Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 4
4 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR VIÐGERÐARÞJÓNUSTA á þvottavélum og þurrkurum Steinar Ragnarsson sími: 8486109 Varnarmálastofnun Íslands var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn um síðustu helgi. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, utanríkisráðherra, og Ellisif Tinna Víðisdóttir, nýráðin forstjóri stofnun- arinnar, kynntu hlutverk og komandi verkefni fyrir þingmönnum, ráðherrum og öðrum góðum gestum á öryggissvæðinu á Keflavíkur- flugvelli. Verkefni Varnarmálastofnunar eru að mestu leyti rekstur ís- lenska loftvarnakerfisins, en meðal annarra starfsþátta má nefna þátttöku í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmis- gæslu NATO, rekstur, umsjón og hagnýtingu öryggissvæða og mannvirkja sem og undir- búning og umsjón varnaræf- inga hérlendis. Starf semi stofnunar innar verður nokkur en hún mun telja um 50 starfsmenn og eru starfsstöðvar á Miðnesheiði, Helguvík, Bolafjalli, Gunnólfs- víkurfjalli og Stokksnesi fyrir utan Keflavíkurflugvöll. Stofn- unin heyrir undir utanríkis- ráðuneytið. Í samtali við Víkurfréttir sagði utanríkisráðherra að um tíma- mót væri að ræða. „Nú erum Varnarmálastofnun tekin til starfa við sem sjálfstæð og fullvalda þjóð að taka algerlega yfir og sjá um okkar eigin varnarvið- búnað.“ Hún vísaði einnig þeim gagn- rýnisröddum á bug sem telja þörfina á slíkri stofnun litla þar sem engin ógn steðji að landinu. „Þetta er aðallega spurning um að gæta að loft- helgi sinni og landhelgi þannig að það sé ekki litið á það sem opið rými og einskis manns land.“ Samkeppnin um Ljósalagið 2008 verður auglýst á næst- unni, en Menningarráð Reykjanesbæjar hefur falið fram- kvæmdastjóra að hefja undirbúning að keppninni sem fyrst. Valið verður eitt lag og skal það sérstaklega samið fyrir þetta tilefni, eins og segir í fundargerð ráðsins. Þar kemur auk þess fram að ekki verður gert ráð fyrir að gefinn verði út diskur í ár en leitað annarra leiða til að koma laginu á framfæri. Lagt er til að verðlaunaupphæðin verði kr. 500.000. Leitin að Ljósalaginu að hefjast VF-mynd/Þorgils Fjölmenni sótti opinn dag hjá Brunavörnum Suðurnesja um síðustu helgi. Þar kynnti BS starf- semi sína auk þess sem tveir nýir sjúkrabílar og körfubíll voru teknir formlega í notkun. Nýi körfubíllinn nær mest 32 metra í loft upp og er búinn margskonar nýjungum. Er um að ræða annan stærsta og fullkomnasta körfu- bíl landsins sem á eftir að skipta sköpum við erfiðar aðstæður. Guðfinnur Sigurvinsson, for- maður stjórnar BS sagði við þetta tilefni að bíll- inn væri afar mikilvægur þar sem Reykjanesbær sé í stöðugri uppbyggingu og háhýsum fjölgi. Þennan dag var einnig skrifað undir endur- skoðaðan samning um sjúkraflutningaþjónustu á Suðurnesjum. Sjúkraflutningar eru stærsti hluti starfsemi BS og hefur vaxið mikið með fólksfjölguninni sem orðið hefur á svæðinu. Á árinu 2005 voru 1231 sjúkratilfelli en tölfræðin bendir til að á árinu 2008 verði fjöldi sjúkra- flutninga um 2000, enda er íbúafjöldi á útkalls- svæði BS yfir 20.000. Loks sagði Sigmundur Eyþórsson, slökkvi- liðsstjóri, að BS hefði „aldrei fyrr verið betur tækjum búið, mannauður og skipulag liðsins væri gott og liðið skilaði frábærlega góðu starfi bæði á útkallssviðinu sem og í forvörnum,“ eins og segir í frétt á vef BS. Dagskrá opins dags lauk síðan með því að séra Sigfús B. Ingvason blessaði nýju bílana. Vígðu nýjan körfubíl Opinn dagur hjá Brunavörnum Suðurnesja: Aukin umsvif á Keflavíkurflugvelli:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.