Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 24. JÚLÍ 2008 9STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Kjarrmói 18-20 Kjarrmói 18-20 Smáratún 5 Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Garðs veitti viðurkenningar sínar í síðustu viku í samsæti á veitingahúsinu Flösinni á Garðskaga. Nefndin fór ferð um bæinn og skoðaði garða sem höfðu verið tilnefndir auk annarra garða sem nefndin hafði tekið eftir. Ákveðið var að veita þeim Þorsteini Eyjólfssyni og Hörpu Ólafsdóttur verðlaun fyrir fallegan garð að Valbraut 10. Í garðinum má sjá skemmtilegt samspil steina, gróðurs og timburs, hann er vel skipulagður, einfaldur en snyrtilegur. Viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi hljóta þau Ágústa Hansdóttir og Halldór Pétursson fyrir miklar endurbætur á lóð og umhverfi að Klapparbraut 9 og Knútur Guðmundsson fyrir snyrtilegt umhverfi að Kríulandi 21. Viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi í kringum fyrirtæki hlýtur Bifreiðaverkstæði Sigurðar Guðmundssonar og hvatningarverðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi götu hljóta íbúar við Valbraut. Garðmenn verðlauna snyrtimennsku Valbraut 10 Bifreiðaverkstæði Sigurðar Guðmundssonar Valbraut í Garði Klapparbraut 9 Kríuland 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.