Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 4
4 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 35. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222 VÍ KU RS PA UG M yn d: G uð m un du r R ún ar Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Ellert Grétarsson, sími 421 0004, elg@vf.is Ingigerður Sæmundsdóttir, sími 421 0003, inga@vf.is Íþróttadeild: Jón Júlíus Karlsson, sími 421 0003, jjk@vf.is Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Hörður Hersir Harðarson, sími 421 0008, hordur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Hönnunardeild Víkurfrétta: Magnús Geir Gíslason, sími 421 0005, magnus@vf.is Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Skrifstofa Víkurfrétta: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222 VÍKURFRÉTTIR EHF. - flúði upp í heiðina vegna hraðaksturs á Garðvegi Ásmundur Friðriksson tók stóra áskorun: Gekk 100 ferðir í Garðinn Ásmundur Friðriksson, verkefnisstjóri hjá Reykjanesbæ, náði þeim merka áfanga í síðustu viku að ganga 100 ferðir í Garðinn á einu ári. Það var á Ljósanótt í fyrra sem Ásmundur eða Ási setti sér það markmið að ganga 100 ferðir í Garðinn og leggja þannig að baki um 1000 kílómetra á göngu. Gönguferðirnar gaf hann Sveitarfélaginu Garði í 100 ára afmælisgjöf, auk þess sem gengið var til heilsubótar. Í síðustu gönguna á fimmtudaginn fyrir viku mættu fjölmargir til að ganga með Ása ferð númer 100. Á fimmta tug gengu í rigningunni út í Garð og var göngufólkið á öllum aldri. Sá yngsti var eins árs og elsti 74 ára. Bæjarstjórinn í Garði tók svo á móti hópnum með veitingum og leysti Ása út með gjöfum. Ási bauð síðan göngufólkinu í súpu og pylsur við komuna aftur til Reykjanesbæjar. Við upphaf göngunnar á Birkiteig í Reykjanesbæ setti Ásmundur upp þessi forláta heyrnartól sem hann notaði í fyrstu gönguferðunum. Þeir sem sáu til Ása töldu að þarna væri á ferðinni einhver furðufugl og því var útvarpshlustunin fljótlega lögð til hliðar. Ási kominn í Garðinn og þar fékk hann höfðinglegar móttökur. Ási gaf Garðmönnum gönguferðirnar 100 og Oddný bæjarstjóri þakkaði fyrir með bóka- og tónlistargjöf. Lumar þú á góðri frétt?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.