Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 14. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR www.kaffitar.is Kaffitár hefur með frumkvæði og forystu lagt sitt af mörkum til fjölbreytileikans í kaffilífi þjóðarinnar. Megin áhersla Kaffitárs er að gera vel við kaffibændur sem og viðskiptavini sína - og að gera alltaf betur. Grundvöllur þess er vitanlega ástríða okkar að finna og framleiða hið allra besta úrvalskaffi og leyfa öðrum að njóta þess. Kaffibarþjónn Starfið/starfssvið Óskum eftir starfsmanni á kaffihús okkar Stapabraut 7 í hlutastarf eftir hádegi. Starfið felst í framreiðslu á kaffidrykkjum, veitingum og sölu á úrvalskaffi og kaffivörum. Hæfniskröfur: Við leitum að áhugasömum og þjónustuljúfum einstakling með metnað og frumkvæði. Kaffitár leggur sig fram við að þjálfa og fræða starfsfólk sitt þannig að hver og einn sé svo vel að verki farinn að öruggt sé að bestu eiginleikar kaffisins komist til skila. Umsóknum má skila með tölvupósti á marta@kaffitar.is, einnig má koma umsóknum til skila á kaffihús okkar Stapabraut 7. Frekari upplýsingar veitir Marta í síma 696- 8832. -leggur heiminn að vörum þér Björk Guð jóns dótt ir, al- þingismaður og forseti bæj- arstjórnar Reykjanesbæjar, lýsti yfir stuðningi við upp- skiptingu á embætti lögreglu- stjórans á Suðurnesjum á Al- þingi í vikunni. Félagar hennar í stjórnarlið- inu og þingmenn Samfylk- ingarinnar, Lúðvík Bergvins- son, Árni Páll Árnason og Helgi Hjörvar, lýstu sig allir mótfallna þessum umdeildu breytingum líkt og stjórnar- andstæðingar. Birgir Ármanns- son, Sjálfstæðisflokki, sagðist hlynntur breytingunum. Í ræðu sinni á Alþingi sagði Björk m.a.: „Er ekki eðlilegt að stjórnsýsla á Suðurnesjum sé með sama hætti og almennt gerist í landinu? Það er að færa ábyrgðina á tollgæslu undir fjármálaráðuneytið, öryggis- og vopnaleit til samgönguráðu- neytis og lögregluna til dóm- stólanna [sic]. „Fyrirkomulagið sem nú er viðhaft er arfur frá því að Varn- arliðið var á Suðurnesjum og er sjálfsagt eðlilegt að endur- skoða fyrirkomulagið og færa það í annað horf ef það er ekki að ganga upp eins og ætlast er til.“ Hún bætti því við að samstarf á milli aðila yrði áfram á fag- legum nótum þó yfirstjórn sé Skiptar skoðanir á stjórnarheimilinu Lögreglan á Suðurnesjum: mismunandi og bætti því við að hún sagðist skilja áhyggjur starfsmanna að mörgu leyti. Gott og farsælt starf hafi farið fram undir stjórn lögreglu- stjóra. „Ég vona svo sannarlega að löggæslan á Suðurnesjum njóti hans krafta,“ sagði Björk að lokum og bætti því við að hún vonaðist til að málið fengi farsæla lausn. Lúð vík, sem er jafn framt þingflokksformaður Samfylk- ingarinnar, sagði í máli sínu að veigameiri rök þurfi til að honum snúist hugur. Þau rök að með breytingunum sé verið að færa embættið í sama horf og önnur embætti á land- inu eigi ekki við. Það sé í raun meginregla í embættum lands- ins að þar fari sami maður með lögregluvald og tollvald, raunar sé höfuðborgarsvæðið eina undantekningin af átta embættum. Aðspurður um það hvort að hann hyggist styðja þessar breytingar þegar til kastanna kæmi sagði hann: „Ég met það þannig að til lengri tíma, ef þetta verði brotið upp, muni það skaða embættið og starfið sem er suður frá og ég mun ekki standa að því.“ Skömmu eftir að þessum um- ræðum lauk bárust fregnir af því að Jóhann R. Benedikts- son, sem hugðist segja upp starfi lögreglustjóra, hafi séð sig um hönd. Hann muni því vinna að lausn á þeirri erfiðu stöðu sem komin er upp. Þá samþykkti forsætisnefnd Alþingis, á fundi sínum í dag, að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á rekstri lögreglu- embættisins síðustu 16 mán- uði, eða frá því að lögreglu- embættin á Suðurnesjum voru sameinuð undir einn hatt. Kristinn H. Gunnarsson, full- trúi Frjálslyndra í forsætis- nefnd, lagði tillöguna fram, en von Frjálslyndra stendur til þess að ákvörðun um upp- skiptingu lögregluembættisins verði frestað þar til skýrsla Rík- isendurskoðunar liggur fyrir. Það er ekki á hverjum degi sem flöskuskeyti finnast í fjöru nú til dags. Þeir félagar Ívar Snær Halldórsson og Guðsteinn Fannar Ell- ertsson voru því heldur undrandi þegar þeir rákust á eitt slíkt í fjörunni við Seltanga austan við Grindavík þar sem þeir voru í fjöruferð nú á dögunum. Skeytið er sent af William Hansen, skip- stjóra á Atlantic Enterprise. Samkvæmt eft- irgrennslan á Google er það feiknastórt rækjuveiðiskip sem gert er út frá Halifax en William skipstjóri mun vera færeyskur sam- kvæmt heimilisfangi sem hann gefur upp í skeytinu. Skeytið er dagsett 25. september 2006 og hefur William hent því í sjóinn á miðunum út frá Labrador, samkvæmt hnitum sem gefin eru upp. Skeytið hefur því borist með Labrador- straumnum niður fyrir suðurodda Græn- lands þar sem hann mætir Golfstraumnum, sem borið hefur skeytið upp að Íslands- ströndum. Ekki er ólíklegt að það hafi farið með straumnum umhverfis landið áður en haf- aldan skolaði því upp á land við Selatanga. Þeir Ívar Snær og Guðsteinn eru búnir að skrifa Willam Hansen skipstjóra bréf með myndum af fundinum og bíða nú spenntir svars. Það bréf var reyndar sent með hefð- bundnum pósti en ekki í flöskuskeyti. Óvæntur fundur í fjöruferð: Fundu flöskuskeyti Á þessu korti sést leið flöskuskeytisins. Ívar Snær og Guðsteinn Fannar með flöskuskeytið góða. VF-mynd:elg Flöskuskeytið í fjörunni við Selatanga. VF-mynd: elg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.