Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 27. MARS 2008 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggilltur fasteignasali laugi@studlaberg.is Halldór Magnússon Löggilltur fasteignasali dori@studlaberg.is Guðlaugur Ingi Guðlaugsson Sölumaður gulli@studlaberg.is Fasteignasalan Stuðlaberg · Hafnargötu 29 · 2. hæð · 230 Reykjanesbæ · Sími: 420 4000 · Fax: 420 4009 · www.studlaberg.is Vatnsholt 3d, Kefl avík Um 156m² endaraðhús þar af 28.4m² bílskúr. Eignin er með vönduðum innréttingum í eldhúsi, stofu og baðherbergi. Parket og fl ísar á gólfi . Glæsileg eign á góðum stað. 30.800.000,- Heiðarholt 28, Kefl avík. Um 78m² þriggja herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Nýlegt parket er á gólfum og nýleg innrétting er á baði. Nýjar neyslulagnir eru í húsinu og forhitari á miðstöð. Hagstætt áhvílandi og eignin getur verið laus fl jótlega. 27.200.000.- 16.900.000,- 17.700.000,- 14.300.000.- Mávabraut 8-D, Kefl avík Mjög fl ott 132m² 5 herbergja endaraðhús á tveimur hæðum ásamt 45m² sambyggðum bílskúr. Nýleg innrétting er í eldhúsi og allt er nýtt á báðum baðherbergjunum. Nýtt parket og fl ísar eru á gólfum og búið er að endurnýja allar vatnslagnir. Góð eign á góðum stað. Lyngholt 10, Kefl avík Góð 103m² 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í tvíbýli. Búið að endurnýja þakjárn, skolplagnir og neyslu- lagnir og nýlegur sólpallur er á baklóð. Eignin er á mjög góðum stað nærri skólum og íþróttaman- nvirkjum Sérinngangur. Hringbraut 136, Kefl avík. Rúmgóð ca 90m² þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýli ásamt 33m² bílskúr. Herbergi í kjallara sem er í útleigu. Einnig er möguleiki að bæta við þriðja herb. í íbúð. Íbúðin er öll endurnýjuð t.d. gólfefni, innréttingar ofl . 28.000.000.- Erlutjörn 7, Njarðvík Um 231m² staðsteypt einbýlishús í byggingu, þar af er innbyggður bílskúr ca. 45m². Húsið er hannað af arkitekt og skilast fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð en fokhelt að innan. Mikil lofthæð er í öllu húsinu sem tilbúið er til afhendingar fl jótlega. Teikningar á skrifstofu 26.500.000.- Eyjavellir 11, Kefl avík Um 116m² fi mm herbergja einbýlishús ásamt tæplega 50m² bílskúr. Allt nýlegt á baði, góð in- nrétting í eldhúsi og nýtt parket á gólfum. Stór garður og verönd á baklóð. Eign á góðum stað í botngötu nálægt skóla, leikskóla og verslun. Hagstætt áhvílandi. 19.500.000.- Lyngbraut 2, Garði Um 130m² 5 herbergja einbýlishús ásamt ca. 50m² bílskúr. Eignin er öll nokkuð rúmgóð en þarfnast talsverða endurbóta. Nýtt þakjárn er á húsinu ásamt þakkanti, búið er að endurnýja skolplagnir og lóðin er í góðri rækt. Nú þegar liðin eru tæp 2 ár frá sveitarstjórnarkosningum hér í Garðinum hefur fólk komið til mín og spurt hvort að allt sem sitjandi meiri- hluti geri sé svo jákvætt og gott að bæjarfulltrúar F-list- ans ætli bara að sitja þarna og þegja? Það er auðvitað ekki svo að minnihlutinn sitji bara og þegi og hef ég bent fólki á vefinn hjá sveitarfélaginu þar sem það getur lesið margar bókanir frá F-listanum. En það eru bara ekki allir sem nenna að lesa allar þessar fundargerðir og svo hafa staðarblöðin ekki verið nógu dugleg við að fjalla um bókanir F-listans. Það eru því trúlega einhverjir sem kalla þetta þögla minnihlut- ann úr því ekkert hefur heyrst frá þeim í blöðunum. Auðvitað er margt jákvætt sem þessi meirihluti í dag hefur gert en það er líka margt neikvætt sem hann hefur gert, t.d. álögur á bæjarbúa. Sem dæmi þegar N-listinn tók við voru gatnagerðagjöld og út- svarsprósenta strax hækkuð. Í fyrra var hlutur bæjarins í hitaveitunni seldur fyrir c.a. 2,2 milljarða og var það sam- þykkt samhljóða í bæjarstjórn að höfuðstóllinn af þessari upp- hæð yrði ekki hreyfður sem að mér finnst jákvætt. En í stað- inn yrðu vextirnir notaðir af þessari upphæð um ókomin ár. Áætlaðar vaxtatekjur bæjar- ins af 2,2 milljörðum eru 163 milljónir á árinu 2008. Á fjárhagsáætlun bæjarins næsta ár er gert ráð fyrir 200 milljóna afgangi, samt sér meirihlutinn ekki ástæðu fyrir því að lækka álögur á bæjar- búa. Er hér verið að safna pen- ingum inn á bankabókina á kostnað bæjarbúa? Ef við tökum dæmi um barn- laust par sem ætlar að flytja í Garðinn: það ætlar að byggja hús fyrir 30 milljónir, það á að vera 200 fm að stærð, þau eru með 8 milljónir í árstekjur (4 millj. hvor) og ætla að búa hérna í 20 ár. Þá kostar það í dag undir stjórn N-listans 1.935.960 kr. meira heldur en það kost aði hjá F-list- anum fyrir 3 árum eða tæpar 100 þúsund kr. á ári. Væri ekki betra að láta alla bæjar- búa njóta góðs af eitthvað af þessum 200 milljónum sem eru í rekstrarafgang. Helstu rök N-listans fyrir því að lækka ekki útsvarsprósent- una er að það séu svo mörg sveitarfélög með útsvarið í toppi og að þau þurfi að gera eins og allir hinir. Bæjarfull- trúar F-listans komu með til- lögu um lækkun útsvars og fasteignagjalda, en því var hafnað með 4 atkvæðum N- listans. Svo núna heyrir maður á fréttum að hvert sveitarfé- lagið á eftir öðru er að lækka hjá sér fasteignagjöldin en þá þorir meirihlutinn hér í Garð- inum allt í einu að vera öðru- vísi og lækka ekki líka. Það að N-listinn myndi lækka út- svarið úr 13,03% í 12,7% eins og hann var undir stjórn F-list- ans myndi kosta sveitarfélagið aðeins um 8 milljónir á ári, það myndi þýða það að rekstr- arafgangurinn yrði 192 millj- ónir í stað 200 milljóna. Núna hefur maður heyrt það utan á sér að það standi til að rukka inn á suma atburði á af- mælishátíð bæjarins. Semsagt bjóða í afmæli og rukka inn, það myndi kannski þýða 100 þúsund í viðbót í rekstraraf- gang það gæti þýtt 200 millj- ónir og 100 þúsund í rekstrar- afgang. Er þetta ekki að verða komið gott eða er kannski verið að athuga hvort ekki sé hægt að taka veggjald af okkur hérna í Garðinum? Einar Tryggvason, íbúi í Garðinum með háar álögur og varabæj- arfulltrúi F-listans. 1.935.960 kr. dýrara í Garðinum núna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.