Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 12
12 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 27. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Þetta eru orð Gunn ars Jó- hanns Gunn ars son ar, 25 ára Njarð vík ings sem í tæp an ára tug hrærð ist í heimi eit ur- lyfja áfeng is og of beld is, en hef ur nú snú ið við blað inu. Hann af plán ar nú 18 mán aða fang els is dóm fyr ir lík ams- árás sem hann framdi fyr ir rúm um tveim ur árum. Áður en hann hóf af plán un hafði hann tek ið virk an þátt í starfi for varn ar fé lags ins Lund ar sem Er ling ur Jóns son stýr ir. Gunn ar kom m.a. fram fyr ir hóp um ung linga og sagði sögu sína. Hann átt ar sig á því að hann hef ur gert mik ið á margra hlut en vinn ur að því að nýta tæki fær ið til að bæta fyr ir mis- gjörð irn ar í krafti trú ar inn ar. Blaða mað ur Vík ur frétta hitti Gunn ar fyr ir í heim sókn ar- her bergi Litla-Hrauns fyr ir skemmstu og ræddi við hann um fíkn ina, for varn ir og trúna sem er hans leið ar ljós í nýju lífi. Fór strax illa með áfengi Gunn ar er glað ur í fasi þeg ar hann kem ur inn í heim sókn- ar her berg ið, enda seg ir hann líf ið leika við sig þó hann sé inni lok að ur í fang elsi. Talið berst að æsku hans og upp hafi neysl unn ar. „Ég kem frá góðu heim ili þar sem ég ólst upp hjá pabba mín um. Ég byrj aði að drekka áfengi við ferm ing ar ald ur og fannst strax sem að þetta væri eitt hvað sem ég ætti alltaf að gera. Ég hætti fljót lega að um- gang ast jafn aldra mína og byrj- aði að vera með eldri strák um sem voru lengra komn ir í drykkj unni.“ Gunn ar hætt i e innig að stunda íþrótt ir og drykkj an jókst hratt. Af brot og slags mál urðu fljótt hluti af hans neyslu- venj um og skóla gang an leið fyr ir lífsstíl inn. Hann lenti brátt í vanda mál um tengd um áfeng is neysl unni þar sem lög regl an var far in að hafa af skipti af hon um og fé- lags mála yf ir völd voru far in að hóta því að taka hann af föð ur hans. Því var tek ið til þess ráðs að hann flutti 16 ára gam all út til bróð ur síns í Þýska landi og fór að vinna hjá hon um. Er Gunn ar kom heim aft ur, 17 ára gam all, var um hverf ið sem hann yf ir gaf gjör breytt til hins verra. „Þeg ar ég kem heim eru ein- hvern veg inn all ir mín ir vin ir komn ir í neyslu og fíkni efni voru kom in í tísku á Suð ur- nesj um. Þá hófst neysl an hjá mér en fram að því hafði ég að eins ver ið í áfengi,“ seg ir Gunn ar og bæt ir því við að efn in hafi fljótt hel tek ið hann. Þræll fíkni efn anna Leið Gunn ars nið ur í hyl dýpi und ir heimanna var hröð. Hann fór fljót lega að selja eit- ur lyf og lifði afar hratt þar sem hann var í mik illi neyslu. „Ég var stans laust að djamma frá því ég var sautján þang að til ég fór í mína fyrstu með ferð 19 ára gam all. Hverja ein ustu helgi og heilu vik urn ar jafn vel, en all an þann tíma fannst mér ég aldrei vera að skaða neinn í kring um mig og aldrei gera nein um neitt. Þetta var eins og hluti af líf inu að vera að skemmta sér og drekka. Þeg ar mað ur byrj ar svo í fíkni efn um tek ur þetta tak á manni og mað ur fest ist. Mað ur verð ur þræll fíkni efn anna og það gerð- ist mjög fljót lega eft ir að ég byrj aði að neyta þeirra.“ Sjálfs blekk ing in heltók Gunn ar á þess um árum. Sölu gróð inn var bara ein birt ing ar mynd glans myndar inn ar sem um lék eit ur lyfja heim inn. „Ég sá stráka sem áttu nóg af dópi, pen ing um og flottu dóti. Það höfð aði til mín að ég gæti orð ið rík ur á að selja dóp en það var ekk ert nema blekk ing. Því lík blekk ing.“ 19 ára í fang elsi Gunn ar fór í sína fystu með- ferð 19 ára. Hann sagð ist hafa ver ið kom inn á enda stöð og ver ið stað ráð inn í því að hætta allri neyslu. „Van líð an in og þung lynd ið sem fylgdi neysl unni var rosa- legt því fíkni efn in eru svo fljót að svíkja mann. Ef manni leið illa voru efn in besti vin ur manns. Mað ur fékk sér dóp til að líða vel, en eft ir helg arn ar fór mað ur til hel vít is.“ Á þess um tíma var hann dæmd ur til fanga vist ar og hóf af plán un á Kvía bryggju. Þar var hann edrú í sjö mán uði, en féll og lenti í slags mál um við ann an fanga. Þeir voru eft ir það flutt ir á Litla-Hraun í des- em ber árið 2003. Það var ekki til að bæta ástand ið á Gunn ari enda nægt fram boð af eit ur- lyfj um. „Ég var bú inn að vera hér inni í klukku tíma þeg ar ég var bú- inn að út vega mér fíkni efni. Það er auð veld ara að kom- ast í fíkni efni hérna en utan veggj anna. Þetta er til í næsta klefa.“ Spurð ur um hvort það sé svo auð velt að smygla eit ur lyfj um inn í fang els ið ját ar hann því. „Já, já. Þetta kem ur bara allt inn um enda þarm inn.“ Gunn ar seg ir enga betr un hafa hlot ið af fjög urra mán aða vist sinni á Litla-Hrauni. Jafn vel þó hann hafi far ið í með ferð að Hlað gerð ar koti áður en hann kom aft ur út í sam fé lag ið. „Litla-Hraun er glæpa skóli fyr ir þá sem ekki eru að taka á sín um mál um. Þeg ar ég kom hing að fyrst sog aði ég í mig allt. Hvern ig væri best að smygla inn dópi og gera hitt og þetta. Ég upp lifi það líka sterkt nú þeg ar ég kem hérna inn edrú og bú inn að taka á mín um mál um að ég er nýr mað ur. Mitt lífs við horf er svo allt öðru vísi en það var áður. Mað ur upp lif ir sig eins og gaml an mann þeg ar mað ur sér þessa ungu stráka hérna. Úr myrkr inu inn í ljós ið „Heim ur inn sem ég lifði í var blekk ing. Ég er til í að gera allt til að bæta fyr ir mín ar gjörð ir og hef feng ið ann að tæki færi. Ég kepp ist við það að bæta fyr ir það sem ég hef gert með því að hjálpa öðr um og leiða aðra. Það er erfitt að biðja af sök un ar í blaða við tali og ég veit að það er fullt af fólki sem vill ekki sjá mig, en ég trúi því að tím inn lækni öll sár.“ Gunnar í pontu á forvarnarfundi í Stóru-Vogaskóla. Hann fór víða til að fræða unglinga og foreldra um hættur eiturlyfja áður en hann fór inn á Litla-Hraun.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.