Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 5. JÚNÍ 2008 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Björn Bjarnason dóms- og kirkjumála- ráðherra hefur skipað Þórólf Halldórs- son, sýslumann á Patreksfirði, sem sýslu- mann í Keflavík frá og með 15. júlí 2008. Guð- geir Eyjólfsson, sem skip- aður hefur verið sýslu- maður í Kópavogi frá og með 1. júní 2008, hefur jafnframt verið settur til að gegna sýslu- mannsembættinu í Keflavík til 15. júlí þegar Þórólfur tekur við. Átta umsóknir bárust um embættið. Auk Þórólfs sóttu eftirtaldir um: Árni Haukur Björnsson, fulltrúi hjá sýslu- manninum í Keflavík, Ásgeir Eiríksson, fulltrúi og staðgengill sýslumannsins í Keflavík, Brynjar Kvaran, skrifstofustjóri og staðgengill sýslumannsins í Kópavogi, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögfræð- ingur í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, Halldór Frímannsson, sérfræðingur - lögmaður á fjármálasviði Reykjavíkur- borgar, Úlfar Lúðvíksson, skrifstofustjóri og staðgengill sýslumannsins í Reykjavík og Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík. Þórólfur nýr sýslumaður Sýslumannsembættið í Keflavík: Klessti á og flúði á fæti Ökumaður sem grunaður er um ölvun ók aftan á bíl á Hafnargötu, til móts við Vínbúðina á laugar- dag. Tjónvaldurinn hljóp af vettvangi í kjölfarið en lög regla hafði upp á hon um í heima húsi tæpum tveimur tímum síðar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.