Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 18
18 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR „Þetta er eins og að hand- leika stýripinna í tölvuleik,“ sagði Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Voga, eft ir að hann hafði far ið fimum fingrum um stjórn- tæki stórvirkrar skurðgröfu. Verkefnið sem Birgir var að leysa var fyrsta skóflustungan að nýju 500 íbúða hverfi í Vogum. Þó svo Birgi hafi liðið eins og í tölvuleik, þá sáu viðstaddir að hann myndi strax eiga í erfiðleikum með fyrsta borð. Eftir vandræðagang við að koma skóflunni almennilega í jörð fékk Birgir tilsögn í að ná skóflufylli af mold. Það varð til þess að eftirleikurinn var auð- veldur og fyrsta skóflustungan var staðreynd. Það er verktakafyrirtækið Nes- byggð sem ætlar að byggja íbúða hverf ið, sem verð ur fullbyggt með 500 íbúðum. Hverfið verður byggt í tveimur áföngum og í þeim fyrri verða 250 íbúðir. Þar af verða um 50 einbýlishús, 70 íbúðir í rað- og parhúsum og restin í fjölbýlis- húsum. Framkvæmdatíminn er óljós sem stendur en verktakinn gerir sér grein fyrir þreng- ingum á markaði og ætlar að haga seglum eftir vindi, eins og komist var að orði. Róbert Ragnarsson bæjar- stjóri bindur miklar vonir í þetta verkefni en þegar því verður lokið hefur íbúða- byggð í Vogum ver ið tvö- földuð. Frá fyrstu skóflustungunni. VF-myndir: Hilmar Bragi Framkvæmdir hafnar við 500 íbúða hverfi Heilsugæsla HSS í Grindavík fékk góða gjöf á dögunum þegar kvenfélagskonur úr bænum komu færandi hendi með veglegan blóðtökustól. Stóllinn góði verður notaður á rannsóknardeild og er hugs- aður fyrir þá skjólstæðinga heilsugæslunnar sem koma til að láta taka úr sér blóðsýni. Ættu þeir nú að geta látið fara vel um sig á meðan á blóðtök- unni stendur. Sigríður Snæbjörnsdótt ir, framkvæmdastjóri HSS, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði innilega fyrir hönd stofnunar- innar. Sagði hún að stóllinn væri mjög mikilvægt tæki og þakkaði kvenfélagskonum sér- staklega fyrir hlýhuginn. VF-mynd/Þorgils - Kvenfélags- konur ásamt fulltrúum HSS við stólinn góða. Gáfu HSS blóðtökustól Skipulagsmál í Vogum: Byggðastofnun: 3 milljónir í Saltfisksetrið Byggðastofnun hefur ákveðið að styrkja Salt- fisksetrið í Grindavík um þrjár milljónir króna. Styrkurinn er til kominn vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar vegna eflingar atvinnuþró- unar og nýsköpunar árin 2008-2009. Fénu verður varið til markaðssetningar Saltfisk- setursins. Alls bárust 253 umsóknir fyrir rúman 1,5 milljarð króna. 200 millj- ónir voru til úthlutunar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.