Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. JÚLÍ 2008 13STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Hvern ig þeir haga sér, hverju þeir eru að leit ast eft ir úr líf inu og hvern ig þeir tala. Þeir sem eru í neyslu eru bara strák ar sem eru skít hrædd ir inni í sér og blístra í myrkr inu.“ Hel víti á jörðu Þeg ar Gunn ar kom aft ur út eft ir vist ina á Hlað gerð ar koti var hann enn og aft ur stað ráð- inn í því að taka sig á og koma lífi sínu á rétta braut, en það var skamm vinnt. Hann hélt að vísu aft ur út til bróð ur síns, sem þá bjó í Englandi, og var þar í sex mán uði. Þeg ar hann kom aft ur heim tók við skefja laus tveggja ára neysla. Fanga vist in hafði ekki gef ið hon um neitt nema enn betri sam bönd í heim eit ur- lyfja og glæpa. „Líf mitt á þess um tíma var sann kall að hel víti á jörðu. Ég var að selja dóp, koma með það til lands ins, gekk fram með of beldi við ann að fólk. Það var sama hvað ég tók mér fyr ir hend ur, hvort sem ég fór í sam búð með stelpu, eða hvað það var. Ég ætl aði alltaf að taka mig á en svo kom helgi og allt gleymd ist.“ Á þess um tíma braut Gunn ar margt af sér sem hann er að gjalda fyr ir núna og miklu meira. „Ég tel mig vera mjög hepp inn að vera að af plána svona stutt an dóm, 18 mán uði, mið að við það sem ég gerði á með an ég var í þessu rugli og lifði í þess ari blekk ingu. Þetta er ekk ert nema blekk ing. Mað ur held ur að mað ur eigi vini sem eru traust ir, en í raun og veru eru þeir vin ir manns og ég vin ur þeirra af því að ég er að reyna að fá eitt hvað frá þeim og þeir frá mér. Þannig eru þessi sam skipti. Í neyslu held ur mað ur að mað ur sé kom inn með ein hver vina sam- bönd, en það er bara blekk ing og lygi.“ Drög að upp risu Það var svo í októ ber 2006 sem Gunn ar hóf loks upp ris- una með því að skrá sig í með- ferð. „Ég var bú inn að brjóta all ar brýr að baki mér. Ég sá fram á að fá þung an dóm vegna af brot anna og var bú inn að vera heima í 2 vik ur, liggj andi uppi í rúmi, mátt laus í miklu þung lyndi. Þá var um tvennt að velja, að fara upp á háa loft og hengja mig eða gefa eft ir og fara í með ferð. Ég trúði því aldrei, þeg ar ég byrj aði í neyslu, að svona færi fyr ir mér og að ég myndi enda á þess um stað. Hélt aldrei að ég yrði sá mað ur sem ég var orð inn. Bú inn að særa alla fjöskyldu mína, særa hálft bæj ar fé lag ið. Pabbi bjóst allt eins við því að ég kæmi heim í lík poka einn dag inn.“ Þessi botn lend ing var nauð syn- leg, seg ir Gunn ar, svo hann gæti séð vill ur síns veg ar. „Ég þurfti virki lega að tapa öllu sem ég átti og miklu meira en það til þess að átta mig á því að þetta gengi ekki leng ur. Ég varð að átta mig á þessu og þess vegna er svo gott að geta tek ið þátt í því sem Lund ur og Er ling ur eru að gera. Að geta miðl að reynslu minni, skil að ein hverju til baka til þjóð fé lags- ins og opna augu ann arra sem eru í þess um spor um.“ For tíð ar draug ar Ekki er sjálf gef ið að leið in sé bein og breið þó fíkl ar við ur- kenni vanda mál sín. Gunn ar fann þó að þetta skipti yrði öðru vísi en áður þó fyrstu vik urn ar í tveggja mán aða með ferð í Hlað gerð ar koti hafi ver ið gíf ur lega erf ið ar. Trú in reynd ist hon um leið ar ljós og er enn í dag. „Fyrstu tvær til þrjár vik urn ar hugs aði ég ekki um ann að en að kom ast út. Fíkn in var svo sterk að ég þoldi þetta varla og var alltaf á leið inni út, en alltaf náði ein hver að tala mig til. En svo fór að sjást í ljós ið.“ Vanda mál for tíð ar inn ar biðu hans þeg ar kom ið var út í líf ið. Millj óna skuld ir ofan á all ar gaml ar synd ir er það sem hann þurfti að kljást við, en slíkt verð ur oft til þess að fíkl ar sem reyna að snúa við blað inu gef ast upp. Sum ir falla í sama far ið, aðr ir enda jafn vel á því að taka eig ið líf. Gunn ar seg ir lyk il inn að edrú- mennsku vera að gera upp for- tíð ina og fylgja 12 spora kerf- inu. „Ég sæki fundi, vinn í mín um spor um og geri upp for tíð ina. Ég er bú inn að eyða tíu árum í að rústa lífi mínu og þá þarf mað ur al deil is að laga til í kring um sig. Ég er enn í dag að biðja fólk af sök un ar ef ég hitti það úti á götu og er alltaf að finna fleira og fleira sem ég hef gert hin um og þess um. Svo reyni ég að bæta fyr ir það ef ég fæ tæki færi ti þess.“ Hann seg ist oft ast fá já kvæð ar við tök ur og að flest ir séu ánægð ir með að sjá að hann sé bú inn að taka sig á. „Svo er lyk ill inn í þessu 12 spora starfi að finna æðri mátt, Jesú Krist, og hann er bú inn að vera styrk ur minn í þessu öllu. Guð hef ur raun ar alltaf ver ið svaka lega sýni leg ur í mínu lífi og hjálp að mér svaka lega. Trú in er búin að bjarga mér og tug um ann arra ung menna sem ég hef orð ið vitni að.“ Feil spor Þrátt fyr ir allt hef ur bata leið Gunn ars ekki ver ið áfalla laus því að hann missteig sig um versl un ar manna helg ina í fyrra. „Ég var bú inn að vera edrú í átta mán uði en hafði samt ekki unn ið í spor un um mín um. Ég datt í það eina helgi og fór strax aft ur á botn inn, sama stað og ég hafði ver ið. Ég hafði ætl að að hitta vini mína á kristi legri sam komu, en sam- þykkti að fara fyrst að hjálpa öðr um vini mín um sem var enn í rugl inu og end aði á því að fara á fyll erí." Það end aði með ósköp um því að lög regl an kom inn í sel- skap inn í leit að fíkni efn um. Gunn ar var hand tek inn og gisti eina nótt í fanga klefa þar sem augu hans opn uð ust fyr ir því sem hann hafði gert rangt. „Þá fór ég inn á fund með 12 spora sam tök un um og bað um hjálp. Ég fór eft ir það í gegn um spor in með krafti og út kom an er því lík ur sig ur og gleði fyr ir mig í dag og ég veit bara ekki hvar þetta mun enda. Mað ur get ur ver ið lok- að ur hér inni á Litla-Hrauni frá öll um sem mað ur elsk ar en er samt glað ur, sem er allt ann að en þeg ar ég var hérna síð ast. Þá var ég full ur af sjálfs- vor kunn og hugs aði: „Hvern ig gat þetta kom ið fyr ir mig. Grey ið ég. Þeg ar mað ur er hins veg ar með rétta and ann með sér er ekk ert sem get ur stopp að mann.“ Trú boð inn Trú in hef ur ver ið Gunn ari leið ar ljós og hjálp að hon um í gegn um líf ið eft ir að hann sneri baki við lífi glæpa og eit ur lyfja. Hann iðk ar trú sína í Hvíta sunnu kirkj unni í Kefla vík og vinn ur einnig með Er lingi Jóns syni í Lundi. Þeir kynnt ust einmitt á fundi þar sem Er ling ur hlýddi á sögu Gunn ars. Er ling ur bauð hon um í fram hald inu að taka þátt í starfi Lund ar sem felst m.a. í því að hitta ung linga og for eldra þeirra og fræða þau um hætt ur eit ur lyfj anna. Gunn ar var, eins og fyrr seg ir, dæmd ur til fanga vist ar, en ákvað að nýta tæki fær ið til að breiða út fagn að ar er ind ið. Hann hóf af plán un í mars og eft ir einn mán uð á al mennri deild fékk hann inni á „edrú- gang in um“ þar sem þeir fang ar sem sýna sanna við leitni við að snúa baki við eit ur lyfj um fá inni. Gunn ar unir hag sín um vel á gang in um og er óþreyt andi við að iðka trú sína og boða hana öðr um. Hann seg ir kynni sín af Jesú vera það besta sem fyr ir hann hef ur kom ið. „Ég lít í raun ekki á mig sem fanga, held ur sem trú boða. Á gang in um okk ar erum við 10 af 11 sem les um sam an á hverju kvöldi úr kennslu bók sem fjall ar um guðs ríki. Við erum með bæna stund ir og ann að, en þetta gef ur okk ur mjög mik ið. Við erum sköp uð af guði og til að vera í sam fé- lagi við Guð. Ef eitt hvað vant ar í okk ur erum við eins og bíll sem vant ar hjól á. Hann bara geng ur ekk ert. Þeg ar ég var í neyslu var ég alltaf að reyna að fylla upp í þetta tóma rúm inni í mér, en það ent ist aldrei nema rétt yfir helg ina. En trú in á Guð og Jesús fyll ir á mann og mað ur þarf ekk ert að reyna að fylla sig á en hverju ver ald legu rugli. All ir sem taka svona á móti hon um upp lifa þetta sama og þetta er ynd is legt. Það er einmitt það sem ég er að gera hérna og hlakka til að halda því áfram þeg ar ég kem út.“ Með ferð ar úr ræði á Litla- Hrauni seg ir Gunn ar vera sí- fellt að batna og hrós ar Mar- gréti Frí mann sdótt ur, fang els is- stjóra, fyr ir starf sitt. „Hún Mar grét er al gjör snill- ing ur. Hún leyfði okk ur m.a. að fá hing að inn for stöðu- mann Hvíta sunnu kirkj unn ar í Kirkju lækjar koti til að eiga fund með okk ur. Hún Mar grét er til í að gera allt til þess að betrumbæta starf ið.“ Dóm ur inn var til 18 mán aða og ætti Gunn ar því und ir eðli- leg um kring um stæð um að geta losn að út í mars þeg ar 2/3 af dómn um eru liðn ir. Hann stefn ir þó að því að kom ast inn á áfanga heim il ið Vernd í des em ber. Þeg ar Gunn ar losn ar er mark ið sett á nám í tré smíð um og hef ur hann þeg ar skráð sig í nám inn an veggja fang els is. „Líf mitt síð ustu 18 mán uði hef ur ver ið eins og lyga saga, sér stak lega síð ustu 10 mán- uð ir þeg ar ég hef ver ið reist ur upp úr myrkr inu og aft ur inn í ljós ið. Mitt áhuga mál í dag er að halda ed rú mennsk unni og hjálpa öðr um. Í ágætri bók stend ur skrif að að þeg ar allt ann að bregst, þá er lyk ill inn að hjálpa öðr um og ég held að við Elli eig um eft ir að gera góða hluti í þessu. Ég lít á for- varn ar vinn una, að ég sé að fara í skól ana og vara krakk- ana við eit ur lyfj um, sem eitt af því sem ég get gert til að borga til baka mína skuld við sam fé lag ið.“ Gunnar og Erlingur í Lundi hafa unnið saman að forvörnum. Gunnar stefnir á að halda því starfi áfram þegar hann hefur afplánað dóminn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.