Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 4
4 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 15. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Hita veita Suð ur nesja hf. tók orkuver 6 formlega í notkun í sl. viku. Afkasta- geta hverfils orkuversins er 30 megawött. Raforkan sem unnin er í Orkuveri 6 er að hluta til orka úr jarðhitakerfi Svartsengis sem ekki hefur nýst hingað til. Gufuhverfill- inn er einnig mjög sérstakur þar sem hann er hægt að keyra á 16 bara þrýstingi, 6 bara þrýstingi og 0,6 bara þrýstingi. Vegna þessa hefur hverfillinn fengið nafnið Kolkrabbinn, en inn á vélina liggja fjölmargar leiðslur. Hugmyndin um að nýta mis- munandi þrýsting í vinnslu- kerfinu var borin undir Fuji Electric Systems í Japan sem framleitt hafa flestar vélar virkjunarinnar í Svartsengi. Sérfræðingum Fuji leist ekki á hugmyndina um fjölþrýstivél í upphafi en sáu svo að slík vél gæti einnig hentað öðrum jarðhitakerfum og aukið nýtni og sveigjanleika. Framkvæmdir við virkjunina hafa staðið yfir í nærri tvö ár. Framleiðsla í virkjuninni hófst fyrir áramót en þar sem gufu- öflun var ekki lokið komst hann ekki í full afköst fyrr en í síðasta mánuði. Þá var tengd við hann ný hola sem boruð var í Svartsengi, hola SV-22. Orkuver 6 er í afar flóknu sam- spili við aðra hluta orkuvers- ins í Svartsengi. 15 megavött af raforkunni frá Orkuveri 6 fara til álvers Norðuráls á Grundartanga til seinni hluta árs 2011 en eftir það er sú orka laus til annarra verkefna og 15 megavött fara á almennan markað. Heildarkostnaður við fram- kvæmdina, ásamt fjármagns- kostnaði, verður um 4,4 millj- arðar kr. Ósáttur við uppskipti Hitaveitu Suðurnesja hf. Aðalfundur Hitaveitu Suður- nesja hf. var haldinn í síðustu viku. Þar kom fram að nú er verið að bora fjórðu holuna á Reykjanesi sem er ætluð fyrir aflvél 3 og á að framleiða 50 megavött. Þá er verið að vinna í heimildum til borana í Eld- vörpum og síðan á Krísuvíkur- svæðinu. Hitaveita Suðurnesja er að vonast til að geta bætt við 70-100 megavöttum í raf- orkuframleiðslu á Reykjanesi innan þriggja ára. Varðandi orkuöflun fyrir fyrir- hugað álver Norðuráls í Helgu- vík, sagði Júlíus Jónsson, for- stjóri HS, að möguleikarnir væru klár lega fyr ir hendi frá náttúrunnar hendi. Leyf- isferlar þurfi hins vegar að ganga upp og í sátt við allt. Gengishagnaður varð upp á 900 milljónir hjá Hitaveitu Suðurnesja hf. á síðasta ári. HS seldi eignir á síðasta ári fyrir 500 milljónir króna og fékk einnig eingreiðslu frá Varnarlið- inu upp á 10 milljónir dollara. Á þessu ári mun Hitaveita Suð- urnesja hf. leggja nýja neyslu- vatnslögn til Vestmannaeyja. Verkið verður unnið í júlí og mun kosta um einn milljarð króna án virðisauka. HS hefur verið í viðræðum við stjórn- völd vegna vatnsveitunnar í Eyjum, þar sem hún getur ekki talist arðbær. Þannig eiga vatnsveitur að standa undir eigin rekstri en hins vegar er þak á því hvernig verðleggja má vatn til viðskiptavina. Það módel getur engan veg- inn gengið upp í Vestmanna- eyjum. Júlíus sagði í samtali við Víkurfréttir að stjórnvöld væru að viðurkenna stöðuna og á von á að þau komi til móts við Hitaveitu Suðurnesja hf. í málinu, vegna sérstöðu Vestmannaeyja. Júlíus ræddi einnig um frum- varp sem nú liggur fyrir þing- inu um uppskiptingu er varða einkaleyfisþætti og samkeppn- isþætti. Ef frumvarpið verður að lögum, verða líklega tveir aðalfundir á næsta ári. Hita- veita Suðurnesja, sem byggð hefur verið upp í 30 ár, verður þá skipt upp og þá er spurn- ing hvernig þeim fyrirtækjum mun reiða af. Júlíus er ekki sáttur við frum- varpið og þær breytingar sem yrðu á HS og fyrirtækið sér engan ávinning af breyting- unni. „Breytingin mun aðeins hafa í för með sér kostnaðar- auka og minni skilvirkni sem allir vita, sem vilja vita, að lendir á endanum á viðskipta- vinum. Júlíus segir að það sem þarf að tryggja er að auðlind- irnar og jarðhitinn nýtist fólk- inu í landinu með eðlilegum hætti. Hver á auðlindirnar, skiptir ekki máli, ef nýtinga- rétturinn er klár“, sagði Júlíus í samtali við Víkurfréttir. Varðandi fyrirhugað álver í Helguvík, sagði Júlíus að Hita- veita Suðurnesja ætli að koma með 100-150 megavött af raf- orku í fyrsta áfanga álversins. Júlíus telur að HS fari langt með að ná 100 megavöttum á Reykjanesi og því sem uppá vantar í öðrum virkjunar- kostum HS. Kolkrabbinn framleiðir 30 megavött í Svartsengi Frá stjórnarfundi Hitaveitu Suðurnesja, sem haldinn var strax eftir aðalfund. Þar var Árni Sigfússon kosinn stjórnarformaður HS. Myndir: Páll Ketilsson Barnabörn sex vélfræðinga Hitaveitu Suðurnesja, sem tóku skóflustunguna að Orkuveri 6, klipptu á borða og tóku orkuverið formlega í notkun.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.