Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 15. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Það er skammt stórra gjafa á milli hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja vegna fjársöfn- ununar sem félagið stendur fyrir til kaupa á krabbameins- leitartækjum. Eins og við greindum frá í síðustu viku komu fulltrúar Kaupfélags Suðurnesja og Samkaupa færandi hendi með eina milljón króna til söfnun- arinnar. Í vikunni komu svo fulltrúar Kven fé lags ins í Njarð vík með eina og hálfa milljón til söfnunarinnar og eru full- trúar Krabbameinsfélagsins að vonum afar þakklátir og ánægðir með þessar rausnar- legu gjafir. Féð sem kvenfélagskonurnar gáfu í morgun er úr sérstökum styrktarsjóði félagsins sem not- aður er til ýmissa líknarmála. Um 30 konur eru virkar í fé- laginu um þessar mundir og segja fulltrúar þess að þær mættu gjarnan vera fleiri. Það að starfa í kvenfélagi sé gef- andi og skemmtilegt og henti konum á öllum aldri. Krabbameinsfélagið hóf fyrir nokkru fjármögnun að berkju-, maga- og ristilspeglunartæki fyrir Heilbrigðisstofnun Suður- nesja og var leitað til fyrirtækja og félagasamtaka eftir stuðningi við verkefnið en kostnaður við það er um 10 milljónir króna. Tækið hefur nú þegar verið sett upp og verður afhent formlega í dag. Það er mjög fjölþætt og nýtist bæði við forvarnir og grein- ingu krabbameins sem og við meðhöndlun annarra kvilla í meltingar- og öndunarvegi. Með tækinu er sú þjónusta, sem hingað til hefur þurft að sækja til Reykjavíkur, þar með komin í heimabyggð. Söfnunarreikningur Krabba- meinsfélags Suðurnesja er 1109-05-404790, kt. 431095- 2469. Stjórn Reykjanesfólksvangs hefur fengið aukið ráðstöfunarfé og verður því m.a. varið til að ráða landvörð á ársgrundvelli. Á borði hennar bíða fjölmörg verkefni, s.s. að full- klára tjaldsvæði í Krókamýri en vinna við það hófst síðasta sumar. Þá eru ýmis göngu- leiðaverkefni í bígerð, verið er að laga upplýs- ingaskilti, fólksvangsvörðurnar verða lagaðar og ruslagámum komið í gott horf. Umgengni um fólksvanginn hefur oft á tíðum ekki verið til fyrirmyndar en sýnilegur árangur varð þó síðasta sumar þegar landvörður var ráðinn til starfa í fyrsta skipti. Hafði hann mikil afskipti af fólki vegna utanvegaaksturs, að sögn fulltrúa Grindavíkurbæjar í stjórn fólksvangs- ins. Fólk á torfæruhjólum hefur sótt mikið inn á svæðið. Sem dæmi má nefna að 2. september 2007 taldi landvörðurinn 200 hjól á svæðinu. Reykjanesfólkvangur: Ljósmynd/elg: Ferðafólk skoðar náttúruperluna Seltún í Krýsuvík. Landvörður ráðinn í heilsársstarf Mynd/elg: Frá afhendingunni talið frá v.: Anna María Ein- arsdóttir og Ómar Steindórsson, fulltrúar Krabbameins- félags Suðurnesja, Elín Guðjónsdóttir, formaður Kvenfé- lagsins í Njarðvík, María Ögmundsdóttir, ritari og Valgerður Jónsdóttir, gjaldkeri. Gáfu eina og hálfa milljón til Krabbameinsfélagsins Guðnýjar Ingibjargar Bjarnadóttur, Vallargötu 7, Sandgerði. er lést 17. mars. Guð blessi ykkur öll. Jón Ásmundsson, Helga Karlsdóttir, Kristín Ásmundsdóttir, Jón Árni Ólafsson, Ragnheiður E. Ásmundsdóttir, Magnús Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför áskærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.