Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.07.2008, Síða 1

Víkurfréttir - 24.07.2008, Síða 1
SIMPLY CLEVER 4.9 L/100 KM 30. tölublað • 29. árgangur • Fimmtudagurinn 24. júlí 2008 Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbæ Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingadeild 421 0001 Fréttadeild 421 0002 Aðrar deildir 421 0000 vf .is Prentun.com REYKJANESBÆ SÍMI 421 0001 Fallegustu garðarnir - sjá miðopnu Prentun.com REYKJANESBÆ SÍMI 421 0001 Þorláksmessa að sumri Skötumessa á Þorláksmessu að sumri var haldin til stuðnings Hollvinasamtökum HNLFÍ og MND í Oddfellowhúsinu í Reykjanesbæ á mánudag. Þorláksmessa að sumri er samkvæmt dagatalinu þann 20. júlí og var lögleidd 1237 til að minnast þess að þann dag 1198 voru bein Þorláks helga tekin upp til að nýtast til áheita. Var sumarmessa þessi ein mesta hátíð ársins á Íslandi fyrir siðaskipti. Jóhannes Páll páfi II útnefndi Þorlák verndardýrling Íslands og um leið er hann verndari Kristkirkju í Reykjavík. Þorlákur er eini íslenski dýrlingurinn í kaþólskri trú sem hlotið hefur dýrlinganafnbót. Aðsókn í skötuveisluna var mjög góð en uppselt var í veisluna. Þarna mátti sjá fólk á öllum aldri sporðrenna kæstri skötu en þeir sem réðu ekki við skötuna gátu fengið saltfisk. Var ekki annað að heyra en menn væru fullir tilhlökkunar fyrir næstu skötuveislu á Þorláksmessu þann 23. desember nk. Sumarskötuveislan verður árleg héðan í frá til fjáröflunar fyrir góðan málstað. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.