Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2008, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 30.04.2008, Blaðsíða 31
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN 30. APRÍL 2008 31STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggilltur fasteignasali laugi@studlaberg.is Halldór Magnússon Löggilltur fasteignasali dori@studlaberg.is Guðlaugur Ingi Guðlaugsson Sölumaður gulli@studlaberg.is Fasteignasalan Stuðlaberg · Hafnargötu 29 · 2. hæð · 230 Reykjanesbæ · Sími: 420 4000 · Fax: 420 4009 · www.studlaberg.is Sjafnarvellir 1, Kefl avík. Um 160m2 6 herb parhús á tveimur hæðum ásamt 32m2 bílskúr. Parket og fl ísar á öllum gólfum, fallegar innréttingar, baðherb fl ísalagt í hólf og gólf. Tvær timbur verandir við húsið. Hátún 39, Kefl avík. Um 143m2 steypt parhús á tveimur hæðum ásamt 39m2 bílskúr. 4 - 5 svefnherbergi, rúmgott eld- hús og stofa og afgirt verönd á baklóð. Búið er að endurnýja allar lagnir í húsinu. Frábær staður innst í botngötu. Miðtún 7, Kefl avík. Mjög góð 105m2, 4ra herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli ásamt 47m2 bílskúr. Herbergi er í hluta af skúr. Allt er nýlegt í eldhúsi og á baði og innihurðir eru nýjar. Góð afgirt verönd á baklóð með heitum potti. Laus fl jótlega. Akurbraut 6, Njarðvík. Mjög snyrti- legt 134m2 4ra herbergja raðhús, þar af er innbyggður bílskúr um 30m2. Mjög fallegar eikar-innréttingar og parket og hurðir í stíl. Hiti í gólfum, innangengt í skúr og epoxy er á skúrgólfi . Opið hús 1. maí kl. 12.00 - 13.00! 27.300.000,- 26.800.000,- 20.300.000,- Mávabraut 8-D, Kefl avík. Mjög skemmtilegt 132m2 endaraðhús á tveimur hæðum með fjórum svefn- herb. ásamt 45m2 sambyggðum bílskúr. Bæði baðherbergin nýtekin í gegn, fall- egur arinn í stofu og sólpallur m/heitum potti á baklóð. Bílskúr m/gryfju. 26.500.000,- Norðurvellir 64, Kefl avík. Um 118m2 4ra herbergja raðhús ásamt ca. 36m2 bílskúr. Falleg og vel skipulögð eign, parket og fl ísar á gólfum og baðherbergi er allt fl ísalagt. Forhitari er á miðstöð og hiti er í innkeyrslu. Góður staður. 28.000.000,- 29.900.000,- 33.800.000,-28.500.000,- Erlutjörn 7, Njarðvík. Um 231m2 staðsteypt einbýlishús í byggingu, þar af er innbyggður bílskúr ca. 45m2. Húsið er hannað af arkitekt og skilast fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð en fokhelt að innan. Mikil lofthæð er í öllu húsinu sem tilbúið er til afhendingar fl jótlega. Heiðarbraut 3, Kefl avík. Um 141m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt 29m2 bílskúr. Glæsileg eign sem er mikið búið að endurnýja. Búið er að skipta um allt gler, glugga og hurðir. Verönd er á baklóð með heitum potti. Skipti möguleg á ódýrari. Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 Nú skal spara Það var ágæt stemmning á fundi Sparisjóðsins en þó höfðu menn í flimtingum að nú væri sjóður Suðurnesjamanna að spara því einungis var boðið upp á kaffi- bolla og vatn. Ekki einu sinni kleinur. Það var í stíl við ræðu sparisjóðsstjóra sem sagði allar leiðir notaðar til hagræðingar. Nokkrir fundarmenn gerðu létt grín að þessu við sparisjóðsstjóra en alltaf hefur verið boðið upp á góðar veitingar á fundum SpKef. Treysti Geirmundi og stjórninni Páll Jónsson, fyrrverandi Spari- sjóðsstjóri kom í pontu og sagði þetta ekki í fyrsta skipti sem harðnaði á dalnum hjá Sparisjóðnum. „ É g m a n e f t i r tveimur öðrum erf- iðum tímabilum í tíð okkar Tómasar heitins. Fyrst árin 1973 til ´75 en þá reyndi Landsbank- inn að komast yfir Sparisjóðinn án árangurs. Hitt var í kringum 1992-1993 en þá þurfti Spari- sjóðurinn að innleysa mikið af eignum. Ég tel að Sparisjóður- inn hafi aldrei staðið jafn vel og nú til að takast á við þær þreng- ingar sem nú eru. Markaðurinn á eftir að fara aftur upp og ég treysti Geirmundi, sparisjóðs- stjóra og stjórninni nú sem fyrr til góðra verka,“ sagði Páll. Tómasar minnst Tómasar Tómassonar, fyrrver- andi sparisjóðsstjóra var minnst í upphafi fundar með stofnfjár- eigendum Sparisjóðsins í Kefla- vík með mínútu þögn og stóðu all ir fundarmenn úr sætum sínum og heiðruðu þannig minn- ingu Tómasar sem lést nýlega. Tómas var sem kunnugt er spari- sjóðsstjóri með Páli Jónssyni frá 1974 til 1992 en það var mikið um breyt inga- og upp gangs- tímabil hjá SpKef. Hann flutti ávallt magnþrungnar ræður á fundum Sparisjóðsins svo eftir var tekið. Það gerði hann síðast á aðalfundi í fyrra og studdi þá m.a. frekari sameiningu spari- sjóðanna. Sameining Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Þórs- hafnar var samþykkt á fundi stofnfjáreigenda sl. mánudag. Geirmundur Krist insson, sparisjóðsstjóri sagðist fagna sameiningunni og að hún myndi styrkja eiginfjárstöð- una og stækka efnahagsreikn- ing Sparisjóðsins. Áfram yrði unnið að því að sameinast fleiri sparisjóðum en sl. haust var öllum sent bréf frá SpKef og þeim boðið að sameinast. Guðni Örn Hauksson, spari- sjóðsstjóri Þórshafnar sagði að í framhaldi af bréfi frá SpKef hafi sameiningarferli farið í gang og verið sam- þykkt í annarri tilraun. Ljóst væri að styrkur fælist í sam- einingu og erfitt ástand væri fyrir litla sparisjóði. Rekstur Sparisjóðs Þórshafnar hefur þó verið góður en hagnaður var rétt tæpar 100 millj. kr. eftir skatta á sl. ári og lausafjár- staða hans er mjög góð. Inn- lán voru hærri en útlán eða 1.800 millj. kr. á móti 1.600 m.kr. Sagði Guðni lausafjár- stöðuna mjög góða og hann ætti kláran hálfan milljarð ef það vantaði pening og fékk þá góðar móttökur meðal áttatíu fundarmanna. Geirmundur Kristinsson sagði ástand á fjármálamörkuðum ennþá slæmt og það kæmi niður á starfseminni og ekki væri mikið bolmagn til útlána þó lausafjárstaðan væri þokka- leg. „Við reynum að vera hag- sýn og ástandið er ekki alvar- legt, alla vega ekki ennþá. Þó geta verið blikur á lofti hvað varðar vanskil einstaklinga og fyrirtækja. Við höfum vissulega áhyggjur en erum þó bjartsýn og vonum að ástandið fari að lagast,“ sagði sparisjóðsstjóri. Áhyggjur en þó bjartsýni Sameining Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Þórshafnar samþykkt: Geirmundur Kristinsson, Þorsteinn Erlingsson, stjórnarformaður og Guðni Örn útibússtjóri á Þórshöfn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.