Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 15.05.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 20. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Bætt aðgengi hefur lengi verið eitt helsta baráttumál fatlaðra. Þrátt fyrir að lög um þetta hafi verið í gildi síðan seint á 8. áratug síðustu aldar er ennþá víða pottur brotinn. Engu að síður hefur mik ið áunn ist í þess um efnum, að sögn Guðjóns Sig- urðssonar, formanns MND sam tak anna. Hann kom einmitt í stutta vettvangsferð til Reykjanesbæjar ekki alls fyrir löngu og kannaði að- gengi í nokkrum stofnunum og verslunum. Á flestum stöðum voru hlutirnir í góðu lagi og afhenti Guðjón þeim aðilum sérstakan límmiða til að setja í glugga en miðinn gefur til kynna að ALLIR séu velkomnir. Guðjón endaði rúntinn með heimsókn á bæjarskrifstofuna þar sem honum var vel tekið. Þar á bæ er nú unnið að átaki til að bæta aðgengi fyrir fatl- aða í bæjarfélaginu í samræmi við markmið bæjaryfirvalda um slysalausa sýn og aðgengi fyrir alla. Bær inn mun að stoða og hvetja fyrirtæki til að bæta að- gang að starfsstöðum sínum og á helstu þjónustuleiðum. Gerð verður úttekt á farar- tálmum og í framhaldi lögð fram áætlun um það hvernig megi fækka þeim eða eyða. Skipuð var sérstök undirbún- ingsnefnd vegna þessa í haust og eiga sæti í henni tveir fatl- aðir einstaklingar. Vinna við undirbúninginn hefur tafist í vetur vegna snjóa og ófærðar en er að fara á fullt aftur. Verslanir og þjónustufyrirtæki mega því búast við heimsókn tæknimanna á næstunni, sem munu yfirfara og skoða stöð- una á hverjum stað með það fyrir augum að meta kostnað og gera tillögur til úrbóta. Þeir sem fengu hrós og lím- miða hjá Guðjóni í þessari umferð voru Hitaveita Suður- nesja, Sýslumannsembættið, bæjarskrif stofan, Ráin og Sjúkraþjálfun Suðurnesja. Aðgengismál í Reykjanesbæ: Stuðlað að aðgengi fyrir alla Guðjón í kaffi á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar. Hann var að vonum hrifinn af þeim fyrirætl- unum sem þar eru uppi í aðgengismálum og hvatti menn til dáða. VF-myndir: elg Óárennilegar tröppur. Helstu vandamálin varð- andi aðgengi hafa verið við eldri byggingar sem voru reistar löngu áður en reglugerðir um aðgengi fyrir fatlaða komu til sögunnar. Sýslumannsskrifstofan var á meðal þeirra sem fengu hrós og límmiða frá Guðjóni. Hér tekur Halldóra Katrín, skrifstofustjóri við límmiðanum. Þetta á ekki að sjást við opinberar byggingar. Ef Guðjón ætlaði að kæra einhvern fyrir að brjóta lög um aðgengi gæti hann það ekki því hann kemst ekki inn á lögreglustöðina. Háir þröskuldar eins og þessi eru því miður allt of víða og eru vitaskuld farartálmar fyrir manneskju í hjólastól. Nokkrir slíkir eru við verslanir á Hafnargötunni. Lítil skábraut sem kostar ekki mikið væri allt og sumt til að bæta úr í þessu tilviki. Guðjón segir að það þurfi nefnilega ekki alltaf að kosta mikið eða vera flókið að bæta aðgengi. Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars viljum við minna á persónulega þjónustu og afslappað andrúmsloft Pöntunarsími: 421 3080 Kveðja, Bára og Gréta Túngötu 16 Bára - s. 847 2506 Gréta - s. 846 8132

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.