Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 33. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Íslands Hrafnistumenn eftir Erling Jónsson listamann var afhjúpað í Vogum á fjöl- skyldudaginn sl. laugardag. Listaverkið stendur við Eyrar- kotsbakka skammt frá Stóru- Vogaskóla og Vogatjörn. Listaverkið er eftir Erling Jóns- son listamann og er reist sem minnisvarði um sjómennsku og útgerð frá Vogum og Vatns- leysuströnd en Vatnsleysu- ströndin var ein stærsta ver- stöð landsins á tímum árabáta- útgerðar. Birgir Þórarinsson, ásamt Birgi Guðnasyni höfðu frum- kvæði að því að verkið var unnið og sett upp í Vogum. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpaði úti lista verk ið með hjálp þriggja ungra drengja. Við athöfnina fluttu ávörp for- seti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Róbert Ragnars- son, bæjarstjóri og Birgir Þór- arinsson, íbúí í Vogum. Harm- onikkuleikari við athöfnina var Bragi Hlíðberg og söngv- ari Bjarni Thor. Fyrsta útilistaverkið afhjúpað í Vogum Bjarni Thor söng við undirleik Braga Hlíðbergs harmonikkuleikara Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flutti ávarp við afhjúpun listaverksins „Íslands Hrafnistumenn“ eftir Erling Jónsson Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Voga og Birgir Þórarinsson voru ánægðir með fyrsta útilistaverk sveitarfélagsins Myndir: IngaSæm

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.