Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.08.2008, Side 1

Víkurfréttir - 07.08.2008, Side 1
SIMPLY CLEVER 4.9 L/100 KM 32. tölublað • 29. árgangur • Fimmtudagurinn 7. ágúst 2008 Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbæ Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingadeild 421 0001 Fréttadeild 421 0002 Aðrar deildir 421 0000 vf .is Prentun.com REYKJANESBÆ SÍMI 421 0001 Prentun.com REYKJANESBÆ SÍMI 421 0001 VÍ KU RF RÉ TT AM YN DI R: P ÁL L KE TI LS SO N Ásmundur sjómaður Jóhannsson kom að landi í gær í Sandgerði með um 750 kíló af þorski og ufsa sem fóru á markað. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að Ásmundur hefur ekki fiskveiðiheimildir. Landhelgisgæslan vísaði sjómanninum í land og þar tók lögreglan á móti honum, tók niður nafn og kennitölu og hversu mikinn afla Ásmundur var með. Þar með hvarf lögreglan á braut. Ásmundur ætlar að halda áfram veiðum án kvóta og ætlaði í róður í nótt ef það viðraði til veiða. Landhelgisgæslan hefur vísað Ásmundi þrívegis í land. Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að lögreglan sé að skoða til hvaða úrræða verður gripið í máli sjómannsins frá Sandgerði. - sjá nánar á vf.is Grétar Mar Jónsson, alþingismaður aðstoðaði Ásmund við löndun á aflanum í Sandgerði í gærdag. Lögreglan ræðir við Ásmund á bryggjunni. Kvótalaus á veiðum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.