Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 07.08.2008, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Um síð ustu helgi fór fram þriðja um ferð Ís lands meist- ara móts ins í motocross á Ak- ur eyri. Suð ur nesja mað ur inn Aron Ómars son stóð sig með mik illi prýði og varð í öðru sæti í MX1 flokkn um á eft ir Ed Bradley. Aron var best ur Ís lend ing anna og hlaut því fullt hús stiga í flokkn um en þetta er fyrsta mót ið sem Aron kepp ir á í sum ar. Hann varð fyr ir því óláni að ökla- brotna snemma í sum ar og er enn að jafna sig á þeim meiðsl um. Það kom hins veg ar ekki í veg fyr ir að hann stæði sig vel um helg ina. "Ég er mjög ánægð ur með ár ang ur inn og er sátt ur að hafa ver ið best ur af Ís lend- ing un um. Ég ökkla brotn aði illa í byrj un sum ars ins og átti að vera sex vik ur í gipsi. Ég klippti af mér gips ið eft ir eina viku og fór að hreyfa löpp ina. Það gekk fram ar von um og löpp in er orð in mjög góð. Ég þarf að koma mér aftur í al- menni legt form. Það er enn þá vont að hlaupa og því hef ég átt erfitt með að halda mér í formi," sagði Aron sem von ast eft ir sæti í lands liði Ís lands. „Fram hald ið lof ar mjög góðu. Það er ver ið að fara að velja lands lið is hóp inn og ég von ast eft ir því að vera í þeim hópi eins og í fyrra. Það verð ur keppt í Bret landi í ár og það er eins og Ólymp íu leik arn ir í aug um motocross ins því það eru send ir þrír bestu frá hverju landi. Það gekk ágæt- lega í fyrra þrátt fyr ir að við vær um að keppa í fyrsta skipt ið. Við vor um alla vega ekki síð ast ir þá." Það er löng og ströng helgi framund an hjá knatt spyrnu- liði Víð is en lið ið held ur á laug ar dag inn til Frakk lands og kepp ir fyr ir hönd Ís lands í Evr ópu mót inu í Fut sal. Fut- sal er frá brugð ið venju bundri knatt spyrnu að því leyti að keppt er inn an hús og sér stak ar regl ur gilda. Víð ir varð í öðru sæti á Ís lands mót inu í inn an- hús knatt spyrnu í haust. Val ur varð Ís lands meist ari en get ur ekki tek ið þátt í Evr ópu mót inu í Fut sal vegna anna. Víð ir mun því keppa á mót inu og er þetta mik ið æv in týri fyr ir Garð búa að sögn Ein ars Jóns Páls son ar, for manns Víð is. „Þetta er ekk ert ann að en æv in- týri. Við erum fyrsta lið ið sem fer í Evr ópu keppni inn an hús og þetta er mik ið krydd í til ver una fyr ir okk ur. Með þessu æv in týri fylg ir þá mik ill kostn að ur en við tók um þessa ákvörð un í sam ráði við leik menn. Heild ar kostn- að ur við þessa ferð er um 1.5 millj ón króna og það er mjög há upp hæð fyr ir svona lít ið fé lag. Við þurf um m.a. að nota nýja bún inga, en það gilda sér stak ar regl ur um hvern ig bún ing arn ir eiga að vera. Við höf um hins veg ar feng ið góð við brögð frá velunn ur um og bæj ar fé lag inu," sagði Ein ar Jón. Mik ill hug ur er í leik mönn um Víð is sem æfðu sig um Versl- un ar manna helg ina fyr ir mót ið. „Við tök um þetta al var lega og för um í hvern leik til að vinna. Sem dæmi tóku leik menn sig til og æfðu inn an hús um Versl- un ar manna helg ina fyr ir mót ið. Við erum að keppa fyr ir hönd Ís lands og vilj um verða þjóð inni til sóma. Við spil um fyrsta leik- inn á sunnu dag inn og spil um alls þrjá leiki. Efsta lið ið í riðl- in um kemst áfram í keppn inni og kepp ir í Rúm en íu í sept em- ber. Þetta er mjög spenn andi verk efni og strák arn ir eru mjög spennt ir," sagði Ein ar Jón. Það er skammt stóra högga á milli hjá Víði þessa dag anna því lið ið mæt ir Hvöt á Garðsvelli í kvöld kl. 19:00. Ólaf ur með mark í sigri Brann Grind vík ing ur inn Ólaf ur Örn Bjarna son skor aði mark úr víta spyrnu fyr ir norska lið ið Brann um síð ustu helgi. Lið ið vann Ham Kam 4-1 í norsku úr vals deild inni en Ólaf ur jafn- aði fyr ir Brann úr víta spyrnu á 34. mín útu leiks ins. Brann varð norsk ur meist ari á síð asta tíma bili en Ólaf ur hef ur leik ið með lið inu í nokk ur ár. Það má með sanni segja að lið ið sé Ís lend inga lið því alls fimm Ís lend ing ar leika með lið- inu. Birk ir Már Sæv ars son og Krist ján Örn Sig urðs son léku við hlið Ólafs í leikn um gegn Ham Kam. Gylfi Ein ars son og Ár mann Smári Björns son eru einnig á mála hjá Nor egs- meist ur un um en komu ekki við sögu í leikn um. Sindri Þór setti Ís lands met í flugsundi Sund kapp inn Sindri Þór Jak- obs son, ÍRB, gerði sér lít ið fyr ir og setti Ís lands met í 200 m flugsundi í karla flokki. Hann setti um leið pilta met en hann synti á tím an um 2.07,75. Hann bætti því met Birk is Más Jóns- son ar um eina sek úndu. Met ið setti hann á Evr ópu móti ung- linga sem fram fór í Belgrad. Soff ía Klem enzdótt ir synti 200 m flugsund á tím an um 2.22,99 og bætti sinn besta ár ang ur um þrjá sek únd ur. Bryn dís Rún Han sen synti 100 m skrið sund á tím an um 1.00,27 sem er um 4 sek úndna bæt ing á henn ar fyrri ár angri. Gunn ar Örn náði silfr inu í Finn landi Gunn ar Örn Arn ar son, ÍRB, náði glæsi leg um ár angri á Norð ur landa móti æsk unn ar sem fram fór í Tampere í Finn- landi um síð ustu helgi. Gunn ar vann silf ur verð laun í 200m bringu sundi og brons verð laun í 400m fjór sundi. Þetta er frá- bær ár ang ur hjá Gunn ari en hann var að eins hárs breidd frá sigri í fjór sundi. Lilja Ingi mars- dott ir keppti einnig á mót inu og stóð sig vel. Hún bætti sinn besta tíma í 200m bringu sundi um tæp ar tvær sek únd ur. Leik ir framund an Leik ið verð ur í Lands banka- deild karla í kvöld. Grind- vík ing ar fara í Graf ar vog inn og etja kappi við spútnik lið Fjöln is en leik ur inn hefst kl. 19:15. Fyrri leik ur lið anna end aði með 0-1 sigri Fjöln is. Njarð vík ing ar taka á móti Vík- ingi R. Í kvöld á Njarð taks- vell in um en leik ur inn skipt ir þá græn klæddu miklu máli. Njarð vík ing ar sitja á botni 1. deild ar inn ar og þurfa nauð- syn lega á stig um að halda. Leik ur inn hefst kl. 19:00. Á morg un tek ur kvenna lið Kefla- vík ur tek ur á móti Stjörn unni á Spari sjóðsvell in um og hefst leik ur inn kl. 19:15. El var Grét ars son er tek inn við 2. deild ar liði Reyn is Sand gerði. Hann tek ur við lið inu af Bryn geiri Torfa syni sem var lát inn taka pok ann sinn fyr ir skömmu eft ir slakt gengi. Þetta er ekki í fyrsta skipt ið sem El var þjálf ar Reyni því hann var við stjórn völ inn árin 2001 og 2002. Hann hef ur þjálf að meist ara flokka Víð is, GRV og Hauka í kvenna bolt an um í milli tíð inni og er ánægð ur með að vera kom inn aft ur til starfa hjá Reyni. „Það er æð is legt að þjálfa mitt heimalið á nýj an leik. Það er mik ið og krefj andi verk efni fyr ir hönd um. Ég þekki lið ið vel og einnig þá sem standa á bak við lið ið og veit hvað fólk ið hér vill. Heima menn vilja sjá ár ang ur og þannig á það að vera,“ sagði El var sem tel ur sig vita hvað hef ur vant að í leik Reyn is S. í sum ar. „Að mínu mati hef ur skipu lag vant að í leik liðs ins og einnig leik- gleði. Það grunn for senda að hafa gam an af því að spila fót bolta. Það er mitt hlut verk í dag að færa lið inu leik gleði og skipu lag. Mark- mið ið er auð vit að fyrst og fremst að halda lið inu í deild inni,“ sagði El var sem tel ur að of mikl ar vænt ing ar hafi ver ið fyr ir tíma bil ið. „Ég held að vænt ing arn ar hafi ver ið of mikl ar. Lið ið féll úr fyrstu deild inni í fyrra og átti að fara beint upp aft ur í sum ar. Það er ver ið að byggja knatt spyrnu hús og stúku og því er ekki að neita að það El var aft ur við stjórn völ inn í Sand gerði yrði skelfi legt að sjá lið ið í 3. deild inni á næsta tíma bili. Ég er mjög bjart sýnn á að svo fari ekki því knatt spyrnu hæfi leik arn ir eru til stað ar. Við höf um feng ið góða leik menn til við bót ar og þeir eiga eft ir að styrkja lið ið mik ið. Ég tel að sá hóp ur sem við erum með í dag eigi að geta gert miklu bet ur í deild inni en stað an seg ir til um,“ sagði El var. Reyn ir S. mæt ir Magna á Greni vík á úti velli í deild inni á laug ar dag- inn og má eiga von á erf ið um leik fyr ir þá hvít klæddu. Reyn ir S. er með 13 stig að lokn um fjórt án leikj um og er í mik illi fall bar áttu í 2. deild inni. Víð ir fer til Frakk lands og kepp ir í Fut sal Enn að jafna sig eft ir ökla brot en náði öðru sæti

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.