Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 14. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Kaupfélag Suðurnesja og Sam kaup af hentu í gær Krabbameinsfélagi Suður- nesja eina milljón króna að gjöf til styrktar fjármögnun krabbameinsleitartækja. Krabbameinsfélagið hóf fyrir nokkru fjármögnun að berkju- maga- og ristilspeglunartæki fyrir Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja og var leitað til fyrir- tækja og félagasamtaka eftir stuðningi við verkefnið en kostnaður við það er um 10 milljónir króna. Tækið sem um ræðir hefur verið uppsett á HSS og er tilbúið til notkunar. Það er mjög fjölþætt og nýtist bæði við forvarnir og greiningu krabba meins sem og við meðhöndlun annarra kvilla í meltingar og öndunarvegi. Með tækinu er sú þjónusta, sem hingað til hefur þurft að sækja til Reykjavíkur, þar með komin í heimabyggð. Árlega greinast yfir 90 Íslend- ingar með ristilkrabbamein. Meinið er hægt að fyrirbyggja sé það greint í tíma og því er skimun mikilvægasta viðfangs- efnið í baráttunni gegn krabba- meini. Að sögn for svars manna Krabbameinsfélagsins hafa ýmis félagasamtök og fyrir- tæki komið rausnarlega að fjármögnuninni, t.d. gaf kven- félagið í Njarðvík eina og hálfa milljón króna og stuðningur Samkaupa færir félagið enn nær markmiðinu þó aðeins vanti upp á ennþá. Afhending gjafarinnar fór fram í þjón ustu mið stöð Krabba meins fé lags ins að Smiðjuvöllum 8 en miðstöðin veitir bæði ráðgjöf og stuðn- ing þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstand- endum. Miðstöðin er rekin í nánu samstarfi við Krabba- meinsfélag Íslands, m.a. með aðgangi að öflugri ráðgjafa- þjónustu þess. Söfnunarreikningur Krabba- meinsfélags Suðurnesja er 1109-05-404790, kt. 431095- 2469. KSK og Samkaup gáfu eina milljón til Krabbameinsfélagsins Frá afhendingu fjárstyrksins, talið frá v.: Sturla Eðvarðsson og Magnús Haraldsson fulltrúar Kaupfélagsins/Samkaupa, Ómar Steindórsson, formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, Ómar Valdimarsson, Kaupfélagi Suðurnesja, Anna María Einarsdóttir, starfsmaður Krabbameins- félagsins og Guðjón Stefánsson, Kaupfélagi Suðurnesja. Mynd: elg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.