Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 2
2 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Nicolai Gissurar Bjarnasonar, Stekkjargötu 53, Innri Njarðvík. Svanhildur Einarsdóttir, Ingvar Gissurarson, Margrét Hallgrímsdóttir, Anton Gylfason, Ingvar Gylfason, Sigríður Erna Geirmundsdóttir, barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, Álver í Helguvík er einn af þeim þáttum sem gert er ráð fyrir í endurskoðaðri þjóð- hagsspá fjármálaráðuneytis- ins sem birt var í vikunni. Þar er fjallað um framvindu og horfur helstu þátta efna- hagsmála á árunum 2008- 2010 á grundvelli nýrrar þjóðhagsspár fjármálaráðu- neytisins auk framreikninga til ársins 2013. Væntanlegt álver er talið lengst á veg komið af öllum stóriðjuá- formum og er hið eina í þeim hópi sem er gert ráð fyrir í meginspá, en aðrar, t.d. álver Alcoa á Bakka við Húsavík, stækkun álvers í Straumsvík og væntanlegar hreinkísilverk- smiðjur í Þorlákshöfn, eru sagðar á undirbúningsstigi og eru því í fráviksspá. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga álversins í Helguvík, sem stefnt er að því að gang- setja árið 2010, eru 60-70 millj- arðar. Þar af fer rúmlega helm- ingur í kaup á tækjum og bún- aði, en um 15% í launakostnað og annað eins vegna kaupa á byggingarefni og búnaði. Í kafla um losunarheimildir vegna gróðurhúsalofttegunda frá væntanlegum stóriðjuverk- efnum segir að vissulega sé ekki ljóst hvort þær muni allar rúmast innan marka. Það er hins vegar ekki útilokað að hagkvæmt gæti reynst að reka álver á Íslandi, þótt kaupa þyrfti til þess losunarheimildir á markaði. Flest virðist því benda til þess að álversframkvæmdir haldi áfram, enda hefur komið fram að stjórnvöld hafa ekki úrræði til að stöðva framkvæmdina þó vilji væri til þess, nema með sértækri lagasetningu á Alþingi. Rétt er þó að því sé haldið til haga að orkuflutningarmál eru enn ekki komin á hreint, en Suðurlindir hafa undanfarið verið að funda með fulltrúum Landsnets um að ná sameigin- legri niðurstöðu í það mál. Björgvin G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra, sagði í sam- tali við Viðskiptablaðið fyrir skemmstu að hann efist um að það sé raunhæft markmið að koma í veg fyrir að álverið í Helguvík rísi. Það hafi ein- faldlega verið komið of langt í undirbúningi fyrir síðustu kosningar. Í sama blaði sagði Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbank- ans, að betra tilefni sé til ál- versframkvæmda í Helguvík nú en oft áður við upphaf slíkra fram kvæmda. Hún bætti því við að ef stjórnvöld óttist þensluáhrif vegna fram- kvæmdanna væri eðlilegra að draga úr opinnberum fram- kvæmdum á meðan. Að mati forráðamanna Norður- áls mun uppbygging álversins í Helguvík ekki valda óæski- legri þenslu í samfélaginu og fjarri lagi sé að tala um hættu á kollsteypu. Efnahagsleg áhrif verða lítil á þessu ári og þeirra fari ekki að gæta fyrr en 2009 og 2010. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting vegna álvers Norðuráls í Helguvík verið 12- 15 milljarðar króna í ár. Stóriðjuáform á Íslandi: Álver í Helguvík talið með í þjóðhagsspá Kátt var á hjalla í Reykjanes- höll á þriðjudag en þar var síðasti göngudagur fyrir sum- arfrí. Á hverjum degi í vetur hafa tugir manna og kvenna komið saman í Reykjaneshöllinni, allt á annað hundrað, og gengið þar saman, sér til skemmtunar og heilsubótar. Nú hefur verið gert hlé á dagskrá en allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta þegar fjörið hefst á ný með haustinu. Á lokadeginum var boðið upp á kaffi og tertur auk þess sem sönghópurinn Friðarlilj- urnar frá Rauðakrossdeildinni í Grindavík léku og sungu nokkur sígild lög og auðvitað var sungið dátt með. Loftmynd: Oddgeir Karlsson Heilsurækt: Vetrarvertíð lokið í Reykjaneshöllinni Friðarliljurnar leika og syngja. Fjöldi fólks hefur mætt á hverjum degi til að njóta hreyfingar og ekki síður fyrir félags- skapinn. VF-myndir/Þorgils

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.