gat alveg farið svo að engin loðna yrði veidd. Það rættist sem betur fer úr þessu. Við fengum 300 tonn úr vesturgöngunni í fyrra og það munaði um það magn núna. Þetta var dúnd- urvertíð meðan á henni stóð, en við unnum þetta magn á 10 dögum,“ sagði Þorseinn Er- lingsson hjá Saltveri í samtali við VF. Hann segir loðnuna dyntótta og ekki bæti úr skák að fiskifræðingarnir séu það líka. Menn séu bara heppnir að fá yfir höf uð að veiða loðnu. „Ef menn eru ekki að mæla á réttum stað á réttum tíma er bara gengið út frá því að stofn- inn sé hruninn. En það virðist engu að síður hafa gengið gríð- arlegt magn af loðnu,“ segir Þorsteinn. Rættist úr vertíðinni

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.