Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 08.05.2008, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 8. MAÍ 2008 15STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Ný álgluggaverksmiðja á Keflavíkurflugvelli skapar nærri tuttugu störf. Nokkrir tugir fyrirtækja eru nú komin með rekstur á gamla varnar- svæðinu. Það er fyrirtækið Formaco sem starfrækir nýju gluggaverksmiðjuna sem er staðsett á verktakasvæðinu í byggingu 2300 á Vallarheiði og vel á annan tug manna vinna við hana og er líklegt að þeim fjölgi á næstunni. Verksmiðjan stefnir að því að auka markaðshlutdeild sína í 40% á næstu þremur árum en um 90% af álgluggum er flutt inn til landsins. Í nýju verksmiðjunni er mjög full- kominn tækjabúnaður og ræsti Árni Sigfússon, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar hana í formlegu opnunarhófi. Formaco sinnir mikið op- inbera geiranum í sinni ál- glugga fram leiðslu og því hefur samdrátturinn í bygg- ingariðnaði ekki haft teljandi áhrif á rekstur. Ragnar Jó- hannsson, forstjóri fyrirtæk- isins segir framtíðina bjarta því framundan séu ýmsar framkvæmdir á vegum hins opinbera. Nú þegar hefur verið samið um nokkur verk og þá séu á lokastigi viðræður um alla glugga í nýbyggingu Háskólans í Reykjavík. Að- spurður um mismun á ál- og timburgluggum sagði Ragnar að í áli væri meiri möguleiki á að hafa glerfletina stærri vegna burðarþols og hingað til hafi stærri byggingar nær eingöngu notað álglugga. Það hafi hins vegar verið að breyt- ast. Ástæðan fyrir því að Formaco ákvað að setja upp verksmiðj- una en fyrirtækið hefur flutt inn álglugga í rúman áratug er sú að borið hafi á því að undanförnu að afhendingar- tímar hafi ekki staðist og því hafi verið ráðist í þessa fram- kvæmd. Ragnar sagði að stað- setningin á Suðurnesjum hafi m.a. þótt heppileg með tilliti til þess að þar væri fyrir hendi þekking meðal iðnaðarmanna og að þeir hefðu það orð á sér að vera traustir starfsmenn. Ný álgluggaverk- smiðja á Vallarheiði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, setur álgluggaverksmiðjuna formlega í gang. Ragnar Jóhannsson, forstjóri Formaco, fylgist með. Víkurfréttamynd: Páll Ketilsson Verksmiðja Formaco er tæknilega mjög fullkomin.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.