Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. APRÍL 2008 29STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000 Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, hélt tölu á fundi VSFK og MSS í Vík sl. fimmtudag þar fór hann yfir fjölmörg mál, en það sem brann á flestum var spurningin um álver í Helguvik. Víkurfréttir tóku Össur tali eftir fundinn. -Þú sagðir hér að ríkisvaldið muni ekki standa í vegi fyrir byggingu álvers. Það sem ég sagði er eftirfar- andi. Það eru breyttir tímar. Áður var það þannig að rík- isstjórn og Alþingi tóku ákvörðun um það hvar álver ætti að rísa. Svo er ekki í dag. Það eru fyirtæki og sveitarfélög, ef þau geta komið sér saman, sem taka ákvörðun um það. Ríkisstjórn gæti hins vegar lagt fram á Alþingi frumvarp sem beinlínis miði að því að banna slíkt álver og það liggur alveg ljóst fyrir að þessi ríkisstjórn mun ekki gera það. Ekki frekar en formaður Vinstri Grænna sem lýsti því yfir á sínum tíma að álverið væri ekkert últimatum ef hann kæmist í hjónasæng með Sjálfstæðisflokknum. -Hvað finnst þér um möguleika Suðurnesja í náinni framtíð. Ég held að Suðurnesin séu það svæði á landinu þar sem vaxt- armöguleikar og tækifæri eru langmest í framtíðinni. [...] Það er sérstaklega tvennt sem er algjör sérstaða fyrir þetta svæði. Það eru annars vegar þessar miklu orkulindir á tiltölulega litlu svæði og í öðru lagi er það flugstöðin. Þar finnst mér stundum eins og heimamenn geri sér ekki grein fyrir þeim ofboðslegu vaxtarmöguleikum sem felast í henni. Því er til dæmis spáð í varfærnum spám að árið 2015 muni hún hafa stækkað þannig að það þurfi fast að þúsund manns til viðbótar. Og ef við tökum sem dæmi spár virtra ráðgjafafyrirtækja þá gæti jafnvel verið þörf á 4-5000 manns bara við flugtengdan rekstur þegar kemur undir árið 2030, eða í þann mund sem ég ætla að hætta sem iðn- aðarráðherra. -Finnst þér eðlilegt að stofnanir eins og Landhelgisgæslan flytj- ist hingað á Keflavíkurflugvöll? J*, mér finnst það og er langt síðan að ég lét þ* skoðun uppi. [...] Sjálfur er ég þeirrar skoðunar það eigi að láta ný störf verða til úti á landi, en hér finnst mér að landhelgisgæslan eigi að vera. Hér getur hún vaxið og það verður mikil þörf fyrir hennar starfsemi þegar við t.d. veitum leyfi til olíuleitar. [...] Sömuleiðis finnst mér rétt að athuga hvort Neyðarlínan fari líka hingað. Ég hef auðvitað ekkert vald yfir því, en það er mín persónulega skoðun. -Er álver að fara að rísa í Helguvík? Ískalt mat... Ég tel líkurnar á því hafa aukist en það ræðst af því hvort menn geti fundið orku hér sem dugar og svo finnst mér í hreinskilni sagt að Norðurál hefði getað verið diplómatískara í samskiptum við umheiminn. Menn verða að reyna að ná sátt um svona hluti. Að minnsta kosti að taka sig niður á einhvers- konar samnefnara. Ég hafði ekki hugmynd um það, sem iðnaðar- ráðherra, að það stæði til að fara í framkvæmdir hér um daginn. Mér fannst það mjög skrítið! LÍKUR Á ÁLVERI HAFA AUKIST Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- ráðherra, á fundi í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.