Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 4
4 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 25. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR VIÐGERÐARÞJÓNUSTA á þvottavélum og þurrkurum Steinar Ragnarsson sími: 8486109 Jónsmessuganga 21. júní með Ingó H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 8 -1 1 6 2 Þegar á toppinn er komið mun Ingó skemmta þátttakendum yfir varðeldi. Gangan endar við Bláa lónið þar sem Ingó mun spila til miðnættis. Lagt verður af stað frá sundlaug Grindavíkur kl. 20.30. Ókeypis er í gönguna en þátttakendur greiða aðgang að Bláa lóninu. Bláa Lónið og Grindavíkurbær bjóða upp á hina árlegu Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn laugardagskvöldið 21. júní. www.bluelagoon.is sími 420 8800 Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ kl. 19.30 og SBK fer frá Reykjanesbæ kl. 20.00. Sætaferðir frá Bláa lóninu verða til Grindavíkur kl. 00.30 og til Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01.00. 223 x 300 Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanes- bæjar 2008 voru veitt við formlega athöfn nýverið. Verðlaunin hlutu þær Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Gunnheiður Kjartansdóttir fyrir uppfærslu á söngleikjum í grunnskólum. Hvatningarverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í Reykjanesbæ en markmið þeirra er að vekja athygli á gróskumiklu starfi skólanna og stuðla að nýbreytni og þróunarstarfi. Verðlaunin eru við- urkenning fyrir vel unnin störf í þágu nemenda og foreldra og staðfesting á því að skólinn sé fyrir- mynd annarra á því sviði sem um ræðir. Alls bárust 24 tilnefningar um 22 verkefni en hægt var að tilnefna einstaka kennara, kennara- hópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Sérstakar viðurkenningar hlutu Guðrún Sigurð- ardóttir aðstoðarleikskólakennari á Gimli fyrir einstakt samstarf við nemendur og Geirþrúður F. Bogadóttir fyrir brautryðjendastarf í tónlistar- kennslu í leikskólum Reykjanesbæjar. Verðlaunahafar fengu að launum peningastyrk og verðlaunagrip sem unnin var af glersmiðj- unni Iceglass í Reykjanesbæ. Hlutu Hvatningarverðlaun fyrir uppfærslu á söngleikjum Hópurinn sem hlaut tilnefningar til hvatningar- verðlauna Fræðsluráðs. VF-mynd: elg Á hátíðarfundi bæjarstjórnar í Garði var sam þykkt að stofna menntunarsjóð til að efla og styðja við menntun Garð búa. Bæj ar stjórn in setur 1 milljón í sjóðinn sem er í minningu Sr. Sigurðar B. Sívertsens sem stofnaði barnaskólann í Garði árið 1872. Sr. Sigurður gegndi prests- embætti að Útskálum í hálfa öld frá 1831 til 1887 og var mikill áhugamaður um fram- farir og menningarmál. Hann stofn aði barna skól ann í Garði árið 1872, sem er einn þriggja elstu barnaskóla lands- ins er starfað hafa frá stofnun. Í fyrstu var skólinn starfræktur að Gerðum en var árið 1887 fluttur að Útskálum. Hann stóð fyrir byggingu Útskála- kirkju árið 1861 og gaf margt góðra muna til kirkjunnar. Sr. Sigurður var mikill braut- ryðjandi og hugsjónamaður á mörgum sviðum. Hann lét margt annað gott af sér leiða styrkti meðal annars fátæk börn og unglinga til náms og lagði stund á lækningar meðal sóknarbarna sinna. Sr. Sig- urður var athafnasamur fræði- maður og rithöfundur. Liðlega fjörutíu ritsmíðar eftir hann komu út á prenti á meðan hann lifði, þar með taldar blaðagreinar, útfararræður og við andlát sitt lét hann eftir sig mikið safn handrita. Í því er meðal annars að finna Suð- urnesjaannál hans sem síðar var gefinn út og er tvímæla- laust þekktasta ritsmíð hans enda stórmerkileg heimild. Sr. Sigurður S. Sívertsen, prests- sonur á Útskálum, fæddur 15. júní 1843, vígðist 25 ára til Kirkjuvogskirkju, sem aðstoð- arprestur föður síns en lést skömmu eftir vígsluna. Af www.utskalar.is Hátíðarfundur á 100 ára afmæli ������������������������� ����������� ���������������������� �������� ����������������������������� ������������� ������� �������� �� ���������������� �� ������� ��������� ����������� ���������� ����������������������������� ��� ���������������������������������������� ���� ���������������

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.