Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 19. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Orkuverið Jörð verður form- lega opnað í sumar. Blue Energy eða Orkuverið Jörð er verkefni sem byggist á ferða manna teng ingu við nýtt raforkuver Hitaveitu Suðurnesja hf. á Reykjanesi. Þar er nú um 100 megavatta virkjun sem vinnur umhverf- is væna orku úr jarð hita. Þar er nú tilbúinn sýningar- skáli „Orkuverið Jörð“ þar sem ferðamenn geta kynnt sér orkumál frá Miklahvelli að nýtingu jarðhita á Reykja- nesi. Sýn ing in er á um 1.000m² og opnar í sumar. Nýlega var undirritaður sam- starfssamningur milli Hita- veitu Suðurnesja hf. og Bláa demantsins, sem felur m.a. í sér að Blái demanturinn ann- ast rekstur sýningarinnar í Reykjanesvirkjun. Blái demanturinn (Blue Di- amond Entertainment Group) er verkefni sem byggir á nýrri stoð í afþreyingariðnaði á Ís landi; Sögu- og nátt úru þemagarður. „Blue Diamond Entertainment Group“ byggir á víð tæk um grunni, auk þemagarðsins má einna helst sjá fyrir sér skírskotun í upp- byggingu fyrirtækis eins og „The Walt Disney Company“. Grunnurinn að þemagarð- in um er þeg ar til stað ar og þróunin byggir því á að tengja segla saman og skapa með réttri markaðssetningu það gríðarlega aðdráttarafl sem samlegðaráhrifin bjóða uppá ásamt því að treysta „infrastructurinn“, svo hægt sé að þróa „conseptið“ vel áfram. Bláa demantinum hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu miss- erum og í dag eru eftirfarandi verkefni komin í eina sæng í þessu félagi; Víkingaskipið Íslendingur og húsnæði utan um hann, Smithsonian sýning um Víkingana með samstarf- samning við Smithsonian, Vík- ingaheimar, veglegt þorp með hugmyndafræði víkinganna að leiðarljósi, Brú milli heims- álfa, samstarfssamningur við Hitaveitu Suðurnesja hf. um rekstur Orkuversins Jörð og hug mynd ir eru uppi með rekstur á Gjánni í Eldborg. Þá má nefna að veglegur kynn- ingarbás verður settur upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þar hefur nú þegar verið sett upp líkan af víkingaskipinu Íslending. Ljóst má vera að þegar verk- efni Bláa demantsins fer af stað af fullum þunga má gera ráð fyrir stórauknum áhrifum á þjónustu og verslun í Reykja- nesbæ og á Suðurnesjum öllum. Þeir stóru seglar sem hér um ræðir munu í auknum mæli draga að sér fjölda ferða- manna og þar af leið andi hafa í för með sér margfeld- isáhrif fyrir svæðið í heild. Nú stendur til að ríða á vaðið og koma viðeigandi kynning- arefni á framfæri og ráðast í markaðssókn. Hluti af þeirri sókn er myndarleg ferðaút- gáfa Víkurfrétta þetta sumarið í samvinnu við Bláa demant- inn. Sölufulltrúar Víkurfrétta eru þessa dagana að kynna útgáfuna og selja auglýsingar inn í ferðaritin sem koma út í sumar, en þeim verður meðal annars dreift á besta stað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem yfir tvær milljónir farþega fara um á ári. Innhlið Íslands Blái demanturinn byggir á fjórum áfangastöðum á Reykja- nesi auk viðbótar- og framleng- ingarsegla sem geta dregið að sér fjölda ferðamanna. Sé dregin lína á milli þessara staða verða til útlínur dem- ants. Hugmyndin gæti falið í sér hálfgert búðarborð til að auka sölu og kynningu á öllu Íslandi. Tilurð verkefnisins „Blue Diamond“ eða Blái dem- anturinn, er sú að leita svara við því hvað við Íslendingar getum gert í ferðamálum fram- tíðarinnar. Mik il aukn ing er í klæð- skerasaumuðum ferðum í heiminum í dag og ferðaþjón- ustumarkaðurinn er í sífellt auknum mæli að sérhæfa sig. Sú þróun kallar á einarða út- sjónarsemi í sérstaklega hönn- uðum ferðum. Ferðamenn vilja komast í styttri ferðir og þörf neytandans kallar á heilsdagsupplifun. Með beinar tengingar við „transit“ farþega og aðra sem staldra stutt við er kominn frekari grundvöllur fyrir kynningu á öllu sem ferðaþjónusta á Íslandi hefur upp á að bjóða. Á Reykjanesi höfum við innhlið Íslands og ber að nýta þá möguleika sem þar eru eins og frekast er unnt. Um 400.000 erlendir ferðamenn komu inn í landið gegnum Leifsstöð árið 2007 og öllum spám ber saman um að fjöldinn muni fara stöðugt vax- andi. Þessir ferðamenn stoppa margir stutt við á landinu og því tilvalið að bjóða þeim al- vöru afþreyingu í innhliðinu. Nú hefur Blái demanturinn í samstarfi við FLE komið upp kynningarsvæði á besta stað í flugstöðinni þar sem 2,2 milljónir flugfarþega ganga um á ársgrundvelli. Það hefur komið fram í könnunum að umhverfið skipti ferðamenn miklu og umhverfi Reykja- ness sé einstakt í heiminum. Það sé því markmið að bjóða upp á markaðshæfa vöru við innhliðið sem geti aukið enn frekar á kynningu landsins. Stór framtíðarsýn í ferðamálum á Íslandi verður að veruleika - Víkurfréttir í ferðaútgáfu með Bláa demantinum Blái demanturinn:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.